Austurland


Austurland - 21.11.1985, Blaðsíða 5

Austurland - 21.11.1985, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 21. NÓVEMBER 1985. 5 Kirkjumiðstöð Austurlands: Frá sumarbúðunum að Eiðum sl. sumar. Ljósm. Kirkjulíf á Neskaupstaði. S Avarp Við neðanskráð nýkjörin stjórn Kirkjumiðstöðvar Austurlands hvetjum einstakl- inga, félög og stofnanir á Austurlandi til að leggja af mörkum framlög til eflingar stofnuninni. Kirkjumiðstöð Austurlands rekur á eigin ábyrgð starfsemi, svo sem sumarbúðir ungmenna, mót og námskeið. Starfsemi hennar miðar jafnframt að eflingu kirkjulegs starfs á Austurlandi. Kirkjumiðstöð Austurlands yfirtók og eignaðist byggingar í smíðum við Eiðavatn, sem Prestafélag Austurlands hafði ráðist í að reisa af miklum myndarskap og afhendir nú þessari stofnun skuldlausar og án allra kvaða. Petta rausnar- lega fordæmi Prestafélags Austurlands, með að sjálfsögðu aðstoð margra, á að verða okk- ur Austfirðingum hvatning til þess að reisa myndarlegar sumarbúðir að Eiðum til fram- búðar, sem yrði mikil lyftistöng fyrir æsku og íbúa þessa byggða- lags. Verður það því markmið okkar að gera verulegt átak í þessum byggingaframkvæmd- um að Eiðum í sumar, en það er því aðeins hægt að við öll stöndum saman um fram- kvæmdirnar. Heitum við því á alla Aust- firðinga að leggja þessu sameig- inlega hagsmunamáli lið til þess að við getum séð verulegan árangur eftir sumarið. Stjórn Kirkjumiðstöðvar Austurlands: Sigurður Helga- son, formaður, Seyðisfirði, Ragnhildur Kristjánsdóttir, rit- ari, Eskifirði, Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, gjaldkeri, Egils- stöðum, Sigríður Zóphanías- dóttir, Eiðaþinghá og Sigurjón Ólason, Reyðarfirði. Vísnahom Austurlands Stafkarl hefir orðið í Vísnahorninu að þessu sinni. Fyrst kemur vfsa, sem ekki þarf skýringa við. Eitt, sagði Geir, má aldrei rengja, - andlitið setti í stellingar. - Á íslandi verður aldrei sprengja, ef til vill púðurkellingar. „Veisla í hverju húsi“, var auglýst í útvarpi fyrir fáum dögum. Það var verið að bjóða lambakjötið okkar á niðursettu verði. Það verkar þannig, að þeir sem hafa góðan fjárhag, geta keypt til ársins, hinir ekki. Þá varð þessi vísa til. Á kostnað bænda vel er veitt, veislukjötið frúrnar steikja. Bankastjórar borða feitt, báðum megin út um sleikja. Það var mikið um það rætt á sínum tíma, að lífríki Mývatns færi hrakandi. Ein kenningin um orsakir þess var sú, að mýlirfur væru lítið áberandi. Þá kvað Stafkarl. Sífellt magnast svínaríið Sverris, þó ég fullyrt get, að nú er langtum minna mígið en meðan Framsókn var og hét. Þegar ráðherrarnir skiptu um stóla, sagði Stafkarl. intralox Laitram Færibandaefni frá intralox USA Framleidd úr polypropyline og polyethylene Tilvalið fyrir allan iðnað Samsetning á öllum böndum fer fram á verkstæði voru, svo afgreiðslufrestur getur orðið í lágmarki 1-2 dagar Rækjupillunarsamstæða frá Laitram Allir varahlutir fáanlegir samdægurs Veitum ráðgjöf við hönnun, tækjaval og uppsetningu Útvegum flestar gerðir plastkassa fyrir allan iðnað Eigum ætíð rækjukassa á lager Allar nánari upplýsingar veittar hjá H. BERGMANN Ármúla 36 - 108 Reykjavík S 91-84747 & 91-36993 - P. O. Box 8533 Sverrir hefur Steina vegna úr stólnum farið. Öðrum fól nú allúverið, er að skoða stafrófskverið. Og meira verður ekki kveðið að sinni. B. S. Teppahreinsun Pantið teppahreinsivél tímanlega fyrir jólin Ársæll Guðjónsson S 7529 Utboð FORSTEYPTAR EININGAR: Kaupfélagið Fram og Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað óska eftir tilboðum í forsteyptar einingar í Hafnarskemmu í Neskaupstað Meginhluti eininganna er samlokueiningar í útveggi og stoðir—Heildarþyngd er um 485 tonn Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Ármúla 4 Reykjavík gegn 5000 kr. skilatryggingu Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 11 miðvikudaginn 11. desember Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Verkfræðiráðgjafar frv. 108 Reykjavík • Ármúli 4 S (91) 8 44 99 Fjarrit 2040 vst is

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.