Íþróttablaðið - 01.06.1925, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.06.1925, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 47 Undir stjórn Tuliniusar hefur í. S. í. vaxið og dafnað; það var stofnað af nokkrum félögum í Reykjavík, en nú eru sambandsfélögin orðin um 120. Hér verður starfsemi Tuliniusar í þarfir í. S. I. ekki rakin nánar. En þá er þess að geta, að hann tók við forystu Væringja, skátasveitar K. F. U. M.> sem var nýstofnuð, er hann fluttist til Reykjavíkur. Æfði hann sjálfur flokkinn í mörg ár og kendi öllum þeim, sem nú eru þar sveitar- og flokks- foringjar. í vetur var stofnað Bandalag Skáta, og er Tulinius yfirforingi þess. Var hann þá sæmdur mesta heiðursmerki skáta, silfurúlfinum. Tulinius er mikill vexti, hár og þrekinn, manna fríðastur og bezt á sig kominn og þó nokkuð feit- laginn á síðari árum. Var hann támjúkur og lið- ugur á unga aldri og rammur að afli. Kvæntur er hann Guðrúnu, dóttur Hallgríms heitins biskups. Hann hefur hlotið ýms virðingarmerki, riddarakross dannebrogsorðunnar og fálkaorðunnar, svo sem margir mætismenn aðrir. En eitt á hann heið- ursmerki, sem ekki mun vera í margra höndum hér á landi, en mörgum þykir mest til koma allra heiðursmerkja. Það er »RedningsmedaiIlen« (Meda- illen for druknedes Redning), sem þeim einum hlotnast, er bjarga mönnum frá druknun og leggja sig við það í augljósan lífsháska. Sæmdi konungur hann því heiðursmerki, fyrir það er hann bjargaði lífi þriggja manna austur í Hornafirði árið 1904. Sólskinsböð. Island er að vissu leyti betra sólskinsland en ýms lönd sunnar á hnettinum. Loftslag er hjer kalt og þykir mörgum það aðalgaliinn á landi voru. En »fátt er svo með öllu ilt, að ekki fylgi nokkuð gott«. Vegna kuldans er minni uppgufun vatns heldur en þar sem loftslag er heitt. Lítið mistur og móða í loftinu; tært loft gerir íslenzkt sólskin glatt og kraftmikið. Náttúran hefir viljað sýna okk- ur sanngirni; hitinn er að vísu skamtaður úr hnefa, en í þess stað veitt glatt sólskin. I heitum löndum, t. d. Egyptalandi, er ætíð mistur í lofti og sólskinið því í daufara lagi. í Mið-Evrópu leita menn upp á háfjöll eftir kraftmikilli sól. Hér á landi er þess ekki þörf. Gamalt þýzkt máltæki er á þá leið, að ekki þurfi á lyfsala né lækni að halda þar sem sólin komist að. Hollusta sólskinsins hefir verið kunn, en gefinn meiri gaumur á síðari árum, bæði hjer og erlendis. Sólskin er nú notað allmikið til lækninga, einkan- lega við berklaveiki, en ætti líka að notast eftir föngum af heilbrigðu fólki. Mikilsverðara er að koma í veg fyrir sjúkdóma en lækna þá. Sólskins- böð bæta blóðleysi, auka matarlyst, gera menn ó- kvefsæla, stæla hörundið og gera menn tápmikla og bjarta í skapi. Sagt er að ekki séu aðrir sjúkl- ingar glaðlyndari en þeir, sem iðka sólskinsböð. — Frægasti sólskinslæknir nútímans, Dr. Rollier í Sviss, segir til dæmis um, hversu húðin herðist, að eitt sinn er hlaupabóla barst á spítalann, tóku engir veikina, sem orðnir voru vel sólbrendir, nema einn sjúklingur; hann fjekk bólur á útlim sem lagður var í gipsumbúðir og hafði sólin auðvitað ekki komist þar að. Oft má sjá þess skýran vott hve holl áhrif sólskinið hefir á berklaveikt fólk. Algeng er hér á landi eitlabólga utan á hálsinum og stafar hún oftast af berklaveiki. Líklegt er að þetta or- sakist að nokkru leyfi af tannskemdum, sem lítið er gert til að lækna, ýmist af efnaleysi, hirðuleysi eða skilningsleysi. En það má heita segin saga, að flestum kirtlaveikum sjúklingum líður með bezta móti eftir sumarið, en versnar eftir skammdegið. Sólskin er því miður stopult á Islandi; má heita að stundum komi jafnvel fyrir sólarlaus sumur í heilum landsfjórðung. Á Suðurlandi er oft mest um sólskin í marz og apríl. Sólskinsböð má taka hér á Iandi frá marzbyrjun og til hausts. Bezt er auðvitað að vera undir beru lofti, því að glerið dregur úr krafti sólarljóssins, ef sólböðin eru tekin í húsum inni, gegnum glugga. Þó geta slík sólböð komið að góðu liði og gert menn vel sólbrenda. Á útmánuðum er auðvitað ekki unt að sóla sig nema inni, og stundum líka á sumrin, ef kalt er. Sólskinsböð inni: Fara úr öllum fötum, liggja á legubekk eða á gólfinu með brekán eða madressu undir sjer; ekki liggja á sæng sem líkaminn sekkur ofan í. Ef menn kjósa heldur, má sitja í sólinni. Bezt er að gluggar séu opnir og sólin skíni á kroppinn, án þess að rúðuglerið sé á milli. Sólskinsböð úti: Þar er galdurinn að velja gott skjól fyrir vindi. Það má takast undir húsvegg,

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.