Íþróttablaðið - 01.01.1927, Qupperneq 5

Íþróttablaðið - 01.01.1927, Qupperneq 5
IÞROTTABLAÐIÐ 3 Hefir dr. Björn frá Viðfirði fært það þannig inn í gerðabók í. S. í.: »að fimtud. 18. jan. 1912 boð- aði glímukonungur Islands, hr. Sigurjón Pétursson, stjórnir allra (9) íþróttafélaga Rvíkur, ásamt fyrv. sýslumanni hr. Axel Túliníusi og hr. landlækni Guðm. Björnssyni, til fundar í Bárubúð kl. 9 síðd. Alls mættu um 30 fundarmenn og konur*. A þessum fundi töluðu auk fundarboðanda, sem var frummælandi: Guðm. Sigurjónsson, Ólafur Ðjörnsson, ritstj., Axel Túliníus, Guðm. Björnsson, Tryggvi Þórhallsson og Ingibjörg Brands. Var kosin nefnd, þeir Guðm. Björnsson, Axel Túliníus og Ólafur Björnsson, til að yfirfara lagauppkast það, sem Sigurjón Iagði fram. Skyldu þeir svo boða til stofnfundar, en felagsstjórnirnar, sem þarna voru, sjá um að fulltrúarnir, er mættu á þeim fundi, hefðu fult umboð félags síns til að stofna sam- bandið. Á þessum fundi var Axel Túliníus fundar- stjóri, en Halldór Hansen ritari. Stofnfundur var svo haldinn á sama stað þann 28. janúar kl. 1 >/2 e. h., og undirskrifuðu þessir fundargerðina, sem stofnendur íþvóttasambands Is- lands: A. V. Túliníus, fundarstjóri, Halldór Han- sen, ritari, Guðm. Björnsson, Guðm. Sigurjónsson, ]ónatan Þorsteinsson, Tr. Magnússon, Björn Bjarna- son, Gunnar Hjörleifsson, Ragnhildur Pétursdóttir, Inga Lára Lárusdóttir, Sigurbjörg Ásbjarnardóttir, Arreboe Clausen, Árni Einarsson, Kristinn Péturs- son, Helgi ]ónasson, Sig. Kr. Guðlaugsson, Finnb. R. Þorvaldsson, Fr. Thorsteinsson, Pétur Magnús- son, Lúðvíg Einarsson, ]ón Ásbjörnsson, Valgeir Björnsson, Pétur Gunnlaugsson, ]ón ]ónsson, kaupm., Guðbrandur Magnússon, Þorkell Þ. Cle- mentz, Sigurjón Pétursson og Ben. G. Waage. Voru þau fulltrúar fyrir þessi félög: 1. Glímufélagið »Ármann«, 2. íþróttafélagið »Kári«, 3. íþróttafélag Reykjavíkur, 4. Knattspyrnufél. «Fram«, 5. ----- Reykjavíkur, 5. Skautafélag Réykjavíkur, 7. Sundfélagið »Grettir«, 8. Ungmennafél. »Iðunn«, og 9. — Reykjavíkur. Fyrstu stjórn í. S. í. skipuðu: Axel Túliníus, Guðm. B/örnsson, dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði, B/örn Jakobsson, leikfimik. og Halldór Hansen læknir. Fyrsti aðal-fundur Sambandsins var svo haldinn 10. júní 1912, og stjórnin endurkosin nema Halldór. I hans stað kom Jón Ásbjörnsson. 24. júní 1913 kom Matth. Einarsson, læknir, í stjórnina í stað dr. Björns. 28. júní 1914 er stjórnin öll endur- kosin. 24. júní 1915 kemur Ben. G. Waage inn í stað Björns Jakobssonar. 16. apríl 1916 er hún öll endurkosin. 22. apríl 1917 kemur Halld. Han- sen aftur inn í stað Matth. Einarssonar. 28. apríl 1918, öll endurkosin. 27. apríl 1919 kemur HaH- grímur Benediktsson í stað Jóns Ásbjörnssonar. 25. apríl 1920 og 24. apríl 1921, öll endurkosin. 2. apríl 1922 kemur Pétur Sigurðsson í stað Guðm. Björnssonar. 20. júní 1923 kemur Guðm. Kr. Guðmundsson í stað Hallgríms. 22. júní 1924 og 26. júní 1925, öll endurkosin. Og nú síðast, 19. júní 1926, er Ben. G. Waage kosinn forseti í stað Axels Túliníusar og Magnús Kjaran í stað Ben. En Oskar Norðmann, 1. varamaður kemur í stjórn- ina í júlí, þegar Magnús segir af sér. Ekkert starf, engar framkvæmdir eru svo af hendi leystar, að öllum líkj. Margt hefir stjórn í. S. I. haft með höndum, en sitt sýnist hverjum um það, hvernig það hefir verið gert, og að hverjum notum það hefir orðið. Skal hér enginn dómur á' það lagður. En eitt er víst, að byrjunin er alla- jafnan erfiðust á öllum sviðum. — í. S. í. hefir á þessum 15 árum gefið út þó nokkrar bækur og rit, sem talin eru upp aftan við Heilsufræði íþrótta- manna. Það hefir gefið nokkra verðlaunagripi og stofnað sjóði. Meðal þeirra er skylt að nefna sér- staklega Utanfararsjóð í. S. í., sem stjórnarmenn stofnuðu með eigin fjárframlagi á 10 ára afmæli Sambandsins. (Axel, Guðm. Bj., Halldór, Hallgr. og Bened.). Einnig hefir það gengist fyrir íþrótta- námsskeiðum o. fl., o. fl. Allar útgáfubækur sínar hefir það sent félögunum, og bréf og skýrslu- eyðublöð árlega, en frá tiltölulega fáum félög- unum hefir nokkuð komið til baka. Og aldrei hafa nema örfá félög utan Reykjavíkur tekið þátt í aðal-fundi Sambandsins. Samstarf á milli stjórnar- innar og flestra félaganna virðist hafa verið lítið, en það er að líkindum meira félögunum sjálfum að kenna. Þó hefði stjórnin þurft fyrir löngu, og ætti ekki að draga lengur, að gera út sendimann

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.