Íþróttablaðið - 01.01.1927, Page 6

Íþróttablaðið - 01.01.1927, Page 6
4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ til félaganna. Annars skal eg rita betur um þessi síðasttöldu atriði í næsta blaði. í. S. í. á feikna mikið starf óunnið. Það hefir að eins lokið bernsku- og æsku-skeiðinu. Nú er það að verða að unglingi. Og sá unglingur á, eins og allir unglingar, að þroskast og sækja ótrauður fram, hærra, hærra, nær takmarkinu: Allir Islend- ingar, konur sem karlar, hraustir og heilbrigðir á líkama og sál, og víðkunnir meðal annara þjóða um alt, sem gott er og göfugt. Ef að stjórn I. S. I. og félögunum í sambandinu auðnast að mætast betur en áður til samstarfs, ekki aðeins um íþróttirnar sjálfar, heldur engu síður í félagsstarfinu og á fundum, og í eflingu heilsusamlegs Iífernis í öllum greinum, þá mun rísa ný starfsöld og áhuga, sem öllum hlýtur að verða til blessunar. Og með þeirri ósk að svo megi verða, árna eg I. S. I., bæði stjórn og félögum, heilla á 15 ára afmælinu. St. Bj. íþróttamennimir og 1930. Blöðin og ýms félög hafa undanfarið rætt margt um alþingishátíðina 1930, sem Guðmundur Finn- bogason svo heppilega kallar dómsdag íslendinga. Vmsar tillögur hafa komið fram um fyrirkomulag hátíðarinnar, einkum frá Þingvallanefndinni eða for- manni hennar, og svo frá einstökum mönnum, og nokkur félög hafa skipað nefndir til þess að und- irbúa þátttöku sína í hátíðinni og sýningum þeim> sem líklegt er að henni verði samfara. En áformin eru að miklu leyti loftkastalar enn, bollaleggingar og ráðagerðir. Og þó eru ekki nema þrjú ár óliðin til dóms- dags. Þrjú ár eru mjög skammur tími til undir- búnings öðru eins stórmáli og hér er um að ræða. Það er sumra siður að skjóta öllu á frest þangað til komið er í eindaga og flaustra þá öllu af á síð- ustu stundu. En undirbúningi alþingishátíðarinnar verður ekki flaustrað af, svo að hátíðin verði skammlaus. Ef ekki verður hafist handa þegar í stað og unnið vel þennan skamma tíma, sem enn þá er ódrepinn, er hætt við að þjóðinni fari líkt á dómsdegi og húsbóndanum, sem ekki er búinn að raka nema annan vangann á sér, þegar gestirnir koma. — — Það er eins og sumum sé lítið gefið um skrafið um alþingishátíðina 1930. Þeir eru eitthvað að tauta um tildur og hégómáskap og um að sýnast, þegar hana ber á góma. Það er satt, að hátíð, sem efnt er til í dauðans ofboði og á síðustu stundu verður aldrei annað en hégómi og tildur, og verður henni þannig háttað, að meira verður hugsað um sjón en reynd, Flaustursverkin hljóta að verða yfirborðsverk, gerð til þess að sýnast, en það sem vel er til vand- að sýnist ekki meira en það er. Undirbúningslaus hátíð 1930 er verri en engin — hún er blekking eða grímudansleikur. En með samhuga undirbún- ingi allrar þjóðarinnar er hún mælikvarði, sem sýnir hvað íslendingar geta, eftir þúsund ára búskap í landinu, — hún er próf. Og það þykir fífla siður að ganga undir próf undirbúningslaust. Þessi stuttu þrjú ár verða því að vera einskonar upplestrartími. Það er varla við því að búast að þjóðin skapi mikið nýtt á þeima tíma, en hún getur fullkomnað sig í því sem hún kann og lagfært gallana á sveins- stykkinu sínu áður en hún skilar því. Hún verður að gera þetta — vegna sjálfrar sín. Eingöngu vegna sjálfrar sín. Aðrar þjóðir læra ekki af hátíðinni 1930, það erum við sjálfir sem eigum að læra. ]ú, aðrar þjóðir læra eitt: að þekkja Is- lendinga. Það verður okkur til gagns, ef rétt er að farið, en til ógagns, ef rangt er að farið. Sumir tala háðuglega um hátíðina og telja hana gerða til þess að sýnast fyrir útlendingum. Hún á að vera til þess að sýna oss sjálfum hvað við eruin — og útlend- ingum líka. Því er nú einu sinni svo varið, að eng- um miðar áfram metnaðarlausum, og þjóð, sem gref- ur sig lifandi eða fer í felur með sjálfa sig, lendir í eilífum skugga og lærir aldrei að þekkja sjálfa sig eða þroska sína eigin vitund. — — Það má ganga að "því vísu, að verkum verði skift undir hátíðina milli þeirra félaga, stofnana og einstakra manna, sem liðtækust teljast, og má það helst ekki dragast lengi úr þessu. Iþróttamenn- irnir þurfa ekki að bíða eftir verkaskiftingunni, því þeir vita hvaða hlutverk þeir eiga að rækja. En máske er þeim eigi jafn ljóst, hve mikið hlutverkið

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.