Íþróttablaðið - 01.01.1927, Page 7

Íþróttablaðið - 01.01.1927, Page 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 5 er. Nú vil ég biðja þá að muna vel og gleyma því aldrei næstu þrjú árin, að það eru þeir, sem eiga að setja svipirm á hátíðahöldin 1930. Geri þeir það, mun svo saman draga nieð þeim og íþróttamönn- um annara þjóða á næstu árum, að eftir 1930 mun það ekki þykja tíðindum sæta þó íslenskur maður setji Norðurlandamet. Fögur íþrótta- og fimleikasýning getur orðið minnistæðasti liður hátíðarinnar 1930. En þá verð- ur hún að vera sýning margra en ekki fárra. Hvert hérað landsins verður að senda að rninsta kosti eina tylft manna, er taki þátt í sem flestum íþrótt- um. Þátttaka íþróttamannanna á að verða í líkingu við það, sem hún er á Olymps-mótum, og hvert hérað að koma frarn sem sjálfstæður aðili. Skap- ast þannig holl samkepni milli héraðanna og þau héruðin fara að herða sig, sem nú eru aftur úr. Enn sem komið er eru það kaupstaðirnir, sem skara frarn úr í íþróttum, en í sveitunum hljóta að öllu samanlögðu að vera til betri íþróttamannaefni, en þar. Menn kenna strjálbýlinu um, en gæta þess ekki, að flestar útiíþróttir geta menn iðkað einir eða við annan mann, ef þeir að eins fá leiðbein- ingu í undirstöðuatriðunum og læra réttan stíl í byrjun. Þá leiðbeiningu veita námsskeiðin, sem nú er farið að halda víðsvegar um land. Og þeim fjölgar óðum, sem lært hafa að kenna íþróttir, svo þáttttakan getur orðið almenn, ef menn vilja. I sveitunum stendur íþróttahreyfingin víðast hvar á sömu fótunum og ungmennafélagsskapurinn. Sá félagsskapur virðist enn ekki hafa náð tökunum á því verkefni sem honum er ætlað, starfið gengur skrykkjótt og samvinnu vantar þar mjög. Nú virð- ist svo, ef dæma skal eftir þeim tillögum, sem fram hafa komið, sem félögin ætli að reyna að reka af sér slyðruorðið og hafa sæmilegan viðbúnað undir hátíðina. Sá viðbúnaður verður ekki eingöngu fólginn í aukinni íþróttastarfsemi. Hann þarf líka að beinast að endurvakningu alls þess, sem þjóð- legt er. Þátttaka íþróttamanna og ungmennafélaga á að vera sýning á æskulýð landsins og hugsjón- um hans og endurvakning þess, sem liðin saga þjóðarinnar á fegurst. Þetta má gera með íþróttasýningum og fleiru. Eg get nefnt eitt, sem gæti verið fullgilt fordæmi fyrir þátltökunni á þingvöllum 1930: fálkahátíðir (Sokol) Tjekka. Þær munu vera þær fegurstu æsku- hátíðir, sem nú eru haldnar í veröldinni. Sú síðasta var haldin í suniar. Þar er ekki að eins hafðar leikfimissýningar (sokol-félögin eru ungmennafélög sem hafa leikfimi sem aðalgrein á stefnuskrá sinni) heldur eru sýndir leikir, hafðar skrautsýningar af ýmsum viðburðum í lífi þjóðarinnar og því um líkt. Vil ég ráðleggja frömuðum ungmenna- og íþrótta- hreyfingarinnar að kynna sér fyrirkomulag þessara hátíða, sem flestum ber saman um að skari stór- um fram úr sjálfum Olymps-leikunum. Ungmennafélög landsins eiga að reisa sér búðir á Þingvelli að fornum sið, eina fyrir hvert hérað, og hafast þar við meðan á hátíðinni stendur. Þau eiga að halda þing á Þingvelli í vor, þar sem mæti fulltrúar frá hverju héraði á landinu, og gera þar endanlega skipun á öllum undirbúningi undir al- þingishátíðina. Undir eins í vor! Og fulltrúarnir eiga að byggja tóptirnar meðan þeir eru á þesssu þingi. Það er undirbúningur annarar meiri þegn- skylduvinnu, sem síðar kemur, nfl. þeirrar, að hlaða grjótgarðinn kringum þjóðgarðinn væntanlega. Því þjóðgarður varinn rneð gaddavírsgirðingu geturaldrei borið nafn með rentu. Framkvæmd þjóðgarðshug- myndarinnar á að byggjast á sjálfboðaliði æsku- lýsins íslenska. Hér er eigi rúm til þess að fara út í einstök atriði undirbúningsins. Þau verða íþrótta- og ung- mennafélögin sjálf að rökræða í samráði við aðal- forstöðunefnd hátíðahaldanna. Ég veit ekki hvort sú aðalnefnd er til enn þá. Mér er kunnugt um Þingvallanefndina gömlu, um alþingissögunefndina og um þíngmannanefndina frá í vetur sem leið, en hitt er mér eigi kunnugt hvort nokkurri af þeim nefndum er ætlað að hafa yfirumsjón með hátíða- höldunum og undirbúningi þeirra. Þau einstöku fé- lög og sambönd, sem ætla sér að taka þátt í há- tíðahöldunum, munu því tæpast vita hvert þau eiga að snúa sér. Væntanlega gengur næsta alþing frá þessu og gerir endanlega skipun um yfirumsjón hatíðarinnar. En hvað sem þessu líður, þá mega íþróttamenn- irnir ekki draga sinn undirbúning von úr viti og bíða eftir yfirvöldunum. Þeir verða að hefjast handa strax. Þess eru mörg dæmi, að menn hafi orðið góðir íþróttamenn á þremur árum, en á einu ári eða nokkrum mánuðum verður enginn það. Árið 1930 verður úr því skorið, hvort íslenskir íþrótta-

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.