Íþróttablaðið - 01.01.1927, Page 11

Íþróttablaðið - 01.01.1927, Page 11
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 9 Rvík, 1 á ísafirði (2 verðl.) og 1 Önundarfirði (2 verðl.). Er það kunnugt að fyrsta för Stefnismanns á íþróttamót í Rvík er landsfræg og »kóngabani« þjóðkunnur. (Guðni A. Guðnason feldi Sigurjón Pétursson og Tr. Gunnarsson). Þá átti fjelagið mann í Danmerkurför íslenskra glímumanna, er farin var í sumar (Gunnar M. Magnússon) og efa eg ekki að sá Stefnismaður hefir getið sér og félaginu ágætan orðstír. Félagið hefir haldið eitt íþróttamót hér í firðin- um — Langoddamótið. Það hefir og haft íþrótta- sýningar á Flateyri, Isafirði og 2 í Bolungarvík. — Vöktu þær allar athygli á fjelaginu og þóttu tak- ast sérlega vel. Tvisvar hafa Stefnismenn þreytt reiptog við ut- anfélagsmenn, hvortveggja sinnið með fullum sigri. »Stefnir« hefir tvisvar fengið hingað íþróttakenn- ara í félagi við ungmennafélögin hér í grendinni, og kappglímur hafa auðvitað oft verið háðar. Fé- lagið er eigandi að glímubelti Vestfjarða með U.- M.-F. Bol. og U.-M.-F. »Þróttur«, Hnífsdal, og hefir gengist fyrir tveim sundnámsskeiðum. — En þótt félagið heiti íþróttafjelag hefir það aldrei bundið starfsemi sína við íþróttir einar, enda er tilgangur fél. sá, að efla andlega og líkamlega atgerfi félaga sinna. Það hefir því haft ýmisleg önnur störf með höndum og yfirleitt látið margt til sín taka, er það hefir álitið til heilla sveit sinni. Hefi eg áður minst á þátttöku þess í að koma þessu húsi upp. Það styrkti og vatnsveituna hér og jólasjóðinn og stofn- un Leikfélagsins er algerlega verk »Stefnis«, en það félag hefir þegar getið sér góðan orðstír. Vfir- leitt hefir Iþróttafélagið »Stefnir« starfað á mjög líkan hátt og U.-M.-F. Má t. d. benda á að þeg- ar Guðm. h. Hjaltason var á fyrirlestraferð fyrir U.-M.-F. þá fékk »Stefnir« hann hingað til að flytja fyrirlestra. — Svo sem flestir munu vita, hafa U.- M.-F. gert mikið að því að laga vegi í sveitum, og »Stefnir« hefir líka talið sér skylt að gera slíkt hið sama. Er það starf vottur um göfugan, sann- mentaðan hugsunarhátt að fórna þannig kröftum fyrir heildarhaginn og hafa Islendingar til þessa átt of lítið af þeirri fórnarlund. En alt starf í fél. hefir þroskandi og göfgandi áhrif á hugi mann- anna, færir þá saman, kynnir þá og eykur samúð og skilning. »Stefnir« hefir jafnan átt því láni að QS3C3£3C3C3f3C3C3C3C3f3C3C3ÖÖC3C}t3C3C3C3CJC3C3C3Q£3£3C3G{3C3C3ÖC3 g g g Kaupbætir g £3 Enn er dálítið til af gamla Pvótti og 1. árg. Iþvótfa- g Q blaðsiiié. Vantar þó orðið í hvorttveggja. Nýir og {3 q gamlir kaupendur, sem vilja, geta fengið það sem til ^ £3 er af hvorutveggja blaðinu fyrir 2 kr. meðan upplagið g ö endist. Andvirði sendist með pöntun; má vera í óbrúh- (3 ^ uðum frímerkjum. q £3 C3 C3t3£3t3£3£3£3C3£3C3£3£3£3£3C3£3£3£3C3C3£3£3£3C3£3£3C3S3£3C3£3£3£3C3£3C3 fagna að eiga marga góða og nýta félagsmenn, og nærri mun eins dæmi slík órofa trygð, sem sum- ir þeirra hafa tekið við hann. Eru þess ekki fá dæmi, að þótt félagsmenn hafi flutt héðan alfari, þá hafa þeir þó ekki viljað segja sig úr félaginu, en greiða árgjöld sín skilvíslega. — Bendir þetta á, að þeir telji að fél. hafi gert þeim gagn. — Sú er og skoðun mín, að ekki sé minst um vert þau áhrifin, er »Stefnir« hefir haft á mýmarga félags- menn sína. Þar hefir æskan átt öruggan griða- stað, þar hafa, ef til vill, fæðst fegurstu framtíðar- draumar margra, og þar hafa máske margir fundið þróttinn í sjálfum sér og eigin kraft til að standa á móti freistingum. Félagið hefir jafnframt haldið málfundi, eru þeir alls orðnir um 180 að tölu, hafa þeir oft verið furðu fjölbreyttir og skemtilegir. »Stefnir« heldur og úti skrifuðu blaði, sem lesið er upp á fundun- um, er 7. árg. þess yfirstandandi. Með allri þessari starfsemi sinni, sem nú hefir verið drepið á, hefir »Stefni« tekist heilum vagni heim að aka, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og þröngan fjárhag. »Stefnir« hefir jafnan verð félag æskumannanna. Var ekki laust við í upphafi, og er ef til vill ekki með öllu enn, að hinir eldri litu starfsemi félags- ins hálfgerðu hornauga og teldu það vera óþarft áflogafélag. — En — »ef æskan vill rétta þér örf- andi hönd, þá ertu á framtíðarvegi«, og æskan hefir undanfarin 20 árin verið fús til að rétta »Stefni« örfandi hönd, og það er ósk mín og von að súgfirsk æska verði það ekki síður framvegis en liingað til, bæði vegna sjálfrar sín og félagsins. — Þá mun það og sjást, að »Stefnir« á enn þá mátt- inn til þess, að hjálpa æskunni til þess að efla líkam- lega og andlega atgerfi sína og til þess, að-bæta og prýða þessa sveit, sem elur oss og fóstrar. Þá munu enn þá vorheiðar vonir æskunnar vermast

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.