Íþróttablaðið - 01.01.1927, Síða 15

Íþróttablaðið - 01.01.1927, Síða 15
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 13 Líkamsmentun barna í höfuöstaðnum. Oft hefir mér blöskrað það hversu langt er frá því að stjórnarvöld Reykjavíkur (og líklega fleiri bæja) hugsi nokkuð um það, að börnin geti fengið að alast upp við holla útivist. A meðan bærinn var nógu fámennur, strjálbygð- ur, ummálslítill og gatnaumferð hægfara og lítil, gáfust þeim nóg leiksvæði og möguleikar til að nota þau. Þá gerði líka lítið til þótt þau notuðu göturnar fyrir leikvelli, þar var enga umferð að hindra og á fáu þörf fyrir þau að vara sig, þau voru ferðmest sjálf. En eftir því sem þéttbýlið hefir aukist og um- ferðin vaxið að magni og hraða, hefir dregið úr leikmöguleikum barnanni. Og nú er svo komið að þau meiga hvergi vera að leikjum. Þeim er hvergi ætlaður staður til þess, en bærinn orðin það stór, að oflangt er fyrir þau að fara út fyrir hann. Þau mættu líka leita langt, ef þau ættu að finna blett, sem þau mættu vera á, því alt hið næsta er löngu látið af hendi til Péturs og Páls og nú meira og minna ræktað og afgirt. Börn eru altaf börn. Þau verða að hafa eitthvað fyrir stafni og þau hljóta að hreifa sig. Húsagarð- arnir eru víðast smáir og lítilfjörlegir. Þeir eru þeim ónógir. Og hvað tekur þá við? Göturnar með öllum sínum »gæðum« og hættum! Þau vita að þar mega þau ekki leika sér, - það er bannað í lögreglusamþykktinni. En þau verða að gera það. Þau kynnast því jafnharðan og þau fá vit, að þau eru að gera það, sem er bannað, þegar þau koma út á göturnar með boltann sinn, gjörðina eða sleð- ann, eða ef náttúran býður þeim í snjókast. En þau eiga ekki annars úrkosta, þau eru neydd til að brjóta lögin starx og þau komast á legg, neydd til að hafa augun í öllum áttum, svo að þau geti varast lögregluna, og til að hafa við hana öll möguleg undanbrög og skrökva að henni, ef þau geta ekki falist nógu fljótt. Þannig er þeim kent að virða að vettugi lög og reglur, þau eru alin upp sem lögbrjótar og til að verða lögbrjótar. Og þegar í skólann kemur, er haldið áfram á sömu brautinni. Þau eru látin sitja — auðvitað meira og minna bogin og skæld — við bókalestur heima og yfirheyrslur í skólatímunum, en ekkert hirt um það eina, sem skólinn getur haft ráð á og unnið gæti dálítið upp á móti kyrsetunum og dregið þau dálítið af götunni, úr Bióunum, skröllunum og Billiarðknæpunum, sem sumir drengirnir kváðu vera farnir að sækja. En þetta eina er leikfimi, ef henni er rétt beitt. Þar geta börnin lært, og læra, reglu- semi, samtök og takt, fimi, snarræði og snerpu, fegurð í hreyfingum og formi og rétt og ákveðin handtök. En síðast og ekki sízt, leika, reglu- bundna, fallega og fjöruga leika, sem þau geta unað við aðrar stundir, þótt ekki hafi þau stærra svigrúm en dálítinn húsagarð. En til þess að hún verði að þessu gagni, verður leikfimin að vera meira en nafnið tómt, einn einasti tími á viku, hornrekustund, slitin langt úr sambandi við aðra námstíma, aðeins höfð til þess, að geta látið heita svo að leikfimi sé kend við skólann. Leikfimi má aldrei minni vera en þrjár stundir í viku, helzt ein á dag, og í sambandi við aðra kenslutíma, helzt fyrsta eða síðasta kenslustund, (alls ekki 1. stund eftir mat). En hve nær verða gerðar umbætur á þessu ? Hve nær verður farið að hugsa fyrir barnaleik- svæðum í bænum. — Hefir skipulagsnefndin gert ráð fyrir slíkum í nokkrum þeim bæjum eða bæj- arhlutum, sem hún hefir látið kortleggja? — Eða hve nær verður farið að bæta við leikfimishúsin í bænum? Þegar Latínuskólinn (nú Mentaskólinn) hafði innan við 100 nemendur, á þeim tíma, sem lítið var hugsað um leikfimi út um heim, var leik- fimishús hans bygt með búningsklefa fyrir 10—15 manns og seinna litlu bað-skoti. Þá þótti þetta höfðingskapur og húsið stórmyndarlegt. Til saman- anburðar má geta þess, að nokkru fyr var bygt við einn lýðháskólann í Danmörku leikfimishús, sem er töluvert meira en 4-sinnum stærra, getur tekið 200 manns í rað-æfingum, hefir búningsher- bergi fyrir þennan hóp allan, og áhorfendapalla fyrir 2—300 manns. Þetta hús dugir skólanum vel enn þá. — Og Mentaskólahúsið er látið duga enn, þótt nemandatalan hafi um það 4-faldast. Þegar barnaskóli Reykjavíkur var bygður fyrir 3—400 börn, var bygt við hann leikfimishús. Ef að leikfimi hefði verið nokkurs virt, þá var þetta strax ónógt því að skólinu var, og er, samskóli

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.