Eining - 01.08.1965, Blaðsíða 2
2
EINING
tengja svo saman lífsreynslubrotin að
úr verður heilbrigð dómgreind, nægileg
heilindi til að elska, töluvert af skírleik
og djörfung, og góður skammtur af
sjálfstrausti. Innifyrir er hljóðlaust tif
og stöðugleiki hamingjunnar býr um
sig.“
Ekki er unnt að villast á sanni ham-
ingju, segir höfundur, og getur þess, að
kona hafi líkt hamingjuástandinu við ó-
tvíræða jóðsótt. Orð konunnar voru
þessi: „Þegar kona gengur með fyi’sta
barn sitt, er henni nokkur ráðgáta,
hvernig jóðsótt muni vera og heldur þá
ef til vill, ef einhver óþægindi gera vart
við sig, að það sé þá upphafið. En svo
kemur að því að jóðsóttarkviður gera
vart við sig, og þá er ekki um að villast,
hún veit að þá er það alvara. Já, eitt-
hvað líkt þessu er að verða hamingju-
samur. Hvað eftir annað heldur maður-
inn að hann hafi höndlað hamingjuna,
en þegar það loks gerist, þá skynjar
hann það strax.“
„Enginn fæðist hamingjusamur,“seg-
ir greinarhöfundur og vitnar í orð
sálgreiningar-sérfræðingsins Erich
Fromm: „Hamingjan er ekki gjöf guð-
anna.“ Hana verða menn að ávinna sér
á ýmsa lund, segir höfundur. Sinnulaust
og áhugalaust fólk, sem engum geti
fómað neinu og skorti sjálfsvirðingu, sé
óhamingjan sjálf. Óhamingjusamt fólk
telji sjaldan sjálft sig eiga sökina á ó-
hamingju sinni, heldur eitthvað annað,
atvinnuna, hjónabandið, foreldrana eða
ill örlög, en orsökin sé jafnvægisskortur
hugarfarsins.Ófrjór og reikull geti mað-
urinn enga alúð veitt, hvorki í verki,
leik eða ást. I sinnuleysi sínu ætlist hann
til þess að ljósmóðir álfanna rétti hon-
um hönd, en reyni annars að fjarlægja
hugann frá sínum andlega tómleika.
„Hamingjusamasta sálin,“ segir Tim-
othy Dwight, er hann var rektor Yale
háskólans, „er sá, sem hugsar hinar
skemmtilegustu hugsanir.“ Og eftir ein-
um þeim mest virta sálfræðingi heims-
ins eru höfð þessi orð: „Því þroskaðri
sem skapgerð mannsins er, sálarlíf hans
auðugra og jafnvægisbetra, þeim mun
betri eru skilyrði hans til fullkominnar
hamingju, þótt alls konar þjáningar geti
gert vart við sig.“ Þá er og minnt á, að
Aristoteles hafi talið vitsmunaþroskann,
hæfileikann til að valda viðfangsefnum,
starfsþrek og nautn hvíldarinnar, und-
irstöðu hamingjunnar. Og Benedict
Spinoza hafi sagt hamingjuna fólgna í
því, að „maðurinn kunni að varðveita
og annast um sjálfan sig.“
„Ekkert á jarðríki,“ segir greinarhöf-
undur, „útilokar hamingjuna eins og á-
köf leit að henni. Söguritarinn Will Dur-
ant lýsir því, hvemig hann leitaði ham-
ingjunnar í fróðleiksöflun, en varð að-
eins vonsvikinn. Þá hafi hann reynt
ferðalög, en hlotið aðeins þreytu, aflað
sér auðlegðar, en borið úr býtum óró-
leika og áhyggjur. Hann hafi leitað
hamingjunnar í ritstörfum sínum, en
hlotið þrekleysi. Dag nokkurn sá hann
svo konu sitja í lítilli bifreið með sof-
andi barn. Maður steig út úr járnbraut-
arvagni, gekk til konunnar og kyssti
hana, og barnið mjög gætilega til þess
að vekja það ekki. Fjölskyldan ók af
stað, en eftir stóð Durant, gersamlega
gagntekinn af skilningi á eðli hamingj-
unnar. Hann slappaði af og komst að
þeirri niðurstöðu, að „sérhver eðlileg at-
höfn í lífinu veitti einhverja gleði.“
Vitnað er einnig í nokkrar setningar,
sem Richard E. Byrd, flotaforingi,
skrifaði um hamingju, er hann bjóst við
dauða sínum í heimskautsísnum. Hann
segir: „Mér varð ljóst, að eg hafði ekki
gert mér nægilega grein fyrir því, að
það eru hinir hversdagslegu, notalegu
og látlausu smámunir daglegs lífs, sem
mestu máli skipta. Þegar maðurinn get-
ur tileinkað sér nægilega samræmisfag-
urt og jafnvægisgott hugarástand og
einingu fjölskyldulífsins, þá nýtur hann
friðar. Þegar á allt er litið, er það raun-
verulega aðeins tvennt, sem manninn
varðar mestu, hver sem hann er, það er
ástúð og samhyggð fjölskyldunnar."
Greinarhöfundur getur þess, að sál-
fræðingur nokkur hafi kynnt sér sálar-
ástand 500 ungra manna, til þess að
fræðast um hamingju þeirra, og hann
komizt að þeirri ótvíræðu sannreynd,
að saman fari góð heilsa og hamingja.
Hamingjusamt fóllc sé sjaldnar lasið,
heilsist betur ef um lasleika sé að ræða,
jafnvel beinbrot og taugaskemmdir
grói betur. Hamingjusamt fólk virð-
ist einnig verjast ellinni betur. Hörund
þess er mýkra og litarfegurra, og það
gengur uppréttara en hinir, sem hug-
sýki og hugarvíl beygir. Darwin hefur
sagt: „Ör blóðrás gefur auganu líf,
kinnunum roða, huganum vængi og ást-
úðinni varma.“
„Hlátur og kæti,“ segir höfundur, „á
lítið skylt við hamingju. Frá kyiTð og
rósemd hamingjunnar heyrast sjaldan
hróp né hlátrasköll. Hún er of spök til
að æsast. Hún er fólgin í yfirlætislaus-
um sigurvinningum á allri minnimátt-
arkennd og heiðarlegu sjálfsmati.
Frakki nokkur hefur sagt, að vitrir
menn séu hamingj usamir með lítið, en
heimskingjar ekki með neitt. Auðvitað
hafa allir vitrir menn verið flón, en
umbreyting þeirra er nokkur ráðgáta.
Haltu til haga öllu sem færir þér
blessun — aðeins þöngulhausar ergja
sig yfir óhöppum og klaufastrikum. Gef
þér næði til að njóta gleðinnar. Goethe,
snillingurinn á sviði hamingjunnar,
minnti á, að hamingjan væri ekkert
stundarfyrirbæri fagnaðar, heldur var-
anleiki duldra krafta. Skerptu vit og
skilning, er þú virðir fyrir þér manninn
og alla ndttúruna, því að þetta, að
skilja og skynja þá sameiginlegu orku
og fegurð, sem í öllu býr, það er lífæð
hamingjunnar. Óttast aldrei að gefa þig
allan og algerlega. Bernard Shaw hefur
kallað það heilsulind lífsins, að hafa
slitið sjálfum sér upp til agna, áður en
honum er kastað á sorphauginn — ,fyll-
ing lífsorku, en ekki hrúgald af krank-
leika og armæðu.“ Tef aldrei — óham-
ingjan nærist á því að fresta átaksins
þar til að upp renni einhver ímyndaður
hamingjudagur í framtíðinni.
Dr. Fromm fullyrðir: „Hamingja
mannsins er sönnun þess, að honum hef-
ur lánast, að einhverju eða öllu leyti,
listin sú að lifa.“ „Fullkominn sigur,“
segir greinarhöfundur síðast orða, „er
sjaldgæfur, en list þessi er engin frá-
gangssök. Aldrei, aldrei ógerleg.“
□
Þeirra staður jbar
Öldungadeildarmaður í Colorado í Banda-
ríkjunum leggur fram í löggjafarþinginu
frumvarp um, að bannað verði að konur stundi
afgreiðslu í áfengisknæpunum. Þegar hann
lagði fram frumvarp þetta, sagði hann m.a.:
„Haldið konunni heima. Þar er hennar stað-
ur. Karlmenn megna betur en kvenmenn að
stjórna á vínveitingastöðunum."
Þeir drukkna í Höfnum
í mjög athyglisverðri grein segir norska
blaðið Folket, að þar í landi séu 11 þúsund
eða fleiri piltar á aldrinum 15—20 ára
skráðir árlega í fyrsta sinn á skipin. Und-
ir læknisskoðun verða þeir allir að ganga,
og sú skoðun samþykkir 999 of 1000, segir
blaðið. Rannsókn fór fram varðandi 254
pilta 15 og 16 ára og kom í ljós, að lög-
reglan hefði gjarnan viljað ná í 35 af
hvmdraði þeirra. Athugað var einnig um
40, sem skráðir voru á skip 1960, helftin
af þeim hafði gerst sekir við lög landsins
áður en þeir vistuðust á skipin.
Greinin f jallar um ýmislegt í sambandi
við þetta og þar segir á einum stað, að ár-
lega drukkni 115 af þessum piltum, og
meira en helmingurinn drukknar í höfn-
unum. Skyldi ekki áfengið vera þar með í
spilinu? Af öðrum slysum í flotanum voru
sjálfsmorð 13% árið 1964.
Hvað skyldu skýrslur segja um ýmislegt
þessu líkt á íslandi, ef þær væru til?