Eining - 01.08.1965, Blaðsíða 3

Eining - 01.08.1965, Blaðsíða 3
E I N I N G 3 Sambandsþing sænskra ungtemplara Ársþing Sænska ungtemplarasam- bandsins (S.G.U.) var haldið í Lundi dagana 3.—7. júlí s.l. Þar mættu tveir Islendingar, Einar Hannesson og Áre- líus Níelsson, en sá síðarnefndi var full- trúi I.U.T. á þinginu og flutti þar kveðju frá Islandi. Þing þetta var allfjölmennt, sem eðli- legt er, þar eð innan sænska sambands- ins eru nú starfandi rúmlega 300 deildir með 15 þús. félagsmönnum og konum, hefur þó heldur fækkað á árinu. En það var að vonum talsvert áhyggjuefni. Hvergi mun ungtemplarastarfsemin með öllu meiri blóma en í Svíþjóð. Það er því margt að læra af því að heim- sækja svona mót. Lundur, borgin þar sem mótið var haldið, er merkilegur staður eins og kunnugt er. Það er elzti háskólabær Svía og erkibiskupssetur Norðurlanda um margar aldir. Þar er því fornfræg dómkirkja og virðulegt háskólahverfi í gömlum stíl og í einum af samkomusöl- um Háskólans var þingið haldið. íslendingur hlýtur því að dást að mörgu. En sérstaklega hve allur undirbúningur er vandaður og allt vel skipulagt. Ræður eru stuttar um mál- efnin, sem lögð eru fyrir af allsherjar- nefnd. Mest áherzla virðist nú lögð á, að allt sé sem frjálslegast í starfshátt- um ungtemplara og reynt að hafa áhrif á löggjöf annars vegar en ófélagsbund- inn æskulýð hins vegar með mótum, námsskeiðum og útbreiðslustarfsemi. Einnig hafa sænskir ungtemplarar al- þjóðleg málefni á stefnuskrá sinni t.d. kynþáttavandamál, einkum Suður- Afríku, baráttu gegn hungri, bræðra- lag allra þjóða o.s.frv. Öll kvöld mótsins voru skemmtisam- komur, sem einkenndust af háttvísi, al- mennri þátttöku hvers einstaklings, all- Færeyjaför Hrannar Um 30 félagar úr UT-félaginu Hrönn heimsóttu Færeyjar um Ólafsvökuna og áttu þar mjög ánægjulega dvöl. Móttaka og fyrir- greiðsla færeyskra ungtemplara var framúr- skarandi góð. Myndin er af Hrannarfélögum, tekin um borð í skipinu á heimleið. ir voru með í öllu og yfir öllu var hlýr þjóðlegur blær, með almennum söng, þjóðdönsum og leikjum. Þekktir menn, t.d. landshöfðingi og fyrrverandi ráð- herra, fluttu ávörp og ræður. Átti að flytja íslenzkum Ungtemplur- um kveðjur frá þessu ársþingi Svía og það með, að margir hefðu mikinn hug á heimsókn til Islands á Norðurlanda- mótið í júlí næsta sumar. -k -k * * Alþjóðlegt námskeið ung- templara í Reinbek Dagana 10.—17. júlí sl.varnámsskeiS fyrir foringja og verðandi leiðtoga ung- templara haldið í Reinbek í nánd við Hamborg. Það var International Goodtemplar Youth Federation, sem nefnt er upp- hafsstöfunum IGTYF, sem stofnaði til þessa námsskeiðs og starfrækti það. Einn fulltrúi frá íslandi, sr. Árelíus Níels- son, sótti námsskeiðið og veitti stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu honum ferðastyrk og skal það þakkað hér. Þetta er fyrsta alþjóðlegt námsskeið, sem haldið er á vegum IGTYF og þótti takast ágætlega. Fluttar voru ræður og fræðsluerindi af mei'kum mönnum í bindindisstarfi um stefnu og starfs- Framhald á 4. bls. SUMARMÁL Ritstjórn blaösiðunnar: Guömundur I>6rarinsson og Einar Hanncsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.