Eining - 01.08.1965, Side 4
4
EINING
Bmdindismannamótin
Blöð og útvarp báru skemmtanalýðn-
um fremur góða söguna eftir verzlunar-
mannahelgina og var áberandi vand-
ræðum afstýrt hvarvetna. I Þórsmörk
þurfti þó að hafa við hendina sjúkrabil,
hjálparsveit og lögreglulið, en það var
víst víðar. Eitthvað var um beinbrot og
önnur meiðsli, getur þar hafa verið að
verki ýmist glannaskapur, ónærgætni
eða óhöpp, en „þurr“ mun þó Þórsmörk
ekki hafa verið.
Að minnsta kosti á tveim fjölmennum
bindindismannamótum fékk áfengis-
neyzla ekki að komast að, mótunum að
Húsafelli og í Vaglaskógi. Þriðja fjöl-
menna mótið var svo á Fljótsdalshér-
aði, en þar var ölvun einnig stranglega
bönnuð og mun þeirri ákvörðun hafa
verið framfylgt. Þetta fer vissulega allt
í rétta átt.
Talið var að 3000-4000 manns hefðu
komið til mótsins að Húsafelli. Þar
þurfti enga lögreglu, urðu engin bein-
brot né önnur meiðsli og engin óhöpp,
en þannig lánast lífið oftast þar sem
áfengispúkinn kemst ekki að, það er að
segja við allt félags- og skemmtanalíf
manna.
Mótið að Húsafelli hófst laugardags-
kvöldið 31. júlí. Formaður mótsnefndar,
Gissur Pálsson, setti mótið, en eftir það
var dansað í stóru tjaldi til kl. 2 e. mið-
nætti. Bæði kvöldin var flugeldasýning
og kyntur varðeldur. Söngstjóri við
varðeldinn var Árni Norðfjörð. Einnig
lék hann nokkra stund fyrir gömlu
dönsunum meðan bálið dvínaði.
Klukkan 2 á sunnudaginn fór fram
guðsþjónusta og framkvæmdi hana séra
Björn Jónsson, prestur í Keflavík. —
Mótsgestir nutu svo veðurblíðunnar og
gengu sumir á fjöll, en kl. 5 hófust
skemmtiatriði. — Þjóðdansaflokkur úr
Reykjavík sýndi þjóðdansa, Guðjón
Guðlaugsson flutti ávarp, farið var svo
í ýmsa leiki, reiptog og fleira var þar
til skemmtunar.
Klukkan 8 síðd. hófst svo kvöldvaka.
Árni Helgason, póst- og símstjóri í
Stykkishólmi, flutti gamanþætti og söng
gamanvísur við mikinn fögnuð tilheyr-
enda, þarf ekki að efa slíkt. Afhent voru
verðlaun fyrir keppni í starfsíþróttum,
sem fram höfðu farið fyrr um daginn,
en lokaþátturinn var svo fjörugur dans.
Mánudaginn var mótinu slitið kl. 11
árd. Fluttu þá ávörp Gissur Pálsson,
formaður mótsnefndar, Magnús Krist-
insson, frá Akureyri, Óðinn Geirdal, frá
Akranesi og séra Björn Jónsson. ólafur
Jónsson, umdæmistemplar, þakkaði svo
öllum, bæði starfsfólki og gestum fyrir
þáttöku í þessu glæsilega móti, og sagði
því slitið. Allt hafði gengið að óskum,
veðurblíðan leikið við mótsgestiogmenn
voru sammála um það, að framkoma
unga fólksins hefði verið svo góð, að
fram úr öllum vonum hinna bjartsýn-
Framhald af 3. bls.
háttu Ungtemplara og einkum störf for-
ystuliðsins, og var áberandi, hve ungu
áhugafólki var ráðið til að leita sam-
starfs við kirkjufélög, presta og ung-
mennasambönd í skólum og yfirleitt
hvar sem unnt væri að beita áhrifum
til bindindisfræðslu og félagslegrar upp-
byggingar. En hins vegar bent á, að
gefast ekki upp þótt starfshópar templ-
ara sjálfra væru fámennir. En hafa þá
þeim mun kraftmeiri líkt og orkustöðv-
ar.
Helztu erindin nefndust:
1. Starf ungtemplarans í nýtízku ver-
öld.
2. Alþjóðlegt ungtemplarastarf nú á
dögum.
3. Ábyrgð góðtemplara í borgara-
legu samfélagi.
4. Starf þýzkra æskulýðssambanda.
5. Áfengisvandamálið og uppeldi
æskunnar.
6. Aðstoð við „þróunarlöndin."
Af þessari upptalningu sést hve mörg
og víðtæk viðfangsefnin voru. En auk
þessara umræðuefna voru kvöldvökur
til fræðslu og skemmtunar á hverju
kvöldi. Þar voru t.d. sýndar litskugga-
myndir frá Islandi og lesin íslenzk ljóð
og ein smásaga íslenzk í enskri þýðingu.
Þetta efni vakti mikla athygli og að-
dáun, og gáfu íslenzkir ungtemplarar
æskulýðsheimilinu í Reinbek þessar
myndir. En þetta æskulýðsheimili í
Reinbek er gömul höll auðugs Ham-
borgarkaupmanns í ákaflega fögru um-
hverfi skógarlunda og vatna.
Sýnir staðurinn vel, hve mikilsvert
þykir að búa vel að félagslegu uppeldi
þýzkrar æsku. En í þessu húsi eru hald-
in námsskeið um hin fjölþættustu við-
fangsefni félagslífs eitt af öðru árið um
kring.
Forstjóri móts þessa var Kurt Kirc-
hner frá Hamborg, en aðalstjórnendur
námsskeiðsins voru Marcel Hebbelinck
frá Belgíu og Arvid Johnsen frá Noregi.
ustu hefði farið. Þannig geta skemmt-
anir orðið sannkallaðar skemmtanir.
Móti5 í Vaglaskógi.
Blöðin hafa flutt þær fréttir af þessu
móti, að á því hafi verið mesti menn-
ingarbragur, engin óregla, lögreglan
þurfti ekki að sjá um annað en stjórna
umferðinni, engin slys urðu og engin
óhöpp. Fjölmenni var mikið, eitthvað á
fjórða þúsund, einnig þar, fólkið
skemmti sér vel, hljómsveitarmenn
höfðu orð á, hve gott hefði verið að
leika fyrir dansinum bæði kvöldin, en í
honum tók þátt um 800 manns, fólkið
var „bæði kátt og prútt,“ segir þar.
Skemmtilegt var að lesa það í frásögn-
inni, að piltar úr Æskulýðsfélagi Akur-
eyrarkirkju hefðu séð um helgistundir
bæði laugardags- og sunnudagskvöld og
hefðu þær heppnast sérlega vel.
Um 150 sjálfboðaliðar unnu ýms
störf í sambandi við mótið. Hér skulu
svo talin þau félagasamtök, sem efndu
til mótsins: Héraðssamband Þingeyinga,
Ungmennasamband Eyjafjarðar, Þing-
stúka Akureyrar, Æskulýðsráð Akur-
eyrar, skátafélögin á Akureyri, Æsku-
lýðssamband kirkjunnar í Hólastifti og
Iþróttabandalag Akureyrar. — Fram-
kvæmdastjóri mótsins var Þóroddur Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri Ung-
mennasambands Eyjafjarðar.
Góðar voru einnig fréttirnar frá hinu
fjölmenna móti í Hallormstaðaskógi.
Þar var margt til skemmtunar, svipað
því á hinum stöðunum og fór allt vel
fram. Tvö hundruð tjöld höfðu risið í
Bjarkarlundi, um 1500 manns komið
þar um helgina og allt gengið að óskum
á dansskemmtunum bæði kvöldin.
Mikið megnar alltaf góður vilji.
Ekkert samband
Afinn situr í hægindastólnum og hrýtur.
Minnsti snáðinn hefur skriðið upp á hné hans
og heldur áfram að snúa upp á hnappinn í
vesti hans.
Dálítið eldri bróðir kemur þá til sögunnar
og segir: Þetta gagnar ekkert. Þú færð ekki
samband við neina aðra stöð með þessu móti.
-K -K -K -k
Rétta leiðin
Starfsemi áfengisvamanefndar rikisins í
Frakklandi nær til unga fólksins. Það snýr
töluvert bakinu við áfengu drykkjunum og
kýs þá heldur hina óáfengu. Þannig drukku
Frakkar 4.700.000 lítra af eplasafa árið
1957, en árið 1963 drukku þeir 45.000.000
lítra af sama drykk. Það er 40 milljónum
lítra meira en fyrir 6 árum.