Eining - 01.08.1965, Síða 5

Eining - 01.08.1965, Síða 5
EINING 5 75 ára Kristjana 6. Benediktsdóttir Hinn 13. júní s.l. varð frú Kristjana Ó. Benediktsdóttir 75 ára. Hún er ein af elztu og dugmestu templurum hér í bæ, þeirra sem enn starfa. Þess vegna vill þetta blað senda henni kveðju og þakka ágæt störf fyrir bindindismálið. En þar hefur frú Kristjana staðið á verðinum síðan 1902, að hún gekk í stúkuna Úndínu í heimasveit sinni, Vatnsdalnum fagra. Síðan um tvítugs- aldur hefir frú Kristjana verið starf- andi í stúkunni Einingunni nr. 14 hér í Reykjavík og starfar enn. Þar hefir hún jafnan verið í fremstu röð vegna hæfi- leika sinna og mannkosta. Hún er gáf- uð kona, vel menntuð, fróð og minnug. Hún hefir setið mörg stórstúkuþing, sem fulltrúi stúku sinnar eða Umdæm- isstúkunnar nr. 1, en þar sat hún lengi í stjórn. Kristjana Ó. Benediktsdóttir Kristjana er vel máli farin, hagorð vel og góður leikari, enda var hún fyrr á árum aðaldriffjöðrin í skemmtanalífi stúku sinnar. Og muna má, að stofnend- ur Leikfélags Reykjavíkur voru margir félagar í stúkunni Einingunni nr. 14, því að þar stóð leikstarfsemi með mikl- um blóma. Þar voru þau félagar frú Stefanía Guðmundsdóttir, Bergþór Jó- sefson, Helgi Helgason o.fl. o.fl. — Kristjana hefur oft flutt erindi í stúku sinni og víðar, m.a. um marga þjóð- kunna templara. Hefur hún ritað ýmis- legt um störf góðtemplara, sem nú eru horfnir og mun það síðar koma að góðu gagni, þegar saga góðtemplara verður skrifuð. Kristjana ann hugsjónum góðtempl- ara og hefir sýnt það í starfi sínu. Hún er fyrirmyndar félagi, sem hinir yngri hafa lært mikið af, enda á hún góða vini meðal unga fólksins og — einnig, meðal þeirra, sem halloka hafa farið í baráttunni við Bakkus konung. — Þeim hefir frú Kristjana oft rétt hjálparhönd. En hér skal ekki meira sagt. — Um æfiatriði vísast til Kennaratalsins. Allir bindindismenn minnast frú Kristjönu með þökk og virðingu á þess- um tímamótum æfi hennar og óska þess, að henni endist enn um sinn heilsa og styrkur til þess að vinna að æðstu hug- sjón Góðtemplarareglunnar: Bræðra- lagi allra manna. Ingimar Jóhannesson. Gamall bær Þúsund ára gömul þjóð er ung í sögu mannkynsins, og enn yngri í saman- burði við myndunarsögu lands síns. Is- lendingar kunna furðu glögg skil á sinni stuttu sögu, og þó er margt hulið eða horfið með öllu í gleymskunnar djúp. Fornsögurnar eru ekki bókstaf- lega sannar, nema ef til vill í einstökum atriðum, en þær geyma hljóm og lit gengins þjóðlífs. Hinar yngstu og á- reiðanlegustu, Sturlungasögurnar, sýna aðeins takmarkað svið. Næmur hugur getur safnað sér þar nokkrum heimild- um, og stytt sér stundir við að spá í eyðurnar, en til þess að það reynist sannleikur, verður að gæta margra lög- mála og varúða. Sú kynslóð sem hverju sinni er að lifa sitt æviskeið, verður þess daglega áþreifanlega vör, að heildarsagan, þjóð- arsagan sem er að gerast um hennar daga, er ekki eina sagan í landinu. Hvert hérað á sína sérsögu, hver bær og sér- hver einstaklingur. Það eru þessar sér- sögur og einkasögur, sem heilla mest. Mikið væri gefandi fyrir að eiga þær sem flestar fullkomlega sannar á bók- felli, eða kvikmyndaspólu. Hverjar hafa sögur einstakra bæja og býla verið, allt frá landnámsöld? Skáld og sagnfræð- ingar leysa þá gátu ekki, nema að litlu leyti. Misjafnlega rökrænar hugleiðing- ar koma og fara. Meginþunga tjaldsins verður aldrei lyft. Saga Fnjóskadals í Suður-Þingeyjar- sýslu er einkennilega óglögg frá upp- hafi, enda hefir hún eigi verið rituð nema um fáar síðustu aldir, og aðeins í nokkrum dráttum, um suðursvæði dalsins. Alloft er þar farið eftir mis- góðum munnmælum, um það er einka- líf fólks áhrærir, og búnaðarháttu. — Landnámabók telur Þóri Snepil fyrstan landnámsmann í Fnjóskadal, og til eru munnmæli er herma frá skipulagi bú- skapar hans vítt um dalinn. Niðjar hans fóru margir til Eyjafjarðar. Einn af þeim var öngull, sá er Öngulsstaðir munu kenndir við. Sumir segja að forn Fnjóskdælasaga hafi verið til, rituð á skinn. Og getur það vel verið satt, en hefir þá snemma glatast. Fnjóskar eða hnjóskar eru nöfn á skrælnuðum birkirótahnyðjum er liggja lausar eða hálf-fastar í skógarbotnum þéttvaxins viðarlendis. Fnjóskadalur hefir auðsjáanlega verið alvaxinn birki- skógi á landnámsöld og líklega langt fram yfir Sturlungaöld. Skógar þeir hafa náð jafnlangt inn til landsins og landnám Þóris Snepils, eða til ódeilu. Á Bleiksmýrardal t. d. alla leið suður í innstu drög. Og jarðvegur fyllri, því þar sjást enn rofbörð á fulla mannhæð. Dal- urinn allur hlýr og fagur. Og er það enn, eftir margra alda uppblástur og eyðingu af skriðuföllum. Sumir segja, að orðið Ódeila, sem stendur í frásögn Landnámabókar tákni það, að Þórir hafi numið dalinn allt suður þangað, sem hann skiptist í þrjá inndali, en ekki lengra. Það getur þó naumast staðist, því að innan þeirrar ódeilu standa rúst- ir Nauthúsa-Þóris, samkvæmt munn- mælum. Munnmæli segja líka, að Þórir Snep- ill hafi gefið mönnum sínum lönd um dalinn. Sörla gaf hann Sörlastaði. — Fnjóskadalsbyggð hefir sennilega fyrst teygst þangað inn og suður á Timbur- valladal, þar sem mjög virðist aðlað- andi til aðseturs. Á síðari öldum gengu sagnir um mikla byggð þar og hefir sr. Benedikt Þórðarson, er var prestur á Brjánslæk og víðar, komið þeim í letur. Hann segir, að byggð á afdölum Fnjóskadals muni hafa lagst í eyði í Svartadauða á öndverðri 15. öld. Timb- urvellir voru kirkjustaður og um 1800 sást enn græn rúst, þar sem bærinn hef- ir verið, ekki lítill, og slétt grund um- hverfis. Mælt er, að þar hafi verið reisu- legur bær, með átján hurðir á járnum. Þar sem menn ætla, að kirkjan hafi staðið, var á nefndu árabili fallin skriða, og sáust óglögg merki kirkjunn- ar. Hringingar frá Timburvallakirkju eiga að hafa heyrst alla leið ofan á Kirkjuhól, örnefni um tveim bæjarleið- Pramhald á 6. bls.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.