Eining - 01.08.1965, Blaðsíða 9
E ININ G
9
eymdarlífi, sem áfengisbölið hafði búið þeim, og gert þá hæfa
til að lifa mannsæmandi lífi og verða nytsamir og dugandi
samfélagsborgar."
Ræðumaður kom víða við, minníisi á þátt bindindisstarfs-
ins í áfengislöggjöf og nauðsyn þess að þeim lögum sé vel
framfylgt, því að nú sé vaxandi áfengisneyzla í landinu og
verði því hið opinbera einnig að láta málið til sín taka. Einnig
rakti ræðumaður allverulega hið margþætta félagsstarf regl-
unnar.
Eftir þessa opnunarræðu var flutt mikið kvæði, sem einn
reglubróðir, Gunnar Nielsen, hafði ort, og svo kom
kve'ðja ríkisstjómarinnar.
Félagsmálaráðherrann flutti ræðu og bar fram kveðju
ríkisstjórnarinnar og viðurkenningu á hinu veigamikla starfi
Reglunnar í þjóðfélaginu, vék að hennar háa marki, bræðra-
lagshugsjóninni og eflingu samstarfs og samhuga, sem á væri
full þörf. Hann ræddi einnig nokkuð þátt hins opinbera varð-
andi áfengislöggjöf, meðferð drykkjusjúklinga og margs kon-
ar hjálparstarfsemi og félagsmálanna yfirleitt. Minntist á
hve þörfin væri mikil á rannsóknar-, fræðslu- og upplýs-
ingarstarfsemi varðandi áfengis- og bindidnismálið. Hann
lagði áherzlu á það, að þótt afskipti hins opinbera færu vax-
andi af þessum málum, mættu ekki áhugamennirnir, ein-
staklingar og félög slaka á klónni.
Hann óskaði bindindishreyfingunni til hamingju með
unna sigra og bauð upp á samstarf í framtíðinni.
Nokkrir erlendir og innlendir forustumenn bindindismála
fluttu svo ávörp og heillaóskir. Undir þær heillaóskir tökum
við íslenzkir bindindismenn og þökkum ánægjulegt samstarf
liðinni ára og hin góðu kynni.
Góð frétt frá
Afengisvarnaráði
Áfengisvarnaráð hefur ráðið Sigurð
Gunnarsson, kennara, erindreka þetta
ár, og hefur ráðið þá tvo menn í þjón-
ustu sinni. Sigurður hefur þegar hafið
starf sitt, sem verður á sviði félags-
mála og ekki sízt í þágu bindindishreyf-
ingarinnar og eru við það bundnar rík-
ar vonir, en Sigurður er mikill hug-
sjónamaður um bindindismálið, kapp-
samur, samvizkusamur og ötull. Hefði
verið vandfundinn hæfari maður til
þessa starfs.
Okkur, sem þekkt höfum Sigurð
Gunnarsson um áratugi, starfsgleði
hans, brennandi áhuga og einlægni, og
drengskap í hvívetna, er það gleðiefni
að hann tekur nú að sér þetta starf,
hvort sem verður í bráð eða lengd.
Þörfin er mikil, en aldarfarið mjög ó-
hagstætt og slíkt starf því bæði vanda-
samt og erfitt. Við hreyfum okkur ekki
á þessum árum í hugsjónaheimi alda-
mótamannanna, en hver veit nema „aft-
ur komi vor í dal,“ en eitt er víst, að
Hin heilaga glóð
Álitið það, bræður mínir, eintómt gleði-
efni, er þér ratið í ýmiss konar raunir, með því
að þér vitið að reynsla trúar yðar verkar þolgæði,
en þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess
að þér séuð fullkomnir, og algjörðir og yður sé í
engu ábótavant.
Ef einhvern yðar brestur vizku, þá biðji hann
Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og
mun honum gefast; en hann biðji í trú, án þess
að efast; því að sá sem efast, er líkur sjávaröldu,
er rís og hrekst fyrir vindi. Sá maður má ekki
ætla að hann fái nokkuð hjá drottni, hann er tví-
lyndur maður, reikull á öllum vegum sínum.
Jakobsbréf 1, 2-8.
Hér eru þrjú megin atriði: Bænin, trúin, full-
komleikinn. Mikla hugarþjálfun þarf hinn biðj-
andi maður að temja sér, til þess að geta verið
fullviss og öruggur um bænheyrslu, og alls ekki
efast. Hér er mikill leyndardómur. Efinn útilokar
bænheyrsluna. Þetta sýnir hver máttur trúarinnar
er. Hinir fyrstu kristnu settu markið hátt. Það
var fullkomleiki. Ekkert minna. Hinn nýi maður,
umskapaði maður, átti ekki að standa öðrum fæti
á þrönga veginum, sem til lífsins leiðir, og hinum
fætinum á breiða veginum, sem til glötunar leiðir.
Enga hálfvelgju, heilan hug, óskipt hjarta, helgað
guði, sannleika, réttlæti, kærleika.
— ---------——---------------------------------------------1
girninnar. Réttlæti, ráðvendni, sann-
girni. Þetta er hin örugga undirstaða
varanlegs friðar og farsældar þjóða.
Þetta eru hinar kristilegu dyggðir, og
segi kynslóðin í orði og breytni um þær
„farið heilar fornu dyggðir," þá fer
einnig velferð þjóðanna og heimsfriður-
inn.
Gætum vel hins dýrmætasta.
lliálshættir
Eins og vera ber er betra mál á heilagri
ritningu en Morgunblaðinu. í Morgunblað-
inu 21. júlí sl. var málshátturinn þannig:
Sá lati segir: Það er ljón á veginum. Ritn-
ingin: Letinginn segir: Ljón á götunum.
Annars er greinin öll á þessa leið: Leting-
inn segir: Óargadýr er á veginum, ljón á
götunum.
Ekki lýsir næsta ritningargrein letingj-
anum ver: Hurðin snýst á hjörunum og let-
inginn í hvílu sinni.
Orðskviðirnir ættu að vera eins konar
handbók allra manna.
IMýr drykkur
Rússneskur læknaprófessor hefur fram-
leitt nýjan drykk úr tómatsafa og súrefni,
og er hann talinn hollur vera.
Alert nr. 2, 1965.
ekki mun Sigurður liggja á liði sínu og
margar góðar óskir munu fylgja honum
að starfi.
>é >f >f X- X-
VaxtarmarkrriLð'Lð
„Að lepja upp mola um lífsins stig
og láta ekki baslið smækka sig.“
Þannig kvað Klettafjallaskáldið. —
Þetta blað er ágjarnt á dýru „molana“
— gullkornin. í sunnudagspistli séra
Eiríks J. Eiríkssonar, í Morgunblaðinu
18. júlí sl. eru m. a. góðra setninga
þessar:
„Hann var alla ævi réttlátur ok ráð-
vandur, gjöfull og góðgjarn, en aldrigi
auðigr.“
Lýsingu þessa á fyrsta biskupi lands-
ins hefur séra Eiríkur úr Hungurvöku.
Alla ævi réttlátur og ráðvandur, gjöf-
ull og góðgjarn.
Þetta er aðalsmark hinnar sönnu
menntunar og manndóms. Stefni ekki
uppeldi einstaklinga og þjóða að þessu
— réttlæti og ráðvendni — þá gagnar
lítt „glys og auður og gullið drauma-
vor,“ þá eru þjóðir á helvegum eigin-