Eining - 01.08.1965, Page 11

Eining - 01.08.1965, Page 11
E I N I N G 11 BLIK Arsrit Vestmannaeyja ■ EÐ vorfuglinum sl. vor kom Blik fljúgandi til okkar, ekki þó frá fjarlægum löndum, aðeins frá Vestmannaeyjum. Þetta er 25. árgang- urinn, mikil bók, á fjórða hundrað blað- síður, skreytt miklum fjölda mynda, sem einnig fylgir mikill fróðleikur, lang- ir nafnalistar og skýringar. Til dæmis er þar mynd af Vestmannaeyjabyggð fyrir 50 árum og þar tölusett og nafn- greind 50 hús og sérstakir staðir. Allt er ritið fróðlegt mjög og fjölþætt. — Helztu greinarnar eru: Séra Jón Þor- steinsson. Leiklistarsaga Vestmanna- eyja, 2. kafli. Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum. Lýðháskólinn í Voss í Noregi 70 ára. Svo eru margar minni greinar um menn og ýms málefni, fróð- legar og læsilegar, gamanmál er einnig í ritinu. Þar er alltaf þáttur Spaugs og spés og fleira þessháttar. Af öllu lesmálinu tók hug ritstjóra Einingar mest ritgerðin um lýðháskóla, eftir Þorstein Þ. Víglundsson, útgef- anda Bliks. Eining hefur mikinn hug á þessari grein, en að þessu sinni ætlar hún þó ekki að hnupla nema aðeins byrjuninni. Hún er á þessa leið: „Eftir að Þjóðverjar höfðu valdið dönsku þjóðinni dýpri sárum í ófriðn- um 1864 en henni fannst fyrst í stað að hún gæti afborið, skapaðist með henni skólahugsjón, sem varð að veruleika. Skólahugsjón þessi voru lýðháskólarnir dönsku, sem frægir eru um alla jörð sökum þeirra afreka í uppeldis- og menningarmálum, sem sagan og reynsl- an hafa sannað sl. öld. Faðir lýðháskól- anna dönsku var séra Nicolai F. Severin Grundtvig, sálmaskáld og andlegur vík- ingur. Hann skildi það, að andleg eigin verðmæti dönsku þjóðarinnar yrði að rækta í þjóðarsálinni sjálfri til þess að efla með henni siðferðilegan styrk og valda þar vexti andlegs þroska. Hið eld- gamla norræna lífstré stóð enn fagur- grænt. Allt uppeldi þjóðarinnar skyldi gerast á þjóðlegum grundvelli. Tjáning þjóðsögunnar og þó sérstaklega per- sónusögunnar skyldi sem mest fram fara með hinu lifandi orði, og persónu- leiki fyrirlesarans (kennarans) orka á sálarlíf nemandans. Skólastarfið skyldi slungið þrem meginþáttum til uppeldis- áhrifa. Það skyldi vera gagnsýrt kristn- um anda, norrænum anda og þjóðlegum anda. Þannig skyldu þessir nýju skólar efla með dönsku þjóðinni siðferðisstyrk Hannes Johsson stundaði bjargveiðar hér í áttliögum sínum í mörg sumur á yngri árum. Hér sést hann með tveim vinum sínum. Stakkagerði Gísla gullsmiðs Lárussonar. Fólk við lieyskap. — Frá vinstri: Guðbjörg, kona Þorkels heitins í Sandprýði; Theodóra Gísladóttir, elzta barn Stakkagerðishjónanna; Jóhanna Árnadóttir, kona Gísla; Ágústa Lárusdóttir, systir Ólafs lieitins liéraðslæknis. Skólastjóri og kennarar lýðháskólans í Voss 1951—1952. — Frá vinstri: Oystein Eskeland, skólastjóri, Martin Mölster, frk. Vettvik, Hirth, smíða- kennari, og Ingjald Bolstad, núverandi skólastjóri. íslendingar við nám í lýðháskólanum í Voss 1922—1923. — Frá vinstri: Sigurður Jónasson, pípulagningameistari í Reykjavík, Þ.Þ.V., Haraldur heit. Leósson, kennari á ísafirði, og Guðjón Sigurðsson, garðyrkjubóndi í Gufudal í Hveragerði.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.