Eining - 01.08.1965, Blaðsíða 14
14
EINING
Ársþing íslenzkra
Sjöunda ársþing ÍUT hófst að Jaðri
föstudagskvöldið 13. ágúst sl. Þingið
setti séra Árelíus Níelsson, formaður
IUT og flutti ávarp. Ávarp flutti einnig
Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar, en
aðalræðuna flutti Árni Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögm., þróttmikið erindi. Þá
söng Erlingur Vigfússon nokkur valin
lög, en undirleik annaðist Ólafur Vignir
Albertsson. Söngur Erlings vakti mikla
hrifningu og var það ekkert undur, því
að söngur hans var afburða mikill og
góður.
Þingið tók svo til starfa. Formaður
lUT flutti starfsskýrslu hins liðna árs
og skipaðar voru nefndir. Almennur
söngur var milli þátta. Til þings komu
24 fulltrúar, auk stjórnar.
Allmargir gestir voru við þingsetn-
inguna, meðal þeirra stórtemplar, Ólaf-
ur Þ. Kristjánsson, skólastjóri, séra
Kristinn Stefánsson, áfengisvarnaráðu-
nautur, séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son, séra Bragi Friðriksson, Pétur
Björnsson, erindreki Áfengisvarnaráðs,
Hannes Þ. Sigurðsson, formaður Æsku-
lýðssambands Islands og Sveinbjörn
Óskarsson, formaður Sambands bind-
indisfélaga í skólum, svo að nokkrir séu
nefndir.
Þegar líða tók á kvöldið var þingfundi
frestað til næsta dags og settust þá
bæði gestir og fulltrúar að kaffiborð-
um í hinum mjög svo rúmgóða og vist-
lega fundarsal. Fluttu þá nokkrir gest-
anna stuttar borðræður, einnig var
sungið liressilega. Allt var kvöldið mjög
notalegt, og vissulega var það uppörf-
andi fyrir okkur gömlu mennina að sjá
þarna ungu kynslóðina að störfum,
myndarleg ungmenni ráðin í því að
halda áfram sókninni gegn vágestinum
mikla, og óhætt er að fullyrða, að for-
usta þessarar sveitar er góð. Þar fara
saman bæði hin máttugu hjartaöfl og
hyggjuvit.
I stjórn IUT voru kosnir þessir:
Séra Árelíus Níelsson, Grétar Þorsteins-
ungtemplara
son, Gunnar Þorláksson, Alfreð Harð-
arson, Hreggviður Jónsson, Loftur
Hauksson og Guðný Gunnlaugsdóttir.
Jaöarsmótiö
Laugardaginn 14. ágúst hófst svo hið
árlega Jaðarsmót, og kom þar yfir 900
manns. Fór þar allt fram hið bezta.
Séra Árelíus Níelsson flutti guðsþjón-
ustu, en svo var allmargt til skemmtun-
ar, íþróttir, leikir og fleira. Verður
sennilega nánar skýrt frá þessu í næsta
blaði.
-K -K -)< -K -K
„Komi ríki þitt ”
Þannig kenndi Meistarinn lærisvein-
um sínum að biðja, en svo flutti spá-
maðurinn eitt sinn orð frá guði á þessa
leið: Þeir dýrka mig með vörunum, en
hjarta þeirra er langt í burtu frá mér.
Vissulega hefur þessi bæn, kom ríki
þitt, oft verið flutt í alvöruleysi um
aldaraðir, en líka í fullri einlægni og al-
vöru. Og enn eru þeir kraftar miklir og
góðir í mannheimi, sem leitast við að
efla ríki guðs á jörðu og frið meðal
manna.
Hvernig má þetta verða, að ríki guðs,
ríki réttlætis og friðar, fái völdin í
heiminum? Eru nokkrar horfur á því
að einhverjar stjórnmálastefnur fái
þessu til vegar komið ? Getur nokkuð af-
rekað þetta, nema ræktun hugarfarsins
og efling guðshyggjunnar. Víst átti al-
ræði öreiganna að setja til valda jöfnuð,
frið og réttlæti, en horfurnar eru ekki
glæsilegar í þeim efnum.
Lesbók Morgunblaðsins flytur þann
boðskap 11. júlí 1965, eftir George Feif-
ir, að „Rússar skjóti braskara sína.“
Þar er sagt að fjársvikamenn séu tekn-
ir af lífi bæði í Póllandi og Rússlandi.
Þar er sagt að „hópur gjaldeyrisbrask-
ara“ hafi verið „tekinn af lífi í Lenin-
grad 1961,“ einnig er talað um aðferð
við „aftöku nokkurra hópa,“ og sagt að
„allt að því að 200 sovézkir borgarar
hafi verið teknir af lífi síðustu fjögur
árin, fyrir auðgunarglæpi.“
Rússar hafa víst fengið nægar sann-
anir fyrir því, að eitthvað meira en á-
kveðið skipulag þarf til þess að ala upp
strangheiðarlega menn. Skipulag er
nauðsynlegt, líkt og hver varnargirðing,
og skipulagið þarf að vera gott og rétt-
látt, en samt getur það ekki komið í
stað sjálfrar ræktunar garðsins - rækt-
unar mannlífsins. Það þarf að rækta í
sálarlífi mannsins, og hann þarf sjálf-
ur að rækta í sér hið guðlega eðli
hversu gott sem skipulagið kann að
vera. Menn ættu að vera búnir að læra
nægilega mikið af mannkynssögunni og
reynslu þjóða, til þess að geta tekið
þetta réttum tökum. Það nægir ekki að
biðja, komi ríki þitt, nægir ekki að
biðja um góðleik, menn verða að í'ækta
hann og setja hann til valda.
-K -K -K
KÆRU KAUPENDUR EININGAR
Eigum við að láta blaðið lifa eitthvað
lengur eða eigum við að láta það lognast
út af ? Miklu merkari blöð en Eining deyja
á þessum byltinga- og umbrotatímum. Hin-
ir gömlu og trúföstu kaupendur blaðsins
falla nú í valinn hver af öðrum, og fáir
koma í þeirra stað. Unga fólkið flettir
myndablöðum og gleypir í sig ástarsögur
og „hörkuspennandi1- lesmál. Það er sterk-
ara bragð að slíku en Einingu. Hennar
áhugamál er ekki hið eftirsótta lesmál
fjöldans.
Já, hvað segið þið? Er Eining leiðinleg?
Viljið þið að hún fái annan ritstjóra? Er
komið ellibragð að blaðinu? Verið hrein-
skilin við mig, eg kann að meta hreinskilni.
— Eða viljið þið útvega nýja kaupendur,
er það hægt, og láta það svo halda áfram
að lifa. Ef sá fjöldi manna í landinu, sem
ann reglusemi og góðu siðferði, teldi það
ómaksvert að sinna blaðinu eitthvað meira,
þá væri því vel borgið. Það er ekki svo, að
blaðið eigi ekki enn allstóran lesendahóp
og góðan, og tryggja kaupendur, en við-
hald þyrfti helzt að vera gott en engin
rýrnun. Þetta er allt til athugunar og fram-
tíð blaðsins getur verið nokkur ráðgáta.
Hún fer eftir því, hve margir óska því
lengri lífdaga.
Með beztu kveðju og þökk fyrir viðskipti
liðinna ára.
Pétur Sigurðsson.
Bindindismenn! Ifliíl ÁBYRGÐ — tryggingafélag
ykkar, og þaíl mun efla samtök ykkar.