Eining - 01.08.1965, Qupperneq 15
E I N I N G
15
*
Otemjur
Þær eru víðar en að Laugarvatni,
Þjórsárdal, Þórsmörk og Hreðavatni.
Aftenposten, Oslo, 19. júní 1965, grein-
ir frá því, að í skólaleikhúsi í Bergen
hafi orðið að vísa á dyr 500 skólaungl-
ingum. Það voru hinir yngstu gestir
skólaleikhússins, unglingar úr áttundu
og níundu bekkjum skólanna.
Einhv'erjir þeirra léku sér að því að
kasta bréfhnoðrum, sykurmolum eða
peningum í hljómsveitina. Einn tíeyr-
ingurinn hitti rétt undir auga eins
hljómlistarmannsins. — Nokkru áður
hafði eitthvað svipað komið fyrir, en þá
var eitt hljóðfærið skemmt. Að þessu
sinni féll tjaldið í miðjum klíðum og
öllum hópnum var vísað á dyr, en senni-
lega hafa þó fremur fáir verið sekir,
en eins og fyrri daginn, gjalda saklaus-
ir hinna seku. Það er raunalegt, hve
þessi ótemjuhópur meðal æskumanna
setur víðs vegar ljótan blett á ungu kyn-
slóðina. Eitthvað er þar bogið við eðli
og uppeldi.
Þetta skólaleikhús í Bergen hefur
haft orð á því, að til mála geti komið
að útiloka þessa yngstu bekki leikhúss-
ins, vegna óspektanna.
Þáttur kirkjunnar
í bindindisstarfi
Þáttaka kirkjunnar í þessu erfiða en
einu mikilvægasta siðbótarstarfi hefur
verið frá upphafi bindindishreyfingar-
innar miklu meiri en menn gera sér al-
mennt ljóst. Blaðið hefur áður borið
fram nokkur haldgóð rök þessu til sönn-
unar.
Snemma í júnímánuði 1965 kom sam-
an í Oslo framkvæmdanefnd heimssam-
bands bindindisráða kristinna safnaða.
10 komu þar frá stjórn sambandsins og
tíu fulltrúar frá bindndisráði kristinna
safnaða í Noregi, en framkvæmdastjóri
þess, presturinn og kristniboðinn G.
Rinvold, er varaforseti heimssambands-
ins.
Aðalviðfangsefni þessa fundar var
undirbúningur ráðstefnu eða þings
heimssambandsins, sem háð verður á
næsta ári í Genf. Að loknum þessum
framkvæmdafundi var svo önnur ráð-
stefna um áfengisvandamálið yfirleitt.
Framkvæmdastj óri heimssambandsins,
dr. Hans Schaffner, frá Svisslandi,
minnti á, hve geigvænlega áfengis-
neyzlan færi vaxandi um heim allan,
ekki aðeins í hlutfalli við fólksfjölgun-
ina, heldur samhliða velgengninni og
auknu frjálsræði þjóða. Til dæmis benti
hann á, að í þróunarlöndunum væri tal-
ið að 10—15 af hundraði íbúanna fær-
ust sem áfengissjúklingar, meðaltalan
væri annars í heiminum yfirleitt 5—10
af hundraði. Sóknina gegn áfengis-
neyzlunni þyrfti að auka mjög í þróun-
arlöndunum.
Á þingi heimssambands bindindis-
ráða kristinna safnaða í Genf næsta ár
verður þetta mál rætt og áfengisbölið
yfirleitt útfrá sjónarmiði kirkjunnar.
Gott væri og æskilegt að einhver áhuga-
maður eða áhugamenn gætu setið það
þing sem fulltrúar Bindindisráðs krist-
inna safnaða á Islandi. í framtíðinni
hlýtur kristin kirkja að sinna þessu
vandamáli af fullri alvöru, sem er orðið
svo nærgöngult, að ýmsir hæfustu for-
ustumenn félagsmála, eins og t. d. í
Svíþjóð, telja það mestu meinsemdina
í þjóðfélagi og félagslífi velferðarríkis-
ins.
Lungnakrabbinn skæðastur
þar sem mest er reykt
Undanfarin ár hefur staðið yfir rann-
sókn í Noregi og Finnlandi á samhengi
tóbaksreykinga og lungnakrabba. 1
Finnlandi er mikið reykt og miklu fleiri
deyja þar úr lungnakrabba en í Noregi,
og fleiri deyja í þeim byggðum og bæj-
um Noregs af völdum krabbans, þar
sem mikið er reykt, heldur en hinum.
Hæst er dánartalan af þessari orsök í
Oslo.
Öðruvísi þá
Kona nokkur var að skoða hatta en fann
engan nógu góðan. Spurði þá afgreiðslu-
stúlkan, hvort hún fynndi engan, sem hent-
aði henni.
— Nei, sagði frúin. Það er einkennilegt,
að nú ádögum er helzt ekki hatt að fá, sem
gerir mann unglegan. Það var annað fyrir
þrjátíu árum.
Leiftrétting
Það gleymdist að geta höfundar greinar-
innar, „Hvemig brennivínið varð til,“ sem
birtist í síðasta tölublaði Eningar. Þýð-
andinn var nefndur, en höfundurinn var
Leo Tolstoj.
')rá 'JiwwlauM
Nokkuð er síðan að haldinn var um-
ræðufundur áfengisvarnanefnda í Finn-
landi á vegum félagsmálaráðuneytisins
þar.
Á fundinum mættu yfir 600 fulltrú-
ar hvaðanæva að.
Þar voru samþykkt mótmæli gegn
ráðstöfunum áfengisverzlunarinnar,
sem gera ráð fyrir að ölstofur séu
staðsettar sem víðast úti um landið.
Fulltrúafundurinn telur það mjög
áríðandi að þegar breyta skal áfengis-
löggjöfinni, sé ekki losað um neitt af
þeim ströngu reglum, er nú gilda, m.
a. að ekki verði auðveldara að ná sér
í öl og áfengismiðlun verði ekki aukin.
Fundurinn lýsti sig andvígan ráð-
stöfunum áfengisverzlunarinnar um að
dreifa ölstofunum út um bæi og sveitir.
Áfengisvarnirnar þurfa að vera mik-
ilvirkari í öllum skólum og öllum fé-
lagasamtökum með tilliti til þeirrar
kröfu um bindindissemi, er þjóðfélagið
gerir til allra á þessum vélvæðingar-
tímum.
Fundurinn mælist til þess að íþrótta-
félögin geri félagsmönnum sínum ljóst,
hve mikilvægt það er að lifa bindindis-
sömu lífi við iðkun íþrótta og á allan
hátt.
Útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og ann-
að slíkt, sem dregur að sér athygli al-
mennings, eiga að áliti fundarins, að
fella niður þá dagskrárliði, sem spilla
fyrir bindindisstarfsemi, en í staðinn
keppa að því að veita sem bezta þjón-
ustu siðgæðislega og þjóðhagslega.
í öllum sveita- og bæjarfélögum þarf
að stai’frækja tómstundaiðju með æsku-
fólki, er þroski það og bæti.
Fundurinn beinir því til allra ábyrgra
borgara í öllum stéttum og hvar sem
er, að vinna ötullega að almennri bind-
indisstarfsemi.
Að lokum lýsa áfengisvarnanefndirn-
ar yfir því, að þær séu reiðubúnar að
vinna með öllum þeim, er vilja stefna
að þessu marki.
(Áfengisvarnaráð í’íkisins).
Maður nokkur sem kominn var inn í járn-
brautarvagn, kvartaði imdan því við þjón-
inn, að hann hefði fengið klefa þar sem
hermaður væri fyrir.
— Er hann nokkuð hættulegur? spurði
þjónninn.
— Nei, en þetta er hermaður úr hjálp-
ræðishernum.
— Já, ekki er hann hættulegur, svaraði
þjónninn aftur.
— Nei, en þetta er ungrn- kvenmaður.