Eining - 01.03.1970, Blaðsíða 9
EINING
9
Eitt af furðuverkum
tilverunnar
ÚTVARPSERINDI
Sugur mannsins er fljótur í förum. Mér er því óhætt að
bjóða tilheyrendum mínum að skjótast með mér á
■vængjum hugans suður í Brasilíu. Við staðnæmumst þar í
skógarrjóðri og virðum fyrir okkur litla, loðna og ósjálega
skepnu, sem liggur þar á grænu laufblaði og virðist ekki vita
annað í þenna heim og ekki eiga annað áhugamál, en að rífa
sem mest í sig af laufblaðinu, sem það liggur á. Þessi litla
lirfa er gersamlega limalaus, á henni eru hvorki klær né hend-
ur, fætur né vængir. Hún er eineygð og sér aðeins framundan
sér og mjakar sér áfram á eins konar sogskálum, og þegar
hún er búin að rífa í sig eitt blaðið, mjakar hún sér áfram á
hið næsta og svo koll af kolli allan daginn fram á rauða nótt.
Auga hennar er starandi, munnurinn stór og gengur látlaust,
jóðlar í sig grænu blöðunum og á 24 klukkustundum tekst
þessari ósjálegu veru að tvöfalda líkamsþyngd sína — og hví-
líkt guðs kraftaverk, því að vegna þessa mikla áts af nær-
ingarríkri fæðu verður hún á 30 dögum níu þúsund, og fimm
hundru'ö sinnum þyngri og stærri en hún var í upphafi til-
veru sinnar.
Þetta mikla át lirfunnar stefnir þó að öðrum miklu glæsi-
legri og dásamlegri tilgangi en þeim einum að stækka. Þar er
safnað kröftum til að ummyndast til dýrðlegrar framtíðar. Á
þessu vaxtarskeiði er tilvera lirfunnar þó mjög tilkomulítil
og lítið getur hún séð af hinni fögru veröld, með þessu eina
starandi auga sínu. I stað þess að fá einhverja hugmynd um
stærð og mikilleik heimsins, sér hún lítið annað en laufblaðið
sem hún étur. Samt er þetta vaxtarskeið hennar mjög mikil-
vægt, en hina fyrirhuguðu glæsileg uframtíð sína getur hún
að engu gert með tvennu móti. Með því að vanrækja næringu
sína og varnir gegn lúmskum óvini, sem erfitt er að varast.
Af þessu gætu ungmenni okkar lært dýrmæt sannindi, en þau
eru oft gálaus og vanhyggin. Sennilega hlusta þau ekki á mál
mitt að þessu sinni, en til þeirra vildi ég helzt tala. En höldum
okkur nú við efnið.
Hætta lirfunnar var hér nefnd óvinur hennar, þó mun
þessi litla fluga, sem tilheyrir veps-fjölskyldunni, ekki bera
neinn óvinarhug til loðnu lirfunnar og ekki vera það ljóst, að
hún stofnar lífi hennar í algera hættu með aðferð sinni. Flug-
an situr um að setjast á hinn mjúka búk lirfunnar, og verði
lirfan þess ekki vör og geri ekkert til að verja sig, þá stingur
flugan sínum hárfína æxlunarbroddi inn í skrokk lirfunnar,
rétt undir húð hennar og kemur þar fyrir agnarsmáum eggj-
um. Á sínum tíma verða þessi litlu egg að smámöðkum, sem
nærast á líkama lirfunnar, og þannig verður hún aðeins eins
konar ormabæli. — Sorgleg endalok.
Sleppi lirfan hins vegar við þessa lævísu árás, þá á hún
framundan réttnefnda dýrðlega tilveru. Allt í einu, einn góð-
an veðurdag, brestur skurn lirfunnar og út stígur ný lífvera,
undursamleg að fegurð og allri gerð. Sagt er, að sá einn, sem
séð hefur Brasilíu-fiðrildið, geti gert sér grein fyrir fegurð
þess. Allt hið gamla og ósjálega er horfið og í stað þess komin
ný yndisleg vera. Hverjum hefði komið til hugar, að hin
klumpslega og ósjálega lirfa gæti ummyndast í þessa full-
Hin heilaga glóð
Páskahátíðin — undanfari upprisu gróandans á
vori — minnir ávallt á frásögnina af lærisveinun-
um tveimur, sem voru á ferð milli Jerúsalem og
Emmaus, daprir og vonsviknir. Hinn upprisni
Kristur slóst í för með þeim, en þeir þekktu hann
ekki. Þeir sögðu gestinum frá sárum vonbrigðum
þeirra, en hann svaraði þeim og sagði:
„Ó, þér heimskir og tregir í hjarta til að trúa
öllu því, sem spámennirnir hafa talað! Átti ekki
Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína?
Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum,
og útlagði fyrir þeim í öllum ritningunum það, er
hljóðaði um hann. Og þeir nálguðust nú þorpið,
sem þeir ætluðu til, og hann lét sem hann ætlaði að
fara lengra. Og þeir lögðu fast að honum og sögðu:
Vertu hjá oss, því að kvelda tekur og degi hallar,
og hann fór inn, til að vera hjá þeim. Og svo bar
við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók
brauðið, blessaði og braut það og fékk þeim. Þá
opnuðust augu þeirra, og þeir þekktu hann, en þá
hvarf hann þeim sýnum. Og þeir sögðu hvor við
annan: Brann ekki hjartað í okkur, meðan hann
talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur
ritningunum ?“
Enn tendrar upprisuboðskapurinn heilaga glóð í
hjörtum allra manna, sem vona á lausn kynslóð-
anna og þrá að upprísi guðsríkisöld. Boðum þá
mönnum mikinn fögnuð, líkt og fyrstu lærisvein-
arnir gerðu, eftir að þeir höfðu sannfærst um upp-
risu-undrið mikla.
komnu fegurð, bæði hið ytra og innra, þannig, að allt væri þar
orðið nýtt?
Hin slöngulíka, limalausa lirfa er allt í einu orðin að
grannvöxnu, fagurgerðu fiðrildi. í stað óverulegu sogskálanna
á lirfunni eru á fiðrildinu langir og fallegir fætur. I stað
hinna litlu fálmbrodda eru komnir langir, fíngerðir og dá-
samlegir skynarmar. Þetta eru eins konar skilningarvit, sem
veita heyrn, ilman og tilfinningu. Þessir skynarmar eru marg-
þættir og hefur hver angi sína vöðva, taugar og limi, og
fiðrildið getur snúið þeim í allar áttir svo að það geti séð og
skynjað umhverfið frá öllum hliðum. En það sem er þessu þó
enn undursamlegra, eru hin margfletaaugu (facitaugu) fiðr-
ildisins, sem eru allt annað en hið eina starandi auga lirf-
unnar. Þessi margfleta-augu fiðrildisins eru undursamleg
sjónfæri, búin þúsundum smáaugna, sem geta verið allt að
40.000 í sumum fiðrildategundum, og hvert eitt þessara þús-
unda er með sína hornhimnu, sjáaldursleg og allan útbúnað,
já, einnig sjóntaugar. Með slíkum augum getur fiðrildið séð
upp og niður og allt í kringum sig, án þess að renna til aug-
unum, heiðríkjuhimininn uppi yfir, trjátoppa skógarins og
fagran trjágróður framundan sér, allt í einu.
Og þá eru það vængir fiðrildisins, ólýsanlega fagrir og