Eining - 01.03.1970, Blaðsíða 3

Eining - 01.03.1970, Blaðsíða 3
EINING 3 Bitstjórn blaðsíðunnar: Alfreð Harðarson og Sveinn Skúlason. För til Noregs Einhvern tíma var það að Paul Hoff- man var á ferðalagi um Bandaríkin og hélt af því tilefni ræðu í öldungadeild- inni. Eftir á varð einurn þingmanni að orði: Mikið vildi ég óska þess að þessi maður hefði eitthvað að selja, ég vildi svo gjarnan kaupa það af honum. Sá, sem hefði slíka hæfileika til að bera, hugsa eflaust margir. Hvert er leyndarmál þessa manns? Þetta leyndarmál er í rauninni ekkert leyndarmál. Að baki þessu liggur þjálf- un, mikil vinna. Við getum öll orðið góðir ræðumenn, til þess þurfum við að- eins nokkra trú á okkur sjálf og leik- reglur. Þetta á ekki aðeins við um ræðu- mennsku, heldur því sem næst allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Enginn verður smiður í fyrsta sinn. Færustu listamenn æfa sig gengdarlaust áður en þeir koma fram og sýna okkur snilli sína og við göpum og höldum að þetta komi allt fyrirvaralaust, hér sé snilli- gáfa á ferðinni. Hvílík firra, enginn, hvorki snillingur né meðalmaður, getur gert hlutina svo sómi sé að án æfingar og undirbúnings. Mig langaði með þessum orðum til að sýna ykkur fram á tilgang ferðar þeirr- ar, er ég fór á síðastliðnu sumri. Á hverju sumri í nokkur undanfarin ár hefur Áfengisvarnaráð styrkt einn IIJT-fara til Noregsferðar. Tilgangur- inn er sá að mennta okkur hægt og ró- lega til leiðtogastarfa innan bindindis- hreyfingarinnar. Námsskeið það sem ég fór á var frábært. Það var haldið í Mel- somvik í Vestfold, á vegum áfengisráðs Norðmanna. Þar fengum við (30 Norð- menn, 1 Svíi, 1 Finni og ég) leiðsögn færustu manna Norðmanna og Svía í æskulýðs- og bindindismálum. Því er ekki að neita að fyrirlesarar voru mis- jafnir mjög og sá bezti stórkostlegur, en sá lakasti svo slæmur, að erfitt var að fylgjast með máli hans. Eiturlyfjamálin voru fyrst á dagskrá. Þau voru tekin fyrir á sígildan hátt og ekki beint áhugavekjandi. Þó var sýnd mynd, Kiip höst, sem Norðmenn hafa látið gera til að sýna í Gagnfræðaskól- um landsins. Myndin er öll byggð á sönnum atburðum, þ.e. atburðirnir voru allir teknir á filmu og ýmist sýndir beint eða leiknir, ef viðkomandi vildu ekki láta andlit sín sjást á tjaldinu. Hef ég gert tilraun til að fá myndina að láni, en ekki tekizt enn. Næsti þáttur var um leiðtogann í starfi. Var það tvímælalaust bezti þátt- urinn og sá, sem mest hagnýtt gildi hafði. Aðalleiðbeinandinn var Norður- landameistari í mælsku, Dyre-Moe, en hann leiddi okkur inn í leyndardóma listar sinnar á afar lærdómsríkan hátt. Hafði hann m.a. meðferðis sjónvarps- upptöku- og sýningartæki, og hef ég aldrei komizt í kynni við jafnáhrifamikil kennslutæki. Síðasti þátturinn fjallaði um stöðu æskulýðsfélaga í þjóðfélaginu og þá einnig þau vandamál og þau tækifæri, sem unga fólkinu bjóðast í dag. Meðal fyrirlesara var að finna gamla og góða kunningja, svo sem Sune Per- son, sem talaði um leiðtogann og ,,undir- menn“ hans, Alf Cato Gaaserud, sem tók að sér æskuna í þjóöfélaginu, og Arvid Johnson, sem jafnframt var námsskeiðsstjóri, en hann benti á leiðir til fjáröflunar, og þá aðallega styrki. Þá get ég ekki annað en minnst sér- staklega á Rektor Sundet, sem dvaldi með okkur nær allan tímann og var dá- samlegt að fá tækifæri til að kynnast Hilda Torfadóttir. svo fróðum og skemmtilegum manni. Aðalverkefni hans var að fræða okkur um bindindisstarfið í dag og á morgun. Hópurinn var sjálfur afar virkur á námsskeiðinu. Stóra hópnum var skipt í umræðuhópa og fór þó nokkur tími í það daglega að glíma við verkefni, sem fyrir- lesarar fengu okkur og ræða undirstöð- ur. Þetta námsskeið var mér dýrmæt reynsla og því fannst mér ég verða að gera mitt til þess að fleiri fengju tæki- færi til frekari fræðslu á þessu sviði. Það var því mikið gleðiefni, þegar lUT stjórnin ákvað í haust sem leið að hrinda af stað helgarnámsskeiðum fyrir öll ungtemplarafélögin í landinu. Enginn efast um gildi þess fyrir félögin að fá slík tækifæri og eiga þau efalítið eftir að verða bindindisstarfinu í landinu mikil lyftistöng. Að lokum flyt ég Áfengisvarnaráði þakkir mínar fyrir ferðina í sumar og þann styrk, sem það hefur veitt lUT og þannig gert sambandinu mögulegt að halda námsskeiðin. Hilda Torfadóttir. Úr fjörðum Noregs.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.