Jafnaðarmaðurinn - 20.01.1928, Blaðsíða 3

Jafnaðarmaðurinn - 20.01.1928, Blaðsíða 3
JAFNAÐARMAÐURINN ÚTGEFANDI: VERKLÝÐSS AMBAND AUSTURL ANDS 1. tölublaö Noröfiröi, 20. janúar 1928 3. árgangur Notkun kosningarrjettar og máttur samtaka. Þeir, sem kosningarrjett eiga, hafa það vopn í höndum, sem vandi er að beita. — Þetta vopn í höndum örfárra manna, jafnvel í hendi eins manns, getur ráðið örlögum heilla þjóða. í þeim löndum, sem lýðræði lúta, en ekki einveldi, eru völdin í höndum meirihlutans. — Hverjir skipa meirihlutann ráða þeir, sem bera vopn atkvæðisrjettarins. — Atkvæöisrjetturinn var víöast, lengi vel, mjög takmarkaður, og er það enn sumstaöar. — Lengi brann svo við, að þeir, sem höföu peningana, höfðu líka völdin, og þótti jafnvel sjálfsagt að þeir heföu þau. Nú er víöast svo fcom- ið, að viðurkent er að fjöldinn eigi að ráða, og enda þótt þeir, sem peningana hafa, noti þá margvís- lega til þess að ná völdum og halda þeim, þá fækkar þó smám saman þeim röddum, sem dýrka og til- biðja peningavaldið. — Peningavaldinu hefir ætfð fylgt kúgun, sem Ieitt hefir af sjer eymd og örbirgð fjölda manna. —Verka- lýðurinn hefir jafnan sopið það seiðið. -- Það er í raun og veru furðu skamt síöan verkalýðurinn vaknaði til vitundar um mátt sinn, — mátt samtakanna og mátt atkvæðisrjett arins. En á þeim skamma tíma hefir orðið mikil breyting. Verkalýðurinn hefir hrist af sjer margskonar helsi og unnið margar og miklar rjettar- bætur. — En'því miður eru enn of margir í hópi verkalýðsins, sem ekki hafa til fulls skilið liinn mikla mátt samtakanna, og skjótast út undan og fara gálauslega meö vopn sitt— atkvæöisrjettinn. — Ber margt til þessa. — Verkalýðnum hefir á margan veg verið hamlað að ná andlegum þroska, — að fræðastog mentast og öðlast andlegan þrótt og sjálfstæði. — Auðvaldið hefir jafnan verið tregt til að ýta undir alþýðufræðslu. Auðvaldshöföingjarn ir hafa fyllilega sjeð og skilið að mentunarskortur, andlegt og efna legt ósjálfstæði fjöldans, hefir gefiö þeim sjálfum einn meginstyrkinn tii þess, aö halda völdunum. — Því miður er þetta ástand fjarri því að vera úr sögunni. — Kúgun verka lýðsins er ekki lokið, — alþýöu fræöslan er ekki nógu fullkomin — þroskaleysiö viðhelst og þar með ósjálfstæði og skilningsskortur gildi, þörf og mætti samtakanna. Enda mundi auðvaldiö fljótt missa töglin og hagldirnar, ef allir and stæöingar þess, verkamenn og aðr ir, mynduðu með sjer föst og órjúf- anleg samtök. — Fjöldi sá, er ærið nógur til þess, að ráða niöurlögum íhalds og auðvalds sameinaöur. — Og altaf ber að því sama. — Ráð- ið er, að nota rétt atkvæðisréttinn, velja þá menn til þess að fjalla um málefnin og fara meö völdin. sem bera heill fjöldans — alþjóðar — ýrir brjósti — en ekki eiginhags- muni einstakra manna og stjetta.— Engin stjett í mannfjelaginu á eins erfitt aðstöðu og verkalýður- inn. Mun svo æ verða, meðan auð- valdsskipulag þjóðfjelaganna stend- ur. Meðan einstakir menn eiga arð- berandi jörð, auðsuppspretturnar og öll stærstu framleiðslutæki. —Auð- valdiö getur ekki hugsað sjer ann- að skipulag en það, sem því kemur best. — Lofsyngur sí og æ ágæti æss, dregur upp ógnandi skrípa- myndir af jafnaðarskipulagi og vek- ur upp alla þá drauga, sem máttur ress megnar og sendir til höfuðs umbótakenningum jafnaðarmanna. Enginn efi er á því, að fjöldi al- jýðumanna óttast draugana. — Draugahræðslan er seindræp úr eðli manna. Af þessum sökum kastar fjöldi manna nýjum kenningum frá sjer sem háskalegum, aðrir sem þýöing- arlausum og enn aðrir af vonleysi um að þær verði nokkru sinni að veruleika. — gert. — Af þessu hefir leitt, að verkamenn hafa oftlega gengið vinnuveitanda algerlega á hönd með húð og hári, — oft í þeirri von, að sjá sjer sem best farborða og geta kastaö öllum sínum áhyggjum upp á vinnuveitanda. — Slíkt ástand er óheilbrigt. — Efni það, sem hjer hefir verið tekiö til umræðu, er svo margþætt og yfirgripsmikið, að ekki er unt að hreyfa alla þættina að þessu sinni, enda ekki rúm til þess í blaö- inu. —: í þetta sinn verður því sjer- staklega vikið stuttlega að fáum atriðum og þá sjerstaklega afstöðu verkamannsins til vinnuveitandans í sambandi við notkun kosningarrjett- arins. — Vinnuveitandinn er sjaldan ánægð- ur með vinnukraftinn einan, sem verkamaöurinn selur honuin fyrir kaupgjaldið. — Atvinnurekendur í kaupstöðum eru helst til margir með því marki brendir, að vilja ráða lögum og lofum. Þeim þykir ekki nóg að hafa lífsskilyröi verka- manna sinna að miklu í hendi sjer og ákveða gjaldið fyrir vinnukraft- inn, þeir vilja helst hafa fult vald yfir skoöun og sannfæringu verka- mannsins líka og þá einkum yfir atkvæöi hans, þegar kosningar koma til greina. — Verkamönnum hefir of lengi hætt til þess, að líta of smáum augum á sinn eigin varning, vinnukraftinn, og að láta hann falan jafnvel fyrir hvert smánarboð, sem í hann hefir verið Undir gildandi þjóðskipulagi verð- ur ekki hjá því komist, að verka- menn selji einstökum mönnumvinnu- kraft sinn. — Það er því ekkert sjerstaklega varhugavert, eins og sakir standa. — Vinnukrafturinn á að seljast sanngjörnu verði, miðað við lífsframfærsluþörf og aðrar á- stæður. — Hitt er aftur glapræði af verkamönnum, aö láta vinnuveitanda hafa — í kaupbæti — sannfæringu sína og atkvæöi. Verkamenn verða vel að gæta þess, hver aðstaöa vinnuveitandans er. — Hann hefir peningamagniö sín megin. Hann á framleiðslutækin — og hann vill auðvitað græða sem mest á þessari aðstöðu sinni. Það er engin ástæða til að álasa honum fyrir það — út af fyrir sig. — En hinsvegar liggur í þessu svo mikil hætta fyrir vinnuþega, að ekkert vit er í því, að leggja auk þess valds alt vald og stjórn almennra mála í hendur framleiðandans. — Það ættti að vera verkamanninum ærið nóg, aö eiga atvinnu sína undir vinnu- veitandanum, þó hann leggi ekki í hendur hans valdið yfir atkvæði sínu, sem getur leitt til þess, að vinnuveitendurnir geti haft öll lífs- skilyrði verkalýðsins í höndum sjer. Mennirnir eru svo misjafnir og eig- ingirnin of rík í eðli þeirra til þess, aö nokkurt vit eða varúð sje í því, að láta peningavaldið ráða lögum og lofum á öllum sviðum. — „Reynslan er ólýgnust" og hún er margbúin að sanna, að verka- lýöurinn sækir ekki rjettarbætur og öryggi, í gegn um meðferð almennra mála og löggjöf, í hendur stórfram- leiðendanna. — / þessu sambandi er vert aö at- huga það, sem fram hefir fariö á þessu landi. — Hafa stórframleið- endurnir nokkru sinni beitt sjer fyrir rjettarbótum til handa verkalýðnum? Ekki hafa þeir barist fyrir rjettar vernd fátæklinganna, a. m. k. ekki þeir, sem vilja enn halda við þeirri afgömlu óhæfu, að kúga og svelta þurfaljnga til hlýöni við dutlunga fátækrastjórna. Mundu togara-vökulögin nokkru sinni hafa orðið til, ef stórframleiö- endur og íhald hefði haft öll völd í hendi sjer? Hins sama mætti spyrja viövíkjandi endurbótum á íátækra- löggjöf, slysatryggingum o. s. frv. Og hvernig er tolla- og skatta löggjöfin ? Ber hún ekki helst til glögg merki peningavaldsins, — til hneigingar auðvaldsins til þess að hlífa sinni eigin buddu? —r- Vonandi sjá allir verkamenn bráö- lega, að tími er til þess kominn, að þjetta fylkinguna, að efla mátt sam- takanna og beita honum til heilla. — Ekki til þess, að gjalda ilt með illu, — kúgun með kúgun, — held- ur til þess að koma á jöfnuði og rjettlæti. — En til þess að þetta geti orðið, er eitt aðalskilyrðið það, að allir verkamenn læri að beita rjett því vopni, sem þeim er lagt í hendur, —atkvæðisrjettinum. Munið það. verkamenn I að eitt einasta atkvæöi frá ykkar hendi til auövalds og íhalds getur leitt böl yfir ykkur sjálfa og afkomendur ykkar. — Þið eigið ekki að hefja neitt stríð til þess að kúga aðra, — en þið eigiö að hefja stríð fyrir ykkar eig- in sjálfstæði og rjettarbótum til jafn- fætis við aðrar stjettir. Djóðarinnar með ósannindi um málefni bæjarins. — Og til þess að ekki standi við svo búið, hefi jeg fengið hjá bæjarstjóra stað- festan útdrátt úr gjörðabók bæj- arstjórnarinnar. Birtist sá útdrátt- ur hjer á eftir og geta þá allir sjeð, sem héiibrigða dómgreind hafa, hversu leitast er við í nefndu Hænisblaði, að umhverfa sannleikanum, bæði efni og orða- lagi ályktunarinnar og um at- kvæðagreiðsluna. — Útdráttur. Ár 1928, mánudaginn 2. janú- ar, átti bæjarstjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar fund með sjer í bæj- arþingstofunni. Mættir voru odd- viti og allir bæjarfulltrúarnir. Þriðjudaginn hinn 3. janúar var ræjarstjórnarfundinum áframhald- ið. Oddviti og allir bæjarfulltrúar mættir. Var þá tekið fyrir: Eflið hag vinnuveitandans með dugnaði og trúmensku, en sannfær- ingin á að vera sá heigidómur, sem þið einir ráöið yfir og aldrei látið falan fyrir falspeninga eða annað, sem kemur ykkur sjálfum, með- bræðrum ykkar og afkomendum í koll. — Bæjarmálin í Hæni. Það hefði ekki farið illa á því, að „Hænir“ ætlaði bæjarmálum Seyðfirðinga jafnan ofurlítið rúm, 3ar sem getið væri í stuttu máli jess helsta, sem gerist í bænum, t. d. á bæjarstjórnarfundum. En slíkur frjettaburður ætti þá líka að vera sannur. — Hænir minnist sjaldan á bæjarmál og þegar það vill til, virðist það einkum gert til þess, að ófrægja vissa menn. Jeg fyrir mitt leyti er orðinn því gamalvanur, að blöð íhalds- ins hjer í bæ nefni mig ekki óðruvísi en í ófrægingarskyni, venjulegast á þann hátt, að rang- færa orð mín, snúa út úr þeini leggja í þau illa og öfuga mein ingu, eða leggja mjer orð í munn sem jeg aldrei hefi talað, svo sem Hænir gerði um bæjarstj. kosn. í fyrra vetur. Mjer liggur nú í ljettu rúmi hvað „Hænir“ segir um mig persónulega, — jeg mun aldre gera þá kröfu til þess blaðs, eða ritstjóra þess, að jeg fái að njóta þar sannmælis. þessvegna mis líkaði mjer ekki minstu vitund greinin í 1. tbl. Hænis að því leyti, sem hún flytur ósannindi um mig persónulega. — Hitt fanst mjer aftur á móti sæma illa opinberu blaði, að hlaupa ti . Svohljóðandi ályktun var borin fram af bæjarfulltrúa Sig. Bald- vinssyni: í tilefni af því, að yfirkjön- stjórn við bæjarstjórnarkosn- ingar þær, er fram eiga að fara í byrjun þessa árs, hefir aug- lýst, að kosning 2ja af bæjar- fulltrúum þeim, er kjósa á, skuli fram fara 11, febrúar n. k., en lög nr. 43, 15. júlí 1926 kveða svo'á, að kosning bæj- arfulltrúa fari fram í janúar, þá skorar bæjarstjórnin á yfir- irkjörstjórnina, að láta kosn- ingu allra bæjarfulltrúanna fara fram í yfirstandandi janú- armánuði lögum samkvæmt. Atkvæðagreiðsla um ályktun Dessa fór fram með nafnakalli. Já sögðu: Sig. Baldvinsson, Qunnl. Jónasson, Karl Finnbogason, Gestur Jóhannsson, Brynj. Eiríksson. Nei sögðu: Sig. Jónss'on, Eyj. Jónsson, Sig. Arngrímsson. Og er ályktunin þannig samþykt með 5 atkv. gegn 3. Bæjarfull- trúi Jón Jónsson var genginn af fundi. Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið. Jón þór Sigtryggsson, Brynj. Eiríksson. G. Jóhannsson. Karl Finnbogason. Sig. Baldvins- son. Sig. Arngrímsson. Sig. Jóns- son. Eyj. Jónsson. Ciunnl. Jón- asson. Rjettan útdrátt úr gerðabók bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaup ■ staðar staðfestir Seyðisfirði, 14. jan. 1928. Jón þór Sigtryggsson bæjarstjórinn Seyðisfirði. Jeg hafði ekki hugsað mjer að gera kosningaundirbúning kjör- stjórnar að blaðatnáli, en Hæni virðist vera það einkar hugleikið. Hann er að smá ala á málinu

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.