Jafnaðarmaðurinn - 04.04.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 04.04.1928, Blaðsíða 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN við endurgreiðslu á lántakandi auk þess að greiða \% af and- virði þess afla, sem lánið var veitt út á, og rennur það fje í varasjóð hlutaðeigandi deildar. En úr varasjóði deildarinnar greið- ist kostnaðurinn við rekstur hennar. Stjórn Veðlánasjóðsins skipa 3 menn. Er einn þeirra fram- kvæmdarstjóri, en hinir tveir gæslustjórar, skipaðir af atvinnu- málaráðherra til 4 ára í senn. Á- kveður hann þóknun þeirra. Get- ur hann vikið þeim frá um stund- arsakir ef þurfa þykir, eða að fullu og öllu. Alt handbært fje sjóðsins á, eftir því, sem hægt er, að geyma í Landsbankanum og útibúum hans, en í frv. er heimild fyrir landsstjórnina að taka tveggja miljón króna lán. í greinargerðinni, er Jón Bald- vinsson lætur fylgja frumvarpinu, lætur hann getið nokkurra staða, er hann telur koma til álita um stofnun Veðlánasjóðs-deilda, og eru þeir þessir: Akranes, Sandur, Ólafsvík, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Þingeyri, Flateyri, ísafjörður, Hnífsdalur, Bolungarvík, Súðavík, Skagaströnd,Sauðárkrókur, Siglu- fjörður, Ólafsfjörður, Akureyri, Húsavík, Skálar, Vopnafjörður, Borgarfjörður (eystra), Seyðis- fjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vík, Vestmannaeyjar, Stokkseyri, Eyrabakki, Grindarvík, Hafnir, Sandgerði, Keflavík, Hafnafjörð- ur, Reykjavík. Þetta er þá aðalinnihald þess stórmerka frumvarps, sem mun, þegar það er komið í framkv., stórbreyta til batnaðar allra að- stöðu þeirra manna, sem áður þurftu að selja fisk sinn fyrir hvaða verð, sem í hann var boð- ið, af því þeir höfðu ekki fje nje aðra aðstöðu til þess að bíða með að selja hann þar til hann var orðinn að markaðsvöru. Aukatekjur presta. I 2. hefti „Strauma" þ. á. er góð grein um launakjör presta, eftir sjera Friörik Rafnar á Akureyri. Heldur hann því fram þar, að laun presta sjeu of lág, þegar tillit sje tekið til námskostnaðar og ann- ara erfiðra kringumstæðna presta- et'na. Vafalaust er þetta rjett um flesta yngri presta. Vilji . þjóðin á annað borð hafa presta, þá á hún að tíma að borga þeim svo þeir geti lifað af því sómasamlega og geti gefið sig alla við preststörfun- um. Megingallinn á launafyrirkomu- lagi voru er sá, að fæstir starfs- menn hins opinbera hafa svo rífleg laun að dugi til að lifa af eingöngu, og því verða menn, að bæta á sig ýmsum aukastörfum, til þess að auka við tekur sínar. Þessu þyrfti að breyta, og sjerstaklega hvað prestana snertir, því varla mun jafn hvumleitt fyrir nokkra menn, sem prestana, að þurfa að standa í stímabraki um innheimtu þeirra tekna, sem þeim er ætlað fyrir auka- verk og annað þeim til uppfyllingar á launum þeirra. Sjera Friörik Rafnar bendir á, hve ákaflega ósanngjarnt og erfitt það sje, fyrir prestana, að taka að sjer niðurnýddar stórar jarðir og hefja þar búskap, og telur hann að ekki allfáir prestai „forpokist" löngu fyr en annars mundi af þeim ástæðum, að búskaparáhyggjurnar beri hinn andlega áhuga þeirra ofurliði. Sjálf- sagt er þetta líka rjett. Það gegnir furðu, hve hljótt hefir verið um fyrirkomulag prestsem- bætta á síðari tímum. Ástæðan er sennilega sú, að víðast hvar sitja enn í embættum gamlir prestar, er á umliðnum árum hafa búið sæmi- lega vel um fjárhag sinn og margir sjálfsagt á kostnað hinnar andlegu starfsemi innan safnaöarins. Það fyrirkomulag, sem best hæfði liðnum tíma í þessu efni, sýnir sig nú að vera á fallandi fæti, og því er vel farið, að hin yngri kynslóð prestastejttarinar hefji baráttu fyrir bættu fyrirkomulegi á þessu sviði. En þetta er sjórkostlegt viðfangs- efni. Sje gengið út frá því, aö ríki og kirkja verði ekki aðskilin, er hæg- ara aö koma breytingum fyrir en ella, en fjölmargt mælir með skiln- aöi ríkis og kirkju. Er þá ekki ólík- legt, ef horfið væri að því ráði, að fara yrði aðrar leiðir. Þó viröist sjálfsagt, hver leiðin sem farin verður, að prestunum verði fenginn ókeypis bústaður. Sóknirn- ar verða að leggja til prestssetur, hver handa sínum presti. í sveitum væri heppilegast að prestsetrinu yrði valinn fallegur staður, þar sem rækta mætti nokkurra teiga tún, svo presturinn gæti haft sæmilega gras- nyt undir lítið bú. Losnaði hann lannig að mestu við allar búáhyggj- ur °g þyrfti ekki að hleypa sjer í skuldir fyrir nýbyggingar. Prestsetr- ið ætti að vera eign sóknarinnar, en prestarnir að annast viöhald alls )ess, sem þangað yrði lagt, og greiða af því fyrningargjöfd. Þarsem prestarnir verða að búa í kauptún- krefjast af þeim fullkominnar vinnu án sjerstaks endurgjalds fyrir hvert smá atvik, sem þeir virina af hendi. Fjöldi presta kvarta sáran um það, að þeir fái illa greiddar auktekjurn- ar, og sjálfsagt er þetta satt. Og ákaflega hlýtur það að vera óskemti- legt verk fyrir sálusorgara safnaö- arins, að ganga um og rukka sókn- arbörn sín um borgun fyrir það, að hafa jarðað einhvern þeim nákom- inn eða skírt fátæks manns barn. Þeim mundi fuit eins heppilegt, að fá árslaun sín gerð þeim krón- hærri, sem nema mundi aukatekjun- um og þær fjellu síöan alveg niður. Prestarnir ættu að krefjast þess sjálfir, að þeir verði losaðir við aukatekjurnar með hærri föstum launum. Þeir ættu að byrja á því nauösynlega spori, því með því mundu þeir vinna hinum fátækara hluta þjóðarinnar mikið gagn Aukaborgun fyrir verk fastlaun- aðs embættismanns er ranglegt, og á að afnemast. Það væri óneitan- lega ákaflega sanngjarnt ef prest- arnir íslensku bæru gæfu til að ganga )ar á undan öðrum embættisjnanna stjettum. Hjónavígslur, fæðing- ar og manndauði 1926. (Úr Hagskýrslum). Samkvæmt skýrslum prestanna hafa hjónavígslur, fæðingar og mann- dauði veriö svo sem hjer segir árið 1926: Hjónavígslur....... 623 Lifandi fæddir .... 2659 Dánir..............1134 Fæddir umfram dána . 1525 Hjónavígslur hafa verið heldur ærri síðast liðið ár en árið 1925 en þó heldur fleiri en næsta ár þar Reikningur Sparisjóðs Norðfjarðar 1927. Jafnaöarreikningur 31. desember 1927. Activa. Passiva. Óinnleystir víxlar kr. 142848,12 Sparisj.innst.453bókakr.l52363,77 Inncign í bönkum — 105812,25 Hlaupareikningsinnst.— 68378,78 Ýmsir skuldunautar— 4189,01 Óafreiknað innh. fje — 3331,19 Áhöld sjóðsins. . — 500,00 Fyrirfr.greiddir vextir— 2820,00 í sjóði 31. desember— 4478,34 Varasjóður . . .— 30933,98 Kr. 257827,72 Kr. 257827,72 Reikningur yfir inn og útborganir 1927. Innborganir: í sjóði frá fyrra ári . ; Sparisjóðsinnlög Hlaupareikningar Bankar 500,59 93729,94 1301011,74 899212,11 Ýmsir skuldheimtumenn og skuldunautar ... 114627,46 Innleystir víxlar 380928,75 Forvextir 10580,96 Provision 6358,85 Vextir af innstæðum 5192,83 Innheimt fje 329976,63 Kr. 3142119,86 Útborganir: Útborgað af sparisjóðsinnstæðum . . 68497,44 — — hlaupareikningsinnstæöum..............— 1322280,26 Bankar ......................................... — 908770,79 Ýmsir skuldheimtumenn og skuldunautar Keyptir víxlar Vextir af sparisjóðsinnstæðum ....... — — hlaupareikningsinnstæðum . . . — — ýmsum innstæðum Provision . . . Afreiknað innheimt fje Reksturskostnaður í sjóði 31. desember ... — 97794,45 ... — 385848,56 ... — 5993,29 ... — 625,91 ... — 451,29 ... — 1618.86 . . .— 336941,11 . . .— 8819.56 ... — 4478,34 Kr. 3142119,86 Ábata- og halla-reikningur 1927. Tekjur: Gjöld: Forvexlir..........kr. 9940,96 Vextir af sparisjóðs- Provision . . . . . — 4739.99 innstæðum (4*/:;%) kr. 5993,29 Vextir ............— 4741,54 Vextir af hlaupsreikn.— 625,91 Reksturskostnaður — 8819.56 Afskrifað af áhöldum— 181,89 í varasj.(hreinn ágóði)— 3801,84 Kr. 19422.49 Kr. 19422,49 Norðfirði, 31. des. 1927. Sparisjóöur Noröfjaröar. Páll G. Þormar. Sigd. V. Brekkan. Ingvar Pálmason. Við undirritaðir höfum yfirfarið reikning þennan, horið liann saman við bækur sjóðsins og fylgiskjöl, talið peningaforðann og ekkert fundiö alhugavert. Norðfirði, 25. febrúar 1928. Jón Sveinsson. V. Benediktsson. .......==:aTHin;mi ............—= Skonrok ogKringlur á kr. 1,00 kg. og Tvíbökur á kr. 1,90 kg. í heildsölu. Kaupmenn og útgerðarmenn! Pantið með fyrirvara. Sent gegn póstkrðfu út um land. Sigmar Friðriksson bakari, Seyðisfirði. um ættu sóknirnar að koma upp laglegum Ibúðarhúsum fyrir prest- ana. Fengi prestur húsið leigulaust en yrði að annast viðhald þess með- an hann væri í embætti. Kæmist ætta í framkvæmd væri til verulegra muna bætt aðstaða prestanna. Hver aunakjör þeirra ættu svo að vera, skal hjer ósagt látið, en sjálfsagt er, að þau væru svo há, að vel mætti lifa af þeim einum — án nokkurra aukatekna. Aukatekjur presta ættu allar að falla niður og greiðslan fyrir verk Deirra að felast í embættislaunum. Eins og nú er ástatt, hafa prestar mjög misjafnar aukatekjur. Sveita- prestar hafa sáralitlar aukatekjur og fá þær illa greiddar, en kaupstaða- prestar margir hafa miklar auka- tekjur og fá þær oftast sæmilega reglulega greiddar. Þennan ójöfnuð á að ainema. Sjerstök greiðsla fyrir hvert vik, sem opinber starfsmaöur gerir, er leyfar frá þeim tíma, þeg- ar starfsmennirnir voru að mestu ólaunaðir af hinu opinbera. Nú er sú öld liðin. Allír opinberir starfs- menn krefjast og eiga að krefjast sæmilegra launa, en krafa þeirra um sjerstaka borgun auk þess fyrir hvert verk, sem þeir vinna, er rang- lát og á að falla úr sögunni. Þetta gildir um alla embættismenn. Þjóöin á aö borga embættismönn- um sínum vel, en hún á líka að á undan að meðaltali. Fæðingar hafa verið töluvert fleiri 1922 en árið næsta á undan. Þó hafa þær v.erið heldur færri tiltölu- lega heldur en árin 1921—25 að meðaltali. Hefir fæðingarhlutfallið arið smálækkandi á öllu því tíma- bili, sem yfirlit Hagstofunnar nær ylir. Þó er það hærra hjer á landi en í ölium nálægum löndum Norð- urálfunnar. Aðeins í Suður- og Austurevrópu er það hærra. Manndauðinn hefir þó minkað miklu meir, svo að hann er nú að- eins nálega helmingi minni en fyrir 50 árum. Síöastliðiö ár varö mann- dauðinn minni heldur en nokkru sinni áður, aðeins rúmlega 11 af ^úsundi. Minni manndauði er aðeins í örfáum löndum Norðurálfunnar (Hollandi, Danmörku og Noregi). Af lifandi fæddum börnum 1926 voru 1353 sveinar en 1309 meyjar. Andvana fædd börn voru 71 síð- ast liðið ár, voru 49 þeirra svein- börn en aðeins 22 meybörn. Næstu 5 árin á undan var tala andvana fæddra barna 65 á ári að meöaltali. Af öllum fæddum börnum, lifandi og andvana, voru 371 óskilgetin eða 13,6%. Er þaö svipað hlutfall og verið hefir um langa hríö. En fyrir aldamótin var meira um óskilgetir, börn. Af þeim, sem dóu 1926 voru 584 karlar en 549 konur. Er það eins og vant er að vera, að manndauöinn er töluvert meiri meðal karla en kvenna. ... Barnadauði er orðinn mjog litill lijer á landi. Síðast liðið ár dóu 131 barn á 1. ári, eða aðeins 49,3 af hverju þúsundi lifandi fæddra barna. Hefir tala þessi fariö mjög lækk- andi á undanförnum árum. Árin 1921—25 var hún 52,3, árin 1911 — 15 var hún 72,1, en árin 1871—80 var^ 188,8 og ef farið er lengra aft- ur í tímann verður hún ennþá langt- um hærri.. Finst nú vart nokkurt land nema Nýja Sjáland með minni barnadauða, en hjer hefir verið sið- ustu árin. í Noregi og Astralíu er hann svipaður og hjer, Ritstjóri og ábyrgðarniaður Jónas Guðmundsson. Prentsmiðja Sig. Þ. Guðmuudssonar Seyðisfirði.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.