Jafnaðarmaðurinn - 27.06.1928, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 27.06.1928, Blaðsíða 4
4 JAFNAÐARMAöUKINN væri góð vísa of öft kveðin“. — Þá tók til máls Páll Zóphonías- son nautgriparáðunautur Búnað- arfjelags íslands. Leyndi sjer ekki að athygli hans hafði sjerstaklega beinst að Jóni bónda í Firði og að hann hafði einkar glögt auga fyrir eiginleikum þeim, er birst höfðu í ræðu hans. Beindi hann til Jóns nokkrum fyrirspurnum, sem röksemdafærsla hans hafði gefið íilefni til. Vildi hann meðal annars fá skýringu á því, hvern- ig Jón hugsaði sjer að Fram- sóknarflokkurinn yrði við kröfu hans qm að mynda góða stjórn, úr því hann teldi þar enga menn vera með heilbrigðu viti. — Þá vildi hann og fá að vita hvort Jón teldi það sönnun þess, að jafnaðarmenn væru ekki með heilbrigðu viti og miklir háska- menn, að Jón Baldvinsson hefði gert ítrekaðar tilraunir til þess að koma fram fjárveitingu til Fjarðarheiðarvegarins. — Þótti sumum fundarmönnum ekki gæta nógu mikillar faglegrar gætni hjá ráðunautnum, að bera svona tor- melt fóður fyrir Jón bónda. Næstir komu í ræðustæðið Fellabændurnir, Qísli í Skógar- gerði og Runólfur á Hafrafelli. Eru ræðum þeirra gerð nægileg skil í frásÖgninni hjer að framan um frammistöðu ritstjóra „Varð- ar“. Þó má þess geta, að Run- ólfur bóndi vann sjer það til ágætis fram yfir aðra ræðumenn á fundi þessum, að vekja al- mennan skelli-hlátur og lófa- klapp. Eru slíkir ræðumenn ekki með öllu ónauðsynlegir, með því að ekki verður vefengd hqll- usta hlátursins. — Næstur hóf máls Sveinn bóndi í Firði. Mátti ráða af orðum hans, að honum þótti íhaldið eigi hafa ‘ tekið kosningaósigrinum síðasta með mikilli karlmensku. Virtist honum hafa runnið til rifja harmagrátur þess og sá grátur hafa gollið við all-ámát- lega í ræðum þeirra Jóns bónda og Varöar-Árna. Rak hann til baka með þjettingshægð öfgar þeirra og ósannindi. — Ádeilun- um út af þingtöfum af Auðunns- málinu svaraði hann með því að sýna fram á, að sóma þingsins vegna hefði eigi verið hægt að taka kosninguna gilda fyr en full- Ijóst nefði orðið hvort Jón Auð- unn hefði átt persónulegan þátt í kosningasvikunum. En er sýnt hefði þótt, að svo væri eigi, hefði afgreiðsla málsins tekið fljótan enda. þá talaði Halldór bóndi á Torfastöðum. Gerði liann íhald- inu svipuð skil og Sv. Ól., en fór sjerstaklega nokkrum orðum um frumvarp íhaldsins um at- vinnurekstrarlán handa smærri atvinnurekendum, sem dagaði uppi í þinginu. í frumvarpi þessu hafði komið fram hugsanaein- kenni íhaldsins á þann veg m. a., aö smærri atvinnurekendur áttu ekki að geta fengið lán með sama hætti og stóratvinnurek- endur, heldur aðeins í fjelags- skap, og yrði einhver í þeim hóp vanskilamaður, átti Jiann eftirleiðis að vera útilokaður frá lánum. Samábyrgðarákvæðið í þessu frumvarpi taldi þm. ekki neinn þyrni í síniim augum. En hitt aftur ótækt, að flokka rjett- indi manna til atvinnurekstrar- láná og ívilna hinum stærri at- vinnurekendum. Kvaðst hann ein- dregið vilja krefjast hess, að ættu vanskii að varða hina smærri lánaútilokun, þá gilti það einn: ig hina stærri, því ella væri ekki sæmilegu jafnrjetti haklið, og ætti samábyrgðarákvæði að gilda um hina smærri atvinnurekendur ætti það auðvitað einnig að gilda um hin'a stærri. — Af þessum ástæðum og fl. hefði því verið sjálfsagt *ð svæfa frumv. þetta. Þá tók enn til máls 2. þm. N. Múl., P. H. Skýrði hann ýms á- kvæði fjárlaganna og hrakti rang- færslur og fullyrðingar íhalds- ræðumannanna, svo að öllum öðrum þótti viðunandi. Þá fór hann nokkrum orðum um Fjarð- arheiðarveginn og afstöðu sína til þess máls. Taldi hann ýmsra hluta vegna æskilegt, að sá veg- ur yrði lagður og kröfu Seyö- firðinga um hann mjög eðlilega og alls ekki ósanngjarna. Hins- vegar væri sjer Ijóst, að vegur þessi yrði mjög dýr og að lík- indum dýrari en áætlað væri, og ætti að verja t. d. 100 þús. kr. árlega í þessa vegagerð, sem varla mætti minna vera, með því að svo dýr vegur mætíi ekki lengi vera arðlaus eftir að byrj- að væri að leggja í hann stórfje, þá væri full hætta á því, að eigi yrði unt að fá fje til þeirra vega í Hjeraðinu, sem þegar væri byrj- að á, og í ráöi væri að leggja, og fult eins brýna nauðsyn bæri til að fá. Ennfremur skorti á í þessu máli, að engar kröfur.hefðu komið fram um Fjarðarheiðar- veg nema frá Seyðfirðingum, en þeir væru eigi sínir kjósendur og því engin sjerstök ástæða fyrir sig að fara aðallega eitir þeirra óskum. Hefði hann því að svo stöddu eigi sjeð fært að greiða atkvæði með fjárveitingu til Fjarðarheiðarvegar. Þá gat hann þess einnig, að áform vegamála- stjóra um akveg frá Rv. norður og austur um land, sem þegar væri byrjað að framkvæma, krefði svo mikils fjár, að ýmsar aðr<:rvegagerðir yrðu óhjákvæmi- lega að bíða. þó full nauðsyn kallaði að. — Var skýring þing- mannsins á þessu máli og öðr- um mjög Ijós og áheyrileg, enda var P. H. með skörulegustu og málsnjöllustu ræðumönnum á fundi þessum. Brigslum íhaldsins á fundi þessum, um það að Framsókn- arflokkurinn hefði keypt fylgi jafnaðarmanna fyrir ýms fríð- indi, svöruðu þingmennirnir allir ljóst og skilmerkilega. Væri slíkt ekki annað en rótlaus ósann- indi, enda bæru gerðir þingsins þess Ijósastan vottinn. — Væri ekki öðru til að dreifa en ef það skyldu fríðindi kallast, að jafnað- armenn komu fram togaravöku- lögunum, sem trygðu togarahá- setum 8 stunda hvíld í sólar- hring hverjum. En ólíklegt væri, að bændum þætti ofgert í þá átt, því varla mundu þeir telja rjett- látt eða hagkvæmt, að láta hjú sfn vinna lengur en 16 stundir á sólarhring. — Hvað hættuna fyr- ir bændur snerti af sambandinu við jafnaðarmenn, sem ídaldiö sífelt klifar á, gátu þingmennirn- ir þess, að jafnaðarmenn hefðu í hvívetna brugðist vel og sköru- lega við öllum velferðarmálum landbúnaðarins og stutt eindreg- ið umbótaviðleitni þingsins á því sviði. — Auk þeirra ræðuhalda, sem þegar er getið, tóku aftur til máls Jón bóndi, Varðar-Árni og Páll ráðunautur og loks ritstjóri „Hænis“. — Má þess geta út af ræðu Jóns bónda, að þar kom harðla berlega fram íhaldství- skinnungurinn í Fjarðarheiðarveg- armálinu. Lofaði hann hamingj- una fyrir það, að Seyðfirðingar hefðu verið svo hepnir að koma íhaldsmanni á þing við síðustu kosningar, en þó væri víst að Fjarðarheiðarveginn hefðu Seyð- firðingár fengið, ef Framsóknar- maður hefði náð kosningu. — Þykir eigi, að svo kornnu, á- stæða til að auka miklu við frá- sögu þessa, en rjett er að geta þess, að ótvírætt er, að þing- mennirnir höfðu því nær óskift fylgi og samúð fundarmanna og að íhaldið hefir tapað en eigi unnið í sennu þessari. Sennilegt er, að bráðum gefist ti! efni til að skýra nánar frá fundinum. — Áheyrendur. 1 Geðvonska íhaldsins. Út af óförunum við síðustu kosningar og ýmsum mótgangi síðan, hefir þrútnað svo skap í- haldsins að liggur við heiftaræöi. Bera blöð þess Ijósan vott skaps- munanna. Skammir og illyrði fyila dálka þeirra og geðvonsku- öfgarnar ganga jafnvel svo langt, að reynt er að telja þjóðinni trú um, að alt sje nú á glötunarvegi og jafnvel ríkisgjaldþrot fyrir dyr- um — og alt vitanlega af þeirri einföldu ástæðu, að íhaldið fær nú litlu að ráða. Hinsvegar mun almenningi virðast, að óáran sú í atvinnulífi þjóðarinnar og peningamálum, sem ríkt hefir um skeið, stafi æöi mikið af ráðsmenSku íhalds- ins að undanförnu. *Og senni- lega grunar marga að geðvonsk- an stafi ekki svo lítið af þ_ví að íhaldið hefir nú mist nokkra spóna úr askinum sínum, ogsvo hinu, að ýmsum í því liði hafa ekki orðið afskifti nýju stjórnar- innar sem hagstæðust. Aftur á móti mun almenningur líttsyrgja þó stjórnsemin á þjóðarheimil- inu skánaði dálítið. — Það ætti heldur enginn skaði að vera skeður fyrir þjóðfjelagið, þó rót- að væri við sumum hreiðrunum, sem íhaldið hafði gert sjer, til dæmis vínverslunarhreiðrinu, þar sem það hafði ungað út nokkrum embættum svo hálaun- uðum, að ýmsir menn í vanda- og ábyrgðarmiklum stöðum sátu við mun lægri laun og margir helmingi lægri og meira, en for- stjórinn t. d. — Það mun held- ur ekki vera almenningi neitt- hrygðarefni, þó ráðstafanir hafi verið til þess gerðar, að draga úr ýmsum lögbrotum, s. s. smygli og tollsvikum. Þá ættu menn að geta haldið skapi sínu, þó fylli- raftarnir hafi verið sviftir einka- rjetti til þess að veltast í skipun- um með ströndum fram, þjóð- inni til vanvirðu og reglusömu ferðafólki til óþæginda og and- stygðar. — Þá ætti ekki að ýfa skap almennings, þó gerðar sjeu meiri og betri ráðstafanir til al- þýðufræðslu í landinu, stofnaður menningarsjóður, landnámssjóður o. s. frv. Ekki heldur þó gerðar sjeu meiri og betri tilraunir til að byggja og rækta landið og fjyggj3 þjóðinni öruggari og holl- ari afkomu í framtíðinni. — En alt þetta, ásamt rrtörgu fleira, sem almenningi virðist miða til bóta, er hinn mesti þyrnir í augum í- haldsins og skap þess virðist úfna æ meir, eftir því sem meira er leitast við að tryggja betur en áður atkomu almennings á landi hjer. Eftir blöðum íhaldsins að dæma hefir núverandi stjórn ekki gert neitt til bóta, heldur alt til ills. —• Allir skynsamir og gætnir íhaldsmenn forsmá þessar geð- vonskuöfgar blaðanna, og svo hlýtur að fara innan skamms, að engir trúi því, sem í þeim stend- ur, nema hinir allra einföldustu og dójrigreindarsnauðustu í í- haldsliðinu. Enda snúa nú smám saman ýmsir betri menn íhalds- ins frá villu síns vegar og for- smá ósannindafleipur blaðanna. Er jafnvel farið að bóla verulega á klofningi í íhaldsliðinu og fje- lagsskap þess í höfuðstaðnum og sumir helstu h'öfðingjar þess sett- ir í skuggann. Mun hinum flokk- unum smám saman aukast fylgi góðra manna, en þeir einir hall- ast að íhaldinu, sem enga nýta hugsjón eiga, enda er jrar hið rjetta athvarf slíkra. Ritstjóri Jafnaðarmannsins fór utan á Lagarfossi síðast. Fer hann til þess að kynnast fyrirkomu- lagi bæjarmálefna í Danmörku og Svíþjóð, og mun dvelja erlendis 2 —3 mánuði. Góð bók. Þróun jafnaðarstefnunnar, eftir Friedrich Engels. Verð kr. 1,50. Fæst í bókaverslun Sig. Baldvinssonar Seyðisfirði. Rey któbak. Garrick Mixture Capstan Glasgow Waveríey — Richmond — n/c. Capstan St. Bruno Flake Feinr- Shag Mix Golden Beil Gordon Mixture Engelsk Flag Islandsk -- Bills Best Central Union MossRoseenskt&danskt Saylor Boy og allar aðrar þektustu reyktóbakstegundir heimsins eru ávalt fyrirliggjandi í heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands, h.f., Reykjavík. Uppboðsauglýsing. I I Eftir ákvörðun skiftafundar í þrotabúi verzlunarinnar Imslands Arvinger á Seyðisfirði, verða fasteignir þrotabúsins boðnar upp og seldar, ef viðunanleg boð fást, á þremur uppboðum, sem haldin verða á hádegi mánudagana 13., 20. og 27. ágúst næstkomandi, tvö hin fyrstu hér á skrifstofunni, en hið síðasta við eignirnar sjálfar á Seyðisfirði. Söluskilmálar, veðvottorð og önnur skjöl viðvíkjandi sölunni verða til sýnis við uppboðin. Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðar, 21. júní 1928. Ari Arnalds. Uppboðsauglýsing. Opinbert uppboð verður haldið við sölubúð Imslands erfingja á Seyðisfirði föstudaginn 29. þ. m. og hefst uppboðið á hádegi nefnd- an dag. Verður þar seldur margskonar búðarvarningur og ýmiskon- ar lausafjármunir tilheyrandi þrotabúi Imslands erfingja. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðar, 21. júní 1928. Ari Arnalds.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.