Jafnaðarmaðurinn - 14.11.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 14.11.1928, Blaðsíða 2
2 jafnaðarmaðukinn ^C5>®ac5><2xs®d JAFNAÐARMAÐURINN kemur út tvisvar á mánuði og kostar fjórar krónur á ári. — Útgefandi Verklýðssamband Austurlands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jónas Ouðmundsson. >) Prentsm. Sig. Þ.Guðmundssonar Q Seyðisfirði. 5) Jafnaðarmaðurinn er stærsta blaðið á Austurlandi og allir lesa hann. Þess vegna er best að auglýsa í honum.— Jafnaðarmaðurinn er blað allrar alþýðu. Utanáskrift blaðsins er: „Jafnaðarmaðurinn" W Noröfirði. W &» <ZX2S)<9X&>Q®<5XS)<3XS)(5£*0 óvisst gróðabrail einstakra manna en til nytsamlegra bæjarfyrirtækja. Er vonandi, að þeir hverfi frá þeirri óheillastefnu sem fyrst. Skelskor var forðum fiskibær talsverður og var sjór sóttur á smábátum út á Litla-belti. Enn ganga þaðan nokkrir vjelbátar og veiða á línu og í net þar út af firðinum. Bátar þessir voru líkr- ar gerðar og smærri vjelbátar hjer, en ekki virtist útbúnaður þeirra vera jafn góður nje veiði- áhöld jafn vönduð og alment er á bátum hjer. Síðan járnbrautir komu, hafa siglingarnar þangað minkað; þó er höfninni enn vel við haldið, en nú er samt svo komið, að hún er bænum til byrði, en gaf áður tekjur. Bæjarstjórnin í Skelskor hefir akkí gíeymt því, að íbúum bæj- arins er það meira virði en marg- ar krónur, að geta eytt frístund um sínum í fögru umhverfi. Til þess að það gæti orðið, hefir bærinn keypt skóglendi nokkurt skamt frá bænum, lagt þangað greiðfæran veg og smástíga um skóginn. — Auk þess þafa verið gerðir þar leikvellir fyrír börn bæjarbúa og útbúið svæði fyrir útiskemtanir er fjelög fá að halda þar að sumrinu. — „Lónið“ liggur að jaðri skógar- arins og blasa fornar hallir við handan við það, skógivaxnir bakkar og reisuleg sveitabýli. — Bæjarbúar nefna skóg þennan „Skelskor Lystskov" og una þar hag sínum vel á fögrum sumar- kvöldum og sunnudögum. Enn mætti nefna ótalmargt, sem íslenskum bæjarbúum gæti orðið umhugsunarefni, hvernig ráðið yrði fram úr hjer heima, en hjer skal látið staðar numið. Dönsku smábæirnir allir, sem jeg sá, bera það með sjer, að íbúar þeirra — eða a. m. k. stjórnendur þeirra — skilja mæta- vel hve þýðingarrr.ikið atriði hreinlætið og fegurðin er fyrir alt líf bæjarbúanna. það er efa- mál, að alþýða manna beri þar meira úr býtum yfir atvinnutíma sinn en á sjer stað hjer. En það er engum efa undirorpið, að all- ur almenningur gerir miklu meira. að því þar en hjer, að skreyta og þrífa til umhverfis heimili sín en víðast hvar á sjer stað á ís- landi. Danir eru viðurkendir ein hin þrifnasta og smekkvísasta þjóð í heimi. Af þeim getum við lært margt í því efni og ættum að gera. íslensku bæirnir eru ennþá ungir og lítil rækt hefir verið við þá lögð. En verði hjer horfíð að því ráði, að prýða þá og þrít'a til, tnunu þeir geta innan tiltölu- lega skams tíma, komist til jafns erlendum bæjum, því þeir eiga flestir — frá náttúrunnar hendi — gersemar þær, sem marga er- lenda bæi vantar, en það er til- koniumikið og fagurt umhverfi. J. Q. Merkilegar uppfyndingar. i. Menn eru orðnir því svo van- ir, að heyra og sjá svo margt ó- trúlegt á sviöi uppfyndinga, að það vekur nú litla undrun, sem þótt hefði ganga göldrum næst fyrir aldarfjórðungi. Ritstjóri einn í New-York, Dr E. E. Free, spáir því í blaði sínu, Week’s Science, að innan skams muni slökkviliðsmenn ganga í pappírsfötum, þegar þeir þurfa að slökkva eld í húsum, eldtraust skilrúm muni verða gerð úr pappír, þjófheldir og eldtraustir peningaskápar verði gerðir úr samanþjöppuðu pappírsmauki o s. frv. Og alt ér þetta að þakka uppfynding, sem þýskur verk- fræðingur og efnafræðingur hefir gert. Hann heitir Franz Franck, og segir svo um þenna qndra- pappír í ofangreindu blaði; „Hr. Franck sýndi nýlega þenna eldtrausta pappír í Berlfn. Hann hnoðaði fyrst kúlu úr venjulegum pientpappír og vafði síðan þessum eldtrausta pappír utan um hana. Síðan hjelt hann pappfrnum nokkrar mínútur í gasloga, sem vaf nógu heitur til þess að þræða giuggarúðu eða brenna gat á gipsvarinn vegg. Þegar farið var að skoða papp- írinn á eftir, reyndist bæði eld- trausti pappírinn óbrunnínn, og sjálfur prentpappírinn óskaddað- ur. Eldtraust efni, svipað pappír að sjá, hefir áður verið ofið úr asbestþráöurrt, pn asbest erstein- tegnnd, en þessi nýi pappír er unninn með öðrum hætti. Hann er gerður úr jurtatægjpm, eins og venjuiegur pappír, en í hann eru látin einhver efni, spm gera hann eldtraustan. En því er enn haldið leyndu, hverþau efnj sjeu“. Þjóðverjar hafa undanfarið fengist við tilraunir í þá átt, að stýra mannlausu herskipi með þráölausum skeytum. Herskipið, sem þessi nýja siglingaaðferð var reynd á, er mjög stórt og eng- inn maður var á því. Þráðlausu skeytin voru send frá litlum tundurbát, sem var í mikilli fjarlægð t'rá skipinu, og fór svo, að það hlýddi ölium skeytum, er því voru send frá tundurbátnum. Vjel skipsins var knúð með sjálfvinnandi olíukynding. Um 100 skipanir voru því sendar, og það hlýddi þeim öllum mjög nákvæm- lega. þetta er tvímælalaust ein merk- asta og undraverðasta uppfynd- ing aldar vorrar. í sambandi við þetta hljóta menn að veita því eftirtekt, að flestar úppíyndingar nútímans miða að því að létta starf mannanna. En útkoman hefir samt oftast viljað verða önnur. III. Um mánaðamótin síðustu hjeldu verkfræðingar og efnafræðingar alheimsþing í Lundúnum og var það kallað „eldneytis-þingið", því að ekki voru þar rædd önnur mál en þau, sem varða hagnýt- ing ýmislegra efna til eldneytis. Margir hafa óttast, að kol mundu ganga til þurðar óöara en varir, nema fundnar væri einhverjar nýjar aðferðir til að hafa meira gagn af þeim en nú er, og til- raunir í þá átt eru nú gerðar víða um heim. Einnig hafa marg- ir vísindamenn reynt að finna ný efni, sem nota mætti til eldsneyt- is í stað kola. Meðal þeirra manna, sem töl- uðu á þessu þingi, var Dr. Welter von Hohenau, verkfræðingur og vísindamaður frá Brasilíu. þótti erindi hans ærið nýstárlegt, því að harm kvaðst hafa fundið ráð til þess að vinna eldsneyti úr vatni, og sagöist hann hafa unn- ið að rannsóknum í þá átt urn 13 ára skeið. Hann kvaðst ætla aö leggja tjllögur sínar fyrir stjórnir Bretlands og þýskalands. Dr. Hohenau sagði í stuttu máli, að sjer hefði tekist að skilja vatnsefnið úr vatni, með því að hleypa í gegnum það mjög tíð- um rafmagns-sveiflustraumum, og kvaðst hann nota súrefnið eins og gas, á sama hátt sem kola- gas nú væri notað til aflgjafar. Hann sagöi ennfremur, að að- ferð sín væri s/o kostnaðarlítil, að hún mundl að lokum útrýma kolum til eldsneytis, og þau mundu notuð eingöngu til þess að vinna úr þeim verðmæt efni, sem nú færi að mestu leyti til ónýtis. Kenning þessi sætti nokkurum andmælum 4 þingjnu, en Dr. Hohenau kvaðst hafa framkvæmt allar nauðsynlegar tilraunir um þetta efni, og sagði það ætlun sína, að setja á stofn verksmlðj- ur í Bretlandi og þýskalandi, til þess að sýna og sanna ágæti þessarar uppfyndingar. Hann kvaöst þurfa tiltölulega lítinr) rafiriagnsstraum til þess að ná vatnsefninu úr vaioinu, og vjelajnar væri svo litlar, að auð- velt væri aö koma þeim f> rir í slcipum, og sparaðist þaf þ4 alf það rúm, sem ný færi til kola- geymsiu, en gasinu yröi brept íindir köÚunum, Qg þyrfti þar íi'tiu aö þrgyta. Ekki er því aö leyna, að mörgum þykir þetta næsta ótrú- legt, en ef það reyndíst rjett, þá væri hjer um uppgötvun að ræða, sem valda mundi byltíngu í öllum iðnaði. Dönskuþekking og ósannsögli. Tvívegis hefir íhaldsblaðið „ísafold" (og ,,Morgunblaðið“) minst á utanför mína í sumar. Er svo eð sjá, sem blaðræfillinn telji þá aura eftir, sem jeg fjekk til farar þeirrar, og er það líkt þeim nánasarhætti og smásálar- skap, sem eru aðaleinkenni í- haldsins á landi voru, þegar um aðra er að ræða en íhaldsmenn. Hinsvegar ætti þó að mega ætl- ast til þess af blaði, sem hefir marga ritstjóra, að það yrði ekki tvísaga í slíkum smámunum sem þessi utanför mín hlýtur að vera frá sjónarmiði þess, og það þyrfti ekki að Ijúga oftar en einu- sinni í grein, sem ekki er nema 93 orð. En svo illa hefir tekist til fyrir blaðskömminni við þessa mannskemdartilraun þess, að hvortveggja hefir komið fyrir. Og skal nú hjer birta greinar- stúfa þessa, þeim til lofs og dýrðar, er að þeim hafa unnið á einhverja lund. Fyrri pistillinn stendur skrifað- ur í „ísafold" þriðjudaginn 10. júlí 1928, 42. tölublaði hins 54. árgangs og hljóðar þannig: „Styrkveiting úr Sáttmála- sjöði. í brjefi frá Nesi í Norð- firði er sagt frá því, að oddvit- inn þar í þorpinu hafi farið utan til Danmerkur í síðasta mánuði, til að kynna sjer „fyrirkomulag í smáþorpum“, og hafi hann feng- ið veittan ferðastyrk í þessu skyni úr Sáttmálasjóði. Oddvitinn í Neshreppi er Jónas Quðmunds- son, barnakennari, sem auk þess- ara beggja trúnaðarstarfa er rit- stjóri „Jafnaðarmannsins“, mál- gagns Alþýðuflokksins á Austur- landi, og formaður Verklýðs- sambands Austurlands. Það er því skiljanlegt, að einmitt þessi maður hafi auðveldlega getað fengið styrk úr Sáttmálasjóði, en á hinn bóginn virðist engin á- stæða hafa verið til þess fyrir hann að fá styrkveitingu eða að veita honum hana, þar sem hann lætur af oddvitastprfum um'næstu áramót, en bæjarrjettindin, sem síðasta þing samþykti fyrir Nes- kaupstað í Norðfirði, ganga í gildi. Virðist nær hafa legið, að Jónas hefði útvegað utanfarar- styrk handa komandi bæjarfógeta í Nesi, svo að sá maður yrði færari um að gegna oddvita- eða bæjarstjórastörfum sínum en ella“. Öllum sæmilega kunnugum mönnum er fyrir löngu Ijóst, hver höfundur þessarar klausu muni vera. Svo klaufalega er hún samin, að mörgum getur ekki verið til að dreifa sem höfund- um hennar. En hún er þó í einu atriði virðingarverö. Húp sl^ýrjr rjett frá hvaðan styrkar sá var, er jeg fjekk, og eins má vel af henni ráða — sjersíaklega njö- urlaginu — að jeg hefði heldur átt að ptvega hinpm yæntanlega bæjarfógeta styrkinn, „svo aö sá maður yrði færari um að gegna oddyita- eða bæjarstjórastörfum en e|la“, — í hvaða erindum förin var gerð. það virðisf nú varla hægt að gera minni • kröfu til nokkurs ritstjóra en þá, að hann viti hvað í blaði sínu stendur. En sú krafa virðist alt of há til þeirra, er stjórna „ísafold", þvf 13 tölu- blöðum síðar — hinn 25. sept. í haust — flytur blaðið þessa klausu : „Hr. Sogneraad“. Jónas Quð- mundsson, ritstjóri frá Norðfirði, hefir sem aðrir jafnaðarmanna- broddar fengið utanfararstyrk hjá landsstjórninni í sumar. Um er- indi hans til útlanda er ísafold ekki kunnugt. — Er hann kom til Danmerkur og gaf til kynna hver hann væri, nefndi hann sig „Hr. Sogneraad J. Gudmundsen“. Hefir ýmsum getum- verið að því leitt, hvar og hvernig hann hafi öðlast þessa nafnbót og halda sumir að hjer muni vera um nýjan titil að ræða, „sókn- arráð“, stytt úr „Framsóknarráð“, og eigi bolsar þeir, sem eru mestu eftirlætisgoð „bænda“- stjórnarinnar, að auðkennast með þeim titli framvegis.“ í þessari smágrein eru þrjdr beinar lygar. Fyrsta lýgin er sú, að jeg hafi fengið utanfararstyrkinn hjálands- stjórninni. Blaðið hafði áður — eftir brjefi hjeöan — skýrt frá, að styrkurinn hafi verið úr Sátt- málasjóði, en nú er hann alt í einu orðinn frá stjórninni. Til utanfarar minnar hef jeg aldrei sótt um styrk til stjórnarinnar, og þar af leiðandi aldrei neinn styrk þaðan fengið. „Vörður“ mun fyrstur hafa logið upp þess- am stjórnarstyrk, eins og fleir.u nú í seinni tíð, og þaðan er það svo tekið í hin íhaldsblöðin. Er þetta bersýnilega gert til að kasta hnútu að stjórmnni, en ef þær eru allar jafn sannar sem þessi, er ekki ástæða til að óttast um Stjórnina í því hnútukasti. Önnur lýgin er það, að blað- inu hafi ekki verið kunnugt um, til hvers jeg fór. Þetta er sýni- lega sagt til þess „að gera sig merkilegan“ eins og kallað er. Blaðið vill láta líta svq út, sem það geti ekki verið að leggja sjg niðpr við að grennslast eftir jafn ómerki- legu atriði. En það gætir þess ekki fyrir merkissvipnum á sjálfu sjer, að það hefir einmitt, eftir heimild hjeöan líklega, eitt allra blaða — að Jafnaðarmanninum undanteknum — skýrt frá því, til hvers ieg fór. Hjá báðum þess- um lygiim hefði þlaðið getað komist, ef það hefði viljað, það hefir aðeins ekki kært sig um að sögja sannleikann í þessu efni, og hverju mun þaö þá ekki geta logið, þegar um sæmd og yfirráð íhaldsins er að tefla, er það lýg- ur svona í þýðingarlausu smá- máli. þriðja lýgin er sú, að jeghafi, er jeg kom tjl Cianmgrkur pg gaj til kynna hver jeg væri, kallaðj mig nhlr- Sogneraad J. Cjud- mundsen“. — Þetta ef að vísp græskulítjl gamanlýgi, sem jeg hefðj ekki hirt um að minnast á, ef hinar hefðu ekki orðið henni samferða, ef hún þá ekki er framjn óafvitandi — á þekking- arskorti á dönsku máli, sem óneitanlega hefir talsvert boriö á hjá þeim íhaldsritstjórunum yfir- leitt. Þannig er t. d. ómögulegt

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.