Jafnaðarmaðurinn - 17.02.1932, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 17.02.1932, Blaðsíða 2
2 Jafnaöarmaðurinn einhverntíma mun leika vafi á hvort sjómenn þeir og útgerðar- menn, sem fiskinn áttu, fá nokk- urntíma nokkurn eyrir fyrir hann. Hjer var ekki „einkasala". Hjer var frjálst „samlag" útgerðar- manna. Hjer voru ekki jafnaðar- menn í stjórn til þess að fara meö alt til helvítis. Nei, hjer var íhaldið sjálft og blessuð Fram- sóknin í gullinni einingu óáreitt af jafnaöarmönnunum nema hvað þeir af veikum mætti reyndu að greiða fyrir þessu fyrirtækí þaö sem þeim var unt, bæði á Al- þingi og annarsstaðar. En — hvað ætla svo íhalds- mennirnir sjer með síldina? Ekki dettur þeim í hug að sala síld- arinnar geti orðið skipulagslaus í framtíöinni. Slfkt er of barna- legt að ímynda sjer. það er þeg- ar ljóst hvað þeir hugsa sjer. Þeir ætla að stofna samlög um sölu síldarinnar. Reynist þau eins vel og ísfisksamlagiö hjerna þá hefir víst verið skift um til hins betra ? Einstaka hugsunarlausir prang- arar, sem aldrei hafa sjeð annaö en eigin hag, og finna ekki til neinnar ábyrgðar gagnvart þjóð sinni. hugsa sjer að verða „lepp- ar“ erlendra síldarkaupenda og lifa á því göfuga starfi. Það eru einu mennirnir, sem sýnilega munu hafa hag af niðurlagningu Einkasölunnar. Allir aörir munu tapa. Ríkiö bíður bæði álitstap og fjárhagstjón af því að Einkasalan hættir. Útgeröarmennirnir munu tapa og verkalýður og sjómenn munu hafa af því stórtjón. Allir tapa nema „lepparnir". Ef Iitiö er yfir farinn veg og athugaö hvað gerst hefir undan- farin ár og heilbrigö skynsemi fær að komast aö, geta menn sjálfir gert sjer það Ijóst, hvílíkt reginhneyksli og heimska hefir átt sjer stað hjer. Þegar Einkasalan tók til starfa var síldarútvegurinn svo iila far- inn, að enginn gat, bókstaflega talað, gert út á síld. Bankarnir höfðu tapaö miljónum á síldar- útvegnum, stórauðugir menn og fjelðg stóðu eftir gjaldþrota, sjó- menn og verkamenn fengu lítið eöa ekkert af kaupi sínu — Norð- urland alt var á heljarþröm. — íhaldið var þá við völd. þaö þoröi ekki að koma á einkasölu á síldinni, en heimilaði „sam- lagi“ útgerðarmanna einskenar einkasölu. Þaö samlag var aldrei stofnað. Þegar Framsókn tók viö völdunum, var þaö eitt hennar fyrsta verk — í samráði viö Al- þýuuflokkinn — að koma á Einka- sölu. Þegar fyrsta árið reyndist Einkasalan svo vel, að síldarút- gerðin rjetti viö. Árin 1928,1929 og 1930 reyndist þetta skipulag svo vel, þrátt fyrir allan andróð- ur, svik og stöðugt níð leynt og Ijóst frá þeim, sem fyrirtækiö gerði mest gagnið — útgerðar- mönnunum sjálfum — að eng- inn mun hafa tapað á síldarút- gerð öll þessi ár. Áriö 1931 — mesta kreppuár sem yfirþjóöina hefir gengiö — þegar stórtap er á landbúnaði öllum og þorsk- veiðunum og allsherjarverðfall á vörum um allan heim, þá gera menn þær kröfur til síldareinka- sölunnar, að hún tryggi mönnum líkt verð og áöur fyrir síldina, einmitt þá vöruna, sem langmest er háö dutlungum heimsmarkaðs- ins. Hvaða vit er f slíku ? Slíkar kröfur geta engir gert nema heimskingjar, hugsunarlaust fólk eða þeir, sem vilja fyrirtækiö feigt. Úr göllum Einkasölunnar verö- ur ekki bætt meö því, að leggja hana niður. Úr þeim varð best bætt á þann hátt, að slá var- nagla við að þeir annmarkar, sem komu í Ijós, gætu endurtek- iö sig eða stækkaö. Kostir Einka- söiunnar voru margir og miklir, því neita engir nema steinblind- ir ofstopamenn íhaldsins. Að ekki hefir tekist að bæta betur úr göllunum á Einkasöl- unni stafar af tvennu. Annað er það, að Einkasölunni er stjórn- aö af íhalds og Framsóknar- mönnum, sem ekki skilja nema að litlu leyti þýðingu þess fyrir- komulags. Hitt er það, aö ein- stakir síldarútgerðarmenn hafa vísvitandi spilt fyrir fyrirtækinu, til þess aö geta síðar sjálfir hagn- ast á skipulagsleysinu sem yrði, þegar Einkasalan hætti. f grein Böðvars Bjarkan, sem áður er getiö, liggur óbein við- urkenning á því, af hverju Einka- salan var lögð niður. Hann kemst að þeirri niður- stöðu, að það, sem eiginlega olli hinu sviplega fráfalli Einkasöl- unnar hafi verið sú röskun ájofn- vœgi í stjórn Einkasölunnar, sem varð vegna breytinga á lögum hennar á síðasta þingi. En þær breytingar leiddu til þess, að jafn- aöarmenn komust í algerðan meirihluta í Einkasölu-stjórninni. Pjetur Ólafsson gengur fetinu lengra og lætur skína í að rík- isstjórnin hafi ekki trúaö hinni nýkjörnu stjóra fyrir fyrirtækinu og notað þetta ráð til aö losna við afskifti jafnaðarmanna af Einkasölunni. Hvort nokkuö sje hæft í þessu verður ekkert full- yrt um. En hvorutveggia ummæl- in sýna Ijóslega, hversvegna Einkasalan var afnumin. það var af því einu, að jafnaðarmenn höfðu náð þar meirihluta og voru líklegir til þess að breyta svo rekstri hennar, að áhrifa út- gerðarmanna hefði hætt að gæta þar. í greinarlokin segir Böðvar Bjarkan : „En eins og þá stóð, þegar fulltrúafundurinn í Rvík veittist að Einkasölunni, var ekki kom- inn fram í henni neinn ban- vænn sjúkdómur, og fjárhag hennar alls ekki svo komið, að það eitt út af fyrir sig þyrfti að leiða til hins sviplega dauðs- falls hennar“. Nú er stutt oröið til þings. Eitt af verkefnum þessverðurað koma á fót nýrri Einkasölu, þar sem það verði trygt með lögum, að jafnaðarmenn geti ekki kom- ist þar í meirihluta. Norðfirði 20. jan. 1931. J. G. Norsku bæjarstjðrnakosningarnar. Þær fregnir, sem hingað haía borist um úrslit norsku bæja- stjórnakosninganna hafa verið á- kaflega hlutdrægar og jafnvel rangar um alt það, er snertir aöstöðu verkamannaflokksins eft- ir kosningarnar. Kosningarnar í Osló voru harð- astar, enda var og þar háð aðal- orustan. Verkamenn höfðu ráð-

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.