Jafnaðarmaðurinn - 23.06.1934, Síða 1

Jafnaðarmaðurinn - 23.06.1934, Síða 1
Jafnaðarmaðurinn 10. tölublaö. 23. júní 1934. 9. árgangur Dómsorð alþýðu. Á morgun er Jónsmessuhátíö. Þá fellur dómur kjósenda um stefnur og flokka, mál og málaflutning. Atkvæðisrétturinn, réttur til þess meö atkvæöi sínu aö ráða um það, hver lög gilda eiga í landinu og hverjir að sjá um framkvæmd þeirra, er einn dýrmætasti réttur alþýöunn- ar. — Alstaöar hefir henni reynst at- kvæöisrétturinn torfenginn, sumstað- ar hefir hún orðiö að kaupa hann dýru verði. Því meira ríöur á aö neyta hans, og neyta hans réttilega, þ. á þann hátt, sem alþýöunni sjálfri og þar meö þjóðarheildinni er fyrir bestu. Og fyrst og fremst ríður á aö nota atkvæöisréttinn þannig, aö kveðnar séu niður straj; í fæðingu þær stefnur og þeir flokkar, sem hafa þaö aö markmiöi, aö svifta alþýöuna þessum dýrmæta og dýr- keypta rétti. Gildir þaö jafnt um þá flokka, sem opinberlega berjast fyrir ein- ræði, og hina, sem í leynd vinna að vaxti og viögangi einræöis og of- beldis í stjórnmálum. Einræðisskraf hinna yfirlýstu naz- ista er ekki hættulegt. Aðalhættan í þessu efni eru þær einræöis- og ofbeldisskoöanir, sem verða æ meir og meir áberandi innan hins svo- nefnda Sjálfstæðisflokks. Lof íhaldsblaðanna um ógnarstjórn Hitlers, hina styrku hönd í Þýska- landi, manndráp og stjórnlagabrot Dolfuss í Austurríki og harðstjórn Mussolini í ftalíu. — Alt er þetta greinilegt tímanna tákn. Þegar svo þar viö bætist, kröfur sömu blaða um, aö verklýðsfélögin séu uppleyst með lögum og stjórn- endur þeirra settir í fangelsi, blöð andstæöinga bönnuð og bækur, tímarit, skólar, kvikmyndasýningar og önnur fræöslu-, frétta- og skemtí- starfsemi því aðeins leyfö, að þar séu fluttar „hollar" kenningar að dómi íhaldsins, þá er síst ofmælt, að einræöisskörin sé farin aö fær- ast upp í Sjálfstæðisbekkinn. Frambjóðendurnir. Hér í Seyðisfjaröarkaupstað eru 3 frambjóðendur, frá Alþýðuflokkn- um, Sjálfstæöisflokknum og Komm- únistaflokknum. Um þessa fram- bjóðendur mætti margt segja, og veröur lítillega vikið að þeim hár. Frambjóðandi Alþýðuflokksins er hér vel kunnur sem einn af aöal forvígismönnum Alþýðuflokksins hér á landi. Og einn af þeim, sem allra drengilegast hefur barist fyrir bætt- um kjörum alþýðunnar, þótt oft Á að fela flokki, sem boðar slík- ar kenningar, stjórn landsins? Flokki, sem jafnan hefir barist gegn öllum hagsbótamálum alþýð- unnar, gegn togaravökulögunum, slysatryggingunni, verkamannabú- stööunum, sjómannalögunum, al- þýðutryggingum, atvinnubótum og atvinnuleysisskráningu. Flokki, sem í skattamálum hefir þá stefnu eina, að hlífa hátekju og eignamönnunum við réttmætum sköttum, en hrúga tolli á tolla of- an á nauösynjar almennings. Flokki, sem vill svifta ríkíssjóð um 570 þúsund króna tekjum af Tóbakseinkasölunni á ári hverju, til þess að gæðingar flokksins geti hirt þessa fúlgu. Flokki, sem lætur tvö af varö- skipum ríkisins liggja aðgeröalaus, meðan togarar láta vörpur sínar sópa um mið smáútgerðarmanna innan landhelginnar, og hundeltir þann varöskipstjórann, sem land- helgisbrjótum stóð mestur stuggur af, með tilefnislausri málsókn. Flokki, sem lét fangelsa sjómenn- ina, er kærðu yfir kosningasvikun- um í Hnífsdal, en hældi Hálfdáni á hvert reipi. Flokki, sem meö velþóknun út- deilir tugum þúsunda í laun og launauppbætur til gæðinga sinna af fé þjóðarinnar, en telur 55—60 aura hæfilegt kaup fyrir vegavinnumenn, og ætlar alveg af göflum að ganga þegar þaö er hækkaö upp í 80— 85 aura. hafi hann átt við mikla örðugleika aö etja sem minnihluta þingmaður. En með alveg sérstökum dugnaöi og lægni hefur honum tekist að koma mörgum nauðsynjamilum al- jýðunnar í gegn. Síðan hann kom hingað til Seyð- isfjarðar hefir hann tekið að sér forystu í ýmsum umbótamálum kaupstaðarim, sem eru komin vel áieiðis, þótt ýmsir afturhaldssamir mótstööumenn hans hafi reynt aö vinna móti umbótamönnuuum. En jetta er eóli íhaldsins, sem kemur í Ijós hér sem annarsstaðar. Lárus Jóhannesson er þektur mað- ur. En hvað er það, sem hefur gert Lárus þennan frægan? Aðalle’ga málssókn hans gegn Áfengisverslun rfkisins, þar sem Lárus gerði kröfu til að ríkisijóöur endurgreiddi svo tugum þúsunda króna skifti til þeirra manna, sem vín höfðu keypt afs-ík- inu. Og heföi fariö svo, að dóm- stólarnir hefðu dæmt ríkið til end- urgreiðslu, hvert hefðu þá stærstu fúlgurnar runnið? Nú hafa dóm- stólarnir hrundiö þessu máli, og ríkið þannig losnað við þessa áreitni áðurnefnds frambjóöanda Seyöfirðinga. Mál þetta er sýnis- horn af óviðfeldinni aðferð til fjár- öflunar, sem er svo einstök, að þeim, er þeisar línur rftar furöar á, að Lárus skyldi gefa kost á sér sem fulltrúaefni þjóðarinnar. Hann má ekki gera og getur ekki gert ráð fyrir aö Seyöfirðingar eða þeir kjóiendur, sem bera fyrir brjósti heill iands og þjóöar, ljái honum atkvæði sitt 24. júní n. k. Þá er þriöji og síöast frambjóö- andinn, Jón nokkur Rafnsson. Hann er Kommúnisti. Sá maður er lítt þektur hér nema af orðspori. Á fund- inum, sem hér var haldinn á dög- unum, mætti maður þessi. Ræöur hans voru þær sömu og Kommún- istar yfirleitt flytja í útvarpi og á mannfundum. Fyrit og fremst þaö, að svíviröa alþýðuflokksleiötogana fyrir það, sem þeir hafa unnið til gagns fyrir verkalýöinn, og svo þessi dæmalausa þula þeirra um rússnesku paradísina o. s. frv. Þaö er leiöinlegt með Kommúniita, því

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.