Jafnaðarmaðurinn - 23.06.1934, Síða 4
4
Jafnaðarmaðurinn
Lítið sýnishorn
af því hvernig íhaidið fer aö því að hlífa gæðingum
sfnum við réttmætum sköttum, með því að tolla
lífsnauðsynjar alþýðunnar,
Verkamannapöntunin fékk í 3
pöntunum 5450 kg. af sykri og
780 kg. af kaffi.
Innkaupsverð sysursins í höfn er-
lendis var kr. 941,65,
en tollurinn kr. 1034,50
eöa nærri 200 krónum meira en
innkaupsverðið.
ToIIurinn er ca 120°/0.
Af veröi sykurkassa, sem kostar
kr. 12.75 eða 13 kr., er 5 kr. tollur.
Af veröi strausykurspoka, sem
kostar 43 kr., er 20 krönu tollur.
1. Fjarðarheiðarvegur verður bíl-
fær í sumar og um leið bílfært veg-
arsamband alla leið til Reykjavíkur.
Hversvegna fékst þessu ekki fram-
gengt meðan faðir Lárusar var þing-
maður Seyöisfjaröar og íhaldið fór
meö völd ?
Var það fyrir klaufaskap Haralds
eöa dugnað Jóhannesar?
2. Ríkisstjórnin hefir heimild til
að greiða 100 þús. kr. til stofnun-
ar síldarbræöslu hér á Seyðisfirði
og ábyrgjast 250 þúsund króna lán
í sama skyni.
Lárus segir í kosningablaði sínu,
aö það sé fyrir klaufaskap Haralds,
að þetta, en ekki annað betra fékst
samþykt á alþingi.
Hvernig stendur á því, að faöir
Lárusar skyldi ekki meðan íhaldið
réöi öllu 1 þingi og stjórn, fýrir-
skipa stjórninni aö reisa síldar-
bræðslustöö á Seyöisfirði ?
6 Var það af klaufaskap, eða
gleymdi hann þá Seyðfirðingum ?
Og hversvegna fyrirskipaði ekki
Lárus Magnúsi Guðmundssyni að
leggja fram þessar 100 þús. krónur,
eftir aö Haraldur þó haföi útvegað
heimildina ?
Kaffið kostaði í innkaupi kr. 898,21.
Tollurinn var 600 krónur,
eða ca. 70°/0*
Af verði kaffis, sem kostar 2 kr.
kiló er 80 aurar tollur. Svona er
umhyggja íhaldsins fyrir almenningi
í verki, þrátt fyrir fögru orðin og
kosningaloforðin.
Stóreignamaður, sem á skuldlaus-
ar 200 þúsund krónur, greiðir í
skatt af þeim 621,0i' kr. eða 6 af
þúsundi.
Svona er umhyggja íhaldsins fyrir
gæöingum þess.
Stóri sigurinn!
Blöö íhaldsins guma af því, aö
stærsti kosningasigur flokksins við
kosningarnar í fyrrásumar hafi ver-
ið unninn hér á Seyðisfirði af Lár-
usi Jóhannessyni. Þetta er nú frem-
ur tvírætt hrói hjá íhaldinu um
frambjóðanda sinn, en Lárus tekur
sér þaö þó sýnilega til tekna, því
á landsmálafundinum um daginn hóf
hann ræðu sína með því aö þakka
kjósendum þaö, hve góða þeir hefðu
gert för sína hingaö síöast, og
vænti þess, að för sín yrði aö þessu
•inni ekki lakari. Mun rétt af kjós-
endum að verða viö tilmælum Lár-
usar og vega nú enn meiri stórsig-
ur fyrir íhaldið meö því aö láta
hann detta enn rækilegar en í fyrra.
Áfengisgróðinn
og ríkisskuldirnar.
Á fyrri fundinum sagði Lárus að
réttast mundi að nota gróðann nf
Áfengisversluninni til þess að greiöa
ríkisskuldirnar Lá sumum viö að
broia að þessu, því ekki er laust
viö að heyrst hafi að Lárus hafi
ætlað nokkrum hluta þessa fjár að
renna dálítiö aðra leið. En Lárus er
göfuglyndur: úr því að honum mis-
tókst aö láta greipar sópa um fé
þetta sjálfur, þá má aumingja ríkis-
Kjósendur, sem kos-
ið hafa utan kjörstað-
ar, en eru staddir í
bænum á kjördegi,
eiga að taka atkvæða-
bréf sín hjá undir-
kjörstjórn og kjósa á
kjörstað, ella má bú-
ast við að atkvæði
þeirra verði eigi tek-
in til greina.
sjóðurinn nota þaö til að grynna á
skuldum sínum.
Fjáröflunarherför Lárusar.
Eins og kunnugt er, hóf Lárus
Jóhnnnesson mál mikið á hendur
ríkissjóði í þeim tilgangi, að kló-
íesta allmikla fjárfúlgu af gróða
Áfengisverslunarinnar. — En Hæsti-
réttur varö Lárusi örðugur viðfangs
og bægði honum frá fjárhirslu rík-
isins. Er nú Lárus kominn hingað
tii Seyöisfjarðar meö sárt ennið og
ætlar Seyðfirskum kjósendum að
hjálpa sér til aö komast í færi viö
ríkissjóðinn eftir annari Ieiö, þar
sem Hæstiréttur stendur honum
ekki í vegi. —
Munið að setja blýants-
kross framan við nafn
liaralds Guðmundsson-
ar. Engin önnur merki
eiga að vera á seðlinum.
Kross (X) við Harald.
Ábyrgðarmaður
Jónas Guðmundsson, Noröfirði.
Prentsmiðja Sig. Þ. Quðmundssonar.
Kðsningaskrifstofa Alþýðuflokksins
er á Vesturveg 4, uppi
(hús Jónu Bjamadóttur). — Munið að koma tfmanlega að kjðsa.