Okkar á milli - 01.06.1983, Blaðsíða 7

Okkar á milli - 01.06.1983, Blaðsíða 7
ÚTSÝNARFERÐ TIL LIGNANO A VERALDARKJÖRCIM 26. JÚLÍ Ferðaskrifstofan Útsýn býður Veraldarfélögum sérstök kjör í nokkrum feröa sinna og að þessu sinni býðst ferð til Gullnu strandarinnar með sérstökum afsláttarkjörum. Býðst Veraldarfélögum að haustí ISLENSKIR ST JORNMAL AMENN t> ÞEIRSETTUSVÍPA OLDINA Bókin sem sérstaklega hefur verið samin fyrir Veröld og býðst félögum að hausti. Saga íslenskra stjórnmála- manna á þessari öld, sem enginn Veraldarfélagi má láta sér úr greipum ganga. Grípandi, opinskáar frásagnir um þá menn sem hæst hefur borið í íslensku þjóðlífi og hafa verið örlagavaldar þjóðarinnar________________________________________ Saga 16 stjórnmálaskörunga rituð af 16 landsþekktum mönnum. Frásagnir af samstöðu, sundrungu, sigrum og ósigrum Sjálfstæðisbaráttan Kreppan Hernámið Inngangan í Atlantshafsbandalagið Saga allra þessara manna er hugtækt lestrarefni og allir komu þeir við sögu hinna mestu tiðinda islenskrar sögu á öldinni. Hér eru dregin fram megin- atriði í sambandi við pólitískan feril þeirra og áhrif. Hér er lýst uppeldi þeirra og mótun, persónueinkennum þeirra, þeim jarðvegi sem þeir spretta ur og þeim þjóðfélagsaðstæðum sem þeir störfuðu við. Allar eru greinarnar vel ritaðar, veita í senn skilmerkilega Kalda stríðið Landhelgisstríðin í bókinni er sagt frá öllum þessum atburðum á grípandi og sannverðugan hátt fræðslu um viðfangsefnið í stuttu máli og vekja jafnframt forvitni lesandans að kynna sér nánar hina umbrotamiklu stjórnmálasögu aldarinnar. Sigurður A. Magnússon, umsjónarmaður bókárinnar. segir réttilega í formála að ritgeróirnar séu „hnýsilegar heim- ildir bæði um viðfangsefnin og eins höfundana sjálfa sem óhjákvæmilega skilgreina sjálfa sig í hlutfalli eða samhengi við viðfangsefni sín." Lignano hefur verið einn alvinsælasti sumarleyfisstaður íslendinga undanfarin ár. Þar er baðströndin einstök, enda nefnd Gullná ströndin og gistiaðstaða Útsýnar á Lignano er sniðin að ströngustu kröfum okkar íslend- inga. Nánari upplýsingar um verð og tilhögun fást hjá Cltsýn, í síma 26611.

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.