Okkar á milli - 01.04.1988, Blaðsíða 2

Okkar á milli - 01.04.1988, Blaðsíða 2
Stofublóm og innigróður er stórglæsileg og ómissandi bók; bók, sem veitir nauðsynlegar upplýsingar, svo hægt sé að breyta heimilinu í gróðurvin Allt um stofublóm, inni- gróður og blómaskála Okkur er sannarlega ánægjuefni aö kynna bók mánaðarins að þessu sinni: Stofublóm og innigróður heitir hún og er eftir John Brookes, en umsjón með íslensku útgáf- unni hefur Óli Valur Hanson haft. Hérer um nýja bók að ræða, sem Iðunn gefur út. Glæsilegt verk Þetta er eitt glæsilegasta verk sem Veröld hefur boðið og lang stærsta og veglegasta bók sinnar tegundar, sem gefin hefur verið út á íslandi. Hún segir allt um blómin, um- hirðu þeirra og hvernig þau fá best notið sín. Litmyndir eru aí nær 150 algengum pottaplöntum og þörfum hverrar og einnar lýst nákvæmlega. í sérstökum köflum er fjallað um umönnun plantna, birtuþörf, hitastig, loftraka, áburðargjöf, potta og pottamold, umpottun, fjölgun og gróður- setningu, vatnsræktun, sjúkdóma og óþrif og margt fleira, með hjálp fjölmargra skýr- ingamynda. Leiðsögn um húsið í bókinni er einnig ítarleg umfjöllun um af- skorin blóm og þurrkun blóma og þurr- blómaskreytingar, ríkulega myndskreytt. Og í kaflanum Leiðsögn um húsið er að finna hugmyndir um val á blómum og gróðri í hvert herbergi hússins fyrir sig. Sá efnisþáttur er algjör nýjung í bókum af þessu tagi og á áreiðanlega eftir að njóta mikilla vinsælda. Helstu efnisþættir bókar- innar eru kynntir betur hér að neðan, en auk þeirra má nefna oröalista og ná- kvæma skrá yfir plöntuheiti. Ómissandi bók Hér á norðurslóðum höfum við þörf fyrir að bæta okkur upp stutt sumar á löngum vetri, og við gerum það best með því að hafa blómlegt í kringum okkur á heimilinu. En það er margs að gæta í sambandi við stofublóm, innigróður og blómaskála og því þörf á handbók í þeim efnum. Stofu- blóm og innigróður er því ómissandi bók; bók, sem veitir allar nauðsynlegar leið- beiningar um það sem þarf að gera til að breyta heimilinu í gróðurvin. Þetta er stór og glæsileg bók, sem á eftir að verða blómaunnendum til mikils gagns og veita þeim ómældar ánægjustundir. Lögun jurta, Stærð blaða, Lögun blaða, Litur blaðanna, Áferð blað- anna, Stærð blómsins og Lögun blómsins. * -| * INNIGRÓÐUR TIL SKRAUTS Að velja saman blóm og ílát, Megin- reglur niðurröðunar, Blómalýsing, Gróður í stíl, Að venju klifurjurtir ofl. UPPRÖÐUN BLÓMA ★ 3 * UPPRÖÐUN AF- SKORINNA BLÓMA Aö nota litahringinn, Að klippa blóm og búa um þau, Undirstöður í blómaskreytingum, Grundvallarat- riði skreytinga ofl. 2

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.