Okkar á milli - 01.04.1988, Blaðsíða 10

Okkar á milli - 01.04.1988, Blaðsíða 10
Nr.: 1713 Fullt verð: 988 kr. Okkar verð: 848 kr. Ævintýralegt konungsríki á ruslahaugnum Rympa á ruslahaugnum er skemmtileg bamabók eftir Herdísi Egilsdóttur kennara myndskreytt af Brian Pilkington. Það er býsna fróðlegt að kynnast henni Rympu, því að hún er svolítið öðruvísi en fólk er flest og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Bogga og Skúli voru fljót að komast að því daginn sem þau ákváðu að fara hvorki í skólann né heim til sín. Ruslahaugurinn er nefnilega konungsríkið hennar Rympu og þar getur lífið orðið ævintýri líkast. Herdís Egils- dóttir hefur áður sýnt það og sannað, að henni lætur vel að skrifa fyrir börn. Hér hefur henni tekist að skapa sérstæða og sprelllifandi persónu, sem allir krakkar hafa gaman af. Nr.: 1714 Fullt verð: 1.160 kr. Okkar verð: 640 kr. Hver er frægasti spæ jari Þýskalands? Já, hver skyldi vera frægasti leynispæjari Þýskalands? Sumir mundu eflaust svara um hæl og segja, að það væri Derrick. En um það eru að sjálfsögðu áhöld eins og allt annað. Og sá sem skákar honum er auðvitað sjálfur meistaraspæjarinn Baldvin Píff. Veröld gefur félagsmönnum sínum nú kost á að kynnast honum með því að kaupa tvær bækur um hann næstum á sama verði og ein kostar. Bækurnar heita Dularfullur draugagangur og Spiladósin spræka, höfundurinn er Wolfgang Ecke, en íslenska þýðingu gerði Þor- steinn Thorarensen. Þetta eru stórskemmtilegar bækur, sem eng- inn verðursvikinn af. Nr.: 1715 Fullt verð: 1.880 kr. Okkar verð: 1.598 kr. Kanntu að rækta garðinn þinn? Fyrir síðustu jól kom út ný og endurbætt útgáfa bókarinnar Rækt- aðu garðinn þinn eftir Hákon Bjarnason fyrrum skógræktarstjóra. Bókin fjallar um trjárækt í görðum. Sagt er frá gerð og lífi trjánna, næringarþörf þeirra, uppeldi trjáplantna, gróðursetningu, hirðingu og grisjun. í þessari þriðju útgáfu er bókarauki um trjárækt við sumarbústaði. Hákon Bjarnason hefur um tugi ára verið forystu- maður í trjárækt hér á landi og er því sakir reynslu og þekkingar öðrum færari til að veita leiðbeiningar um ræktun trjáa, sem að gagni koma. Auk bókaraukans eru plöntuteikningar í bókinni allar nýjar og gerðar af Eggerti Péturssyni. 10

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.