Okkar á milli - 01.07.1988, Blaðsíða 5

Okkar á milli - 01.07.1988, Blaðsíða 5
Frá afhendingu barnabókaverölaunanna 1988: Daviö Oddsson borgarstjóri ásamt verðlaunahöfundunum iöunni Steinsdóttur og Þorsteini Thorarensen. Móðir mín hefði frekar átt að fá verðlaun en ég — segir Þorsteinn Thorarensen ,,Ég hef haft áhuga á ævintýrum svo aö segja frá blautu barnsbeini," sagði Þorsteinn Thorarensen í örstuttu spjalli. „Móðir mín, Ingunn Eggertsdóttir, fékkst við skáldskap en fór dult með það eins og algengt var á hennar dögum. Hún þýddi Lísu í Undralandi, las hana fyrir okkur krakkana og gaf mér síðan þýðinguna. Ég lét prenta þýðinguna fyrir nokkru og var það fyrsta bókin sem Fjölvi gaf út í flokki heimsfrægra og sígildra barnabóka. Önnur bókin var svo Gosi, sem ég þýddi sjálfur og las einnig í útvarp við ótrúlega góðar undir- tektir. En þótt ég hlyti viðurkenningu fyrir Gosa og sé afskap- lega þakklátur fyrir hana, þá verð ég að segja það, að móðir mín hefði frekar átt að fá verðlaun en ég. Mín þýðing er aðeins daufur endurómur af hennar.“ Nr. Fullt verð Okkar verö Bók 2231 1.480 kr. 1.245 kr. Kassettur 2232 2.380 kr. 1.995 kr. Bók og kassettur 2233 3.860 kr. 3.094 kr.* *(kemur á tveimur gíróseðlum sem greiða má með mánaðar millibili) G O S I verðlaunabók og snælda Um síðustu áramót buðum við félagsmönnum okkar bókina um Gosa í þýðingu Þorsteins Thorarensen og einnig hinn vinsæla upplestur hans á sögunni í útvarpi-áfjórum hljóðsnældum. Undir- tektir voru góðar, enda telst Gosi einn af hátindum barnabók- mennta heims. Síðan hefur það gerst, að Þorsteini voru veitt verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu sína á bókinni, og í tilefni af því bjóðum við aftur bæði bók og snældu, sitt í hvoru lagi eða hvort tveggja. Peningatré Ævintýrið um spýtustrákinn Gosa er eftir ítalann Carlo Lorenzini, sem notaði dulnefnið Collodi. Gosi kom út á íslensku endur fyrir löngu í styttri útgáfu, en þýöing Þorsteinserfyrstaheildarþýðingin. Það gerast mörg furðuleg ævintýri í þessari ógleymanlegu sögu. Einu sinni breyttist Gosi til dæmis í asna og ætlaði að verða ríkur á því að sá peningum í jörðu, svo að peningatré yxi upp af. Síðasta tækifærið Þetta er síðasta tækifærið til að eignast Gosa á hagstæðu félags- verði - þetta listaverk, sem nú hefur verið verölaunað í íslenskum búningi Þorsteins Thorarensen. Missið ekki af því! Syngjum um verslunarmannahelgina Vasasöngbók Valdimars, öðru nafni Valdimaria, er bók sem allir þurfa að hafa í vasanum á ferðalögum, til dæmis um verslunarmannahelgina. í bókinni eru yfir 400 söngvar, bæði íslenskir og erlendir, og það er Valdimar Örnólfsson sem hefur valið þá. Þetta er ómissandi bók fyrir þá mörgu sem hafa gaman af að taka lagið. Nr.: 2234 Fullt verð: 815 kr. Okkar verð: 699 kr. 5

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.