Okkar á milli - 01.08.1988, Síða 3

Okkar á milli - 01.08.1988, Síða 3
Á næturklúbbi i Hong Kong hefur nafn verið skrifað með fingri á blóðstorkið gólfið. Þetta er nafn manns sem heimurinn vill að sé gleymdur og grafinn: Jason Boume . . . ROBERT LUDLUM Bækur hans seljast í milljónum eintaka um allan heim Þaö var árið 1971 sem fyrsta skáld- saga Roberts Ludlum, Scarlatti-arfur- inn, kom á markaðinn og varð þegar metsölubók. Síðan hefur hver bókin rekið aðra, og mánaðarbókin okkar, sem heitir á frummálinu The Bourne Supremacy en hefur hlotið nafnið Hartá móti hörðu í íslensku þýðingunni, er hin tíunda í röðinni. Vaxandi vinsældir Bækur Roberts Ludlum eru varla fyrr komnar út en þær skipa efstu sætin á metsölulistum um allan heim. Vinsældir hans hafa jafnt og þétt farið vaxandi með hverri nýrri bók. Alls hafa skáld- sögur Ludlums nú verið gefnar út í yfir tuttugu milljónum eintaka í 22 löndum. Kemur á óvart En hvernig skyldi höfundurinn fara að því að skrifa sögur sem eru svo eftirsótt- ar? Bandaríska stórblaðið New York Times sagði í ritdómi um eina af nýrri sögum Ludlums, að ástæða hinna miklu vinsælda væri sú, að honum tækist jafn- an að koma lesendum sínum á óvart í miklu ríkara mæli en öðrum höfundum sem fást við að skrifa spennusögur. Aö skemmta lesendum í nýlegu blaðaviðtali segir Robert Ludlum frá ritstörfum sínum og kemst m.a. svo að orði: ,,Ég hef valið mér það hlutskipti í bókmenntunum að skemmta lesendum mínum og hef það markmið ævinlega í huga þegar ég skrifa bækur mínar. En hvort sem höfundar skrifa í gamansömum tón eða háalvarlegum, veröa þeir að snerta lesandann með einhverju móti; vekja undrun hans, hneyksla hann eöa ganga jafnvel fram af honum. Þetta hef ég reynt að gera eftir bestu getu.“ Fimm á íslensku Setberg hefur einkaleyfi á útgáfu bóka eftir Robert Ludlum hér á landi og hefur nú gefið út fimm af skáldsögum hans. Fyrsta bókin sem þýdd var á ís- lensku heitir Eiturlyfjahringurinn og kom út 1983, Svikamyiian kom 1984, Scarl- atti-arfurinn 1985. Milli lífs og dauða 1986, Hart á móti hörðu 1987 - og ný saga kemur í haust. 3

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.