Leo - 01.12.1984, Page 14

Leo - 01.12.1984, Page 14
14 - LEO Sparibaukurinn - Jólasaga eftir E. Norman Torry Þaö var aðfangadagskvöld. Þokan lagðist yfir heiðina og kirkjuklukk- urnar í Princetown hljómuðu í kvöldkyrrðinni. Þær hringdu jóla- hátíðina inn í litla heimilið á heið- inni, en f Princetown var stórt fang- elsi og þangað bárust einnig ómar kirkjuklukknanna, þótt boðskapur þeirra virtist eiga þangað lítið er- indi. í einu hinna smáu býla á heiðinni var allt kyrrt. Bóndinn og kona hans höfðu farið höfðu farið til nábúa sinna, en í litlu kvistherberfi lá sex ára gamall drengur og hlustaði á klukknahijóminn. Faðir hans hafði að vísu sagt honum, að hann þyrfti ckki að eiga von á heimsókn jóla- sveinsins að þessu sinni, því að nú væri jólasveinninn orðinn svo fá- tækur, að hann ætti fært nokkrar gjafir. Móðir hans hafði samt hugg- að hann með því að segja honum, að jólasveinninn mundi áreiðanlega láta eina spæsíu í sparibaukinn hans, þótt hann væri nú svo illa staddur. Hún var reyndar sjálf eina mann- eskjan, sem lagði aur í sparibaukinn hans, þá sjaldan að hún eignaðist peninga. Nú lá Pétur litli Ruddock í rúmi sínu og beið þess, að jóla- sveinninn kæmi nú samt sem áður, því að hann áleit, að jólin kæmu með jólasveininum og án hans yrðu engin jól. Hann gerði það, sem hann gat, til þess að halda augunum opnum. A borðinu við hliðina á honum stóð kerti og eldspýtustokkur. Hann hafði lofað móður sinni að hann skyldi ekki vera hræddur, þó að hann væri einn, enda fannst honum mikið öryggi í því, að geta sjálfur kveikt Ijós, ef hann vildi. Þegar hann heyrði hljóma kirkju- klukknanna varð hann glaður, því að hann var þess fullviss, að jóla- sveinninn mundi koma, þegar hann heyrði í kirkjuklukkunum, og þegar hann kæmi, ætlaði hann að segja honum að sér þætti það auðvitað leiðinlegt að hann skyldi vera orð- inn svona fátækur, en það gerði ekkert til, þó að hann hefði engar gjafir meðferðis. En hvað var nú þctta? Allt í einu heyrði hann aðra klukknahljóma. Hann scttist upp í rúminu og hlust- aði; ef til vill voru þetta klukkurnar á sleða jólasveinsins. Hann vissi ekki, að þetta voru klukkur fangels- isins og að hringing þeirra táknaði, að fangi hefði sloppið. I skugga fangelsisvegsins hreyfð- ist dökkur skuggi. Þegar klukkur fangelsisins hljómuðu, breyttist skugginn í mannsmynd, klædda röndóttum fangabúningi. Hann var hár vexti, en magur, og skalf af taugaæsingi. „Þeir skulu ekki ná mér,“ hvíslaði hann. Hann fálmaði út í loftið og leitaði sér útgöngu, en hugsunin um blóð- hundana og vopnaða lögregluna, sem nú leitaði hans, gerði hann var- káran. í þrjú löng ár hafði hann beðið færis og nú allt í einu gafst honum tækifærið. Án þess að hugsa sig um notaði hann það, þó að hon- um væri Ijóst, hversu lítil von var til að hann slyppi, því að þegar dagaði, mundi fangabúningurinn koma upp um hann, þótt honum tækist að sleppa út. Umfram allt varð hann að finna bændabýli, þar sem hann gæti náð sér í föt. En hann var eins og blindur maður vegna myrkursins. Að lokum kom hann að lágum vegg; hann fylgdi honum eftir, uns hann kom að hliði. í myrkrinu gat hann greint hús og þangað læddist hann. Sér til mikillar undrunar fann hann að dyrnar voru ólæstar - hinn þreytti bóndi var að öllum líkindum sofnaður. Hann lauk upp dyrunum og fór inn. Þegar hann hafði lokað hurð- inni á eftir sér, fann hann til blygð- unartilfinningar, því að það var ann- að að falsa smávegis í bókfærslu- bókum en að stela frá fátækum bónda. En það gilti hann frelsið, svo að honum fannst hann ekki eiga neitt annað úrræði. Hljóðlega dró hann stígvélin af fótum sínum og læddist upp stiga, sem hann áleit að lægi til svefnherbergja; ef hann hefði heppnina með sér mundi hann finna eitthvað, sem hann gæti klæðst. Hann hlustaði, en heyrði ckkert nema hjartslátt sjálfs sín og dauft hljóð frá klukki, ti - tik. Hann komst upp þrepin og fálmaði fram fyrir sig og fann hurðarkarm og síð- an sneril. Þá heyrði hann allt í einu lágt hljóð, eins og kveikt væri á eld- spýtu, en síðan heyrði hann sagt með barnsrödd: „Komdu inn jólasveinn, ég heyri til þín.“ Fanganum fannst hjarta sitt hætta að slá og kaldur sviti spratt á enni hans. Þetta var að vísu aðeins barnsrödd, en ef til vill voru fleiri vakandi. Hann ætlaði að taka til fót- anna og hlaupa í burtu, en þá heyrði hann sagt aftur: „Komdu inn jólasveinn." í gegnum rifu á hurðinni sá hann að kveikt hafði verið Ijós. Ef til vill var enginn í hcrberginu nema þetta barn. Hann áræddi að opna hurðina ofurlítið og gægjast inn. í rúminu sat lítill, Ijóshærður hrokkinkollur, augun Ijómuðu af eftirvæntingu, en á borðinu við hlið hans logaði á kerti. „Ég er búinn að bíða eftir þér í allt kvöld," sagði Pétur litli Ruddock. „Ég hcf verið einn í hús- inu í allt kvöld og ekki getað sofnað, af því að ég var viss um að þú mund- ir koma.“ Það var enginn annar í húsinu. Þá var ef til vill ennþá von. „Hafðu ekki hátt, drengur minn,“ sagði fanginn um leið og hann lok- aði hurðinni á eftir sér. „En hvað þú ert skrýtinn,“ sagði drengurinn. „Þú ert ekki reiður við mig, þó að ég hafi haldið mér vak- andi til að sjá þig? Pabbi segir að nú sért þú svo fátækur, að þú hafir ekki efni á að gefa neinar gjafir. - En hvað ert þú búinn að gera af skegginu þínu?“ „Hvað áttu við?“ Fanginn hafði ekki átt von á svona góðum við- tökum og hann hafði alveg gleymt því að það var aðfangadagskvöld. „Þú ert annars vanur að vera með rauða húfu og hvítt skegg, en þú vilt ef til vill ekki vera þannig núna, af því að nú ert þú svo fátækur?“ Svipur fangans varð mildur, þegar hann skildi, hvernig í öllu lá og hann svaraði: „Faðir þinn sagði satt - nú get ég engar gjafir gefið þér.“ „Mér finnst dálítið leiðinlegt að þú skulir ekki vera með rauðu húf- una þína og skeggið, en það er auð- vitað fáætktinni að kenna hvað fötin þín eru skrýtin." Fötin, já, í augnablikinu hafði hann gleymt til hvers hann kom. Honum féll það að vísu þungt, að þurfa að hryggja þennan litla og saklausa dreng, sem trúði því að hann væri jólasveinn. „Já, vinur minn. Það var einmitt vegna fatanna, sem ég kom til þín, því að ég hélt, að þú myndir ef til vill geta hjálpað mér um föt af hon- um föður þínum. Það bíður mín annar drengur í Ameríku og ég vildi ekki þurfa að koma til hans í þess- um fötum. En á næstu jólum get ég vonandi fært þér fallegar gjafir.“ Pétur litli spratt á fætur. Honum fannst þetta allt vera eins og spenn- andi ævintýri. „Segðu mér: Hvað er þessi dreng- ur í Ameríku gamall - og hvernig lítur hann út?“ „Ég má ekki vera að því að segja þér það núna, en finndu nú fyrir mig föt,“ sagði fanginn óþolinmóður. „En næst skal ég segja þér allt um hann.“ „Jæja, komdu með mér inn í svefnherbergi pabba og mömmu og ég skal sýna þér hvar fötin hans pabba eru,“ svaraði Pétur dálítið leiður. í svefnherberginu fundur þeir föt og fanginn fór þegar að hafa fata- skipti. Ef til vill tækist honum að sleppa. „Én hvar eru tréskórnir þínir?" spurði drengurinn. „Ég vildi ekki vekja þig, ef þú svæfir og fór þess vegna úr þeim fyr- ir neðan stigann.“ Nú leit fanginn út eins og virðu- legur bóndi og dró húfuna niður fyr- ir eyrun, til þess að síður sæist fram- an í hann. „Nú verð ég að fara, því að litli drengurinn í Ameríku er alveg að sofna." „Getur þú alls ekki verið hjá mér í hálftíma? Ég er ekkert syfjaður og við gætum leikið okkur.“ Hann horfði á þennan litla og indæla dreng og hugsaði með sér, að ef til vill ætti hann eftir að eignast svona dreng. „Ég verð að flýta mér, en mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki gefið þér eitthvað, en ég á enga pen- inga.“ Pétur brosti. Honum datt allt í einu nýtt í hug. „Komdu aftur með mér inn í svefnherbergið mitt.“ Fanginn var orðinn órór yfir að komast ekki af stað, en hann fylgdi samt drengnum eftir. Drengurinn fór niður í skúffu og tók upp spari- bauk. „Taktu þennan sparibauk með þér; það eru margir peningar í honum; hann er næstum því fullur." Drengurinn rétti fanganum spari- baukinn. Hann færðist undan að taka við honum, því að honum fannst hjálp- semi drengsins vera meiri en hann gæti þegið. „Þér er alveg óhætt að taka hann. Ég eignast áreiðanlega aftur aura, en þér liggur á að kaupa þér föt.“ Fanginn tók við sparibauknum og sagði: „Þú ert góður drengur og ég þakka þér innilega fyrir, - en hlust- aðu hvaða hljóð var þetta?“ „Það er bara gamla stofuklukkan. Hún ætlar að fara að slá.“ „Nú verð ég að fara, en vilt þú lýsa mér niður tröppurnar með kert- inu þínu.“ Fanginn flýtti sér niður stigann í fötum bóndans og með sparibauk drengsins í vasanum. „Góða nótt og gleiðleg jól!“ kall- aði Pétur á eftir honum. „Þakkað þér fyrir, vinur minn,“ sagði fanginn um leið og hann hvarf út í myrkrið. Jólaklukkurnar sendu fagnaðar- og friðarboðskap sinn út í kyrra nóttina. Fimmtán ár eru liðin frá aðfanga- dagskvöldinu, sem áður var frá sagt. Pétur litli Ruddock var orðinn full- tíða maður og hafði fyrir móður sinni að sjá, því faðir hans var dáinn og hafði ekkert látið eftir sig nema jörðina og fyrir andvirði hennar höfðu þau flust til Lundúna. Pétur hafði unnið sig upp frá því að vera verslunarmaður í lítilli verslun í bókhaldarastöðu hjá stóru fyrirtæki, sem flutti inn trjávörur og aðrar vörur frá Ástralíu. Laun hans voru lág, en með ýtrustu sparsemi tókst þeim að lifa af þeim. Nýlega höfðu átt sér stað eigenda- skipti á fyrirtæki því, sem hann vann hjá. Hinn nýi eigandi var sagður mjög ríkur og átti að hafa eignast auð sinn með sauðfjárrækt í Ástral- íu. Hann var sagður maður harður í lund og hvatskeyttur. Með árunum hafði Pétur orðið bitur í skapi og leiður á lífinu. Þegar húsaleigan var greidd, var sjaldnast nóg eftir af peningum fyrir brýnustu nauðsynjum, hvað þá heldur að hann gæti gert sér dagamun eða glatt móður sína. Móðir hans var oftast sjúk, og að lokum varð ekki hjá því komist að leita læknis, þótt fjárhagurinn leyfði þar varla. „Móðir yðar þarfnast loftslags- breytingar. Til dæmis væri gott að hún gæti farið til Suður-Frakklands eða ftalíu og dvalið þar í kyrrð og friði að minnsta kosti í hálft ár.“ Pétur sá enga leið til að þetta gæti orðið og nú var vetur og ferð móður hans gerðist æ meiri nauðsyn. Að lokum komst Pétur að þeirri niður- stöðu, að eina launin mundi vera að falsa bækur fyrirtækisins og fá þann- ig tvö hundruð pund, og hvað mun- aði þetta rfka fyrirtæki um tvö hundruð pund? En fyrir hann höfðu þau mikið að segja, eða jafnvel allt að segja, því að móðir hans var eina manneskjan, sem hann lifði fyrir, og ef hún létist, var æra hans honum lítils virði. En hann hafði ekki reiknað með því að móðir hans mundi komast raun um, hvað hann hefði gert. Hann sagði henni að hann hefði fengið peningana að láni hjá vini sínum, en hún sá, að hann var að segja ósatt. „Kæri Pétur,“ sagði móðir hans. „Við skulum ekki kaupa hamingju okkar svo dýru verði. Þú manst eftir fangelsinu á heiðinni og við viljum hvorugt, að þú eigir eftir að vera þar fangi.“ „Ég hef ákveðið að taka afleið- ingunum, og þar að auki munar eig- andann ekkert um þessa upphæð.“ „Þetta er afsökun, sem margir hafa notað á undan þér, en þvoðu hendur þínar af þessu verki og skilaðu peningunum aftur. Við skulum halda áfram að berjast heið- arlegri baráttu fyrir tilveru okkar.“ „Eg get ekki skilað peningunum aftur,“ stundi Pétur. „í kvöld er aðfangadagskvöld. Við höfum alltaf getað haldið jólin hátíðleg, þó að við værum blásnauð, og nú skulum við ekki láta þessa peninga skyggja á jólagleði okkar.“ „En mamma, þó að ég færi með peningana aftur til mr. Gaunt mundi hann láta lögregluna skerast í málið og þá liði ég þessa vansæmd til einskis,“ ansaði Pétur þrár. Að lokum lét Pétur þó undan þrábeiðni móður sinnar og fór til fundar við mr. Gaunt, eiganda fyrir- tækisins. „Það er ungur maður hér, sem vill fá að tala við yður.“ „Hvað heitir hann?“ spurði mr. Gaunt þjóninn, sem færði honum þessi boð. „Hann segir að þér þekkið sig ekki.“ „Vísið þér honum samt inn. Það hlýtur að vera áríðandi, fyrst hann kemur svo seint á aðfangadags- kvöldi.“ Pétur Ruddock gekk inn í skrif- stofu mr. Gaunts. Hann bauð hon- um sæti, en Pétur þáði það ekki, heldur sagði fljótmæltur: „Ég heiti Pétur Ruddock og er bókhaldari við fyrirtæki yðar. Ég hef falsað bækurnar og tekið tvö hundruð pund frá fyrirtækinu, en ég skila þeim hér með aftur." Hann lét seðlabunka á borðið. „Fáið yður sæti,“ sagði mr. Gaunt aftur og benti honum á stólinn. „Ætlið þér að gefa mér einhverja skýringu á þessu?“ „Ég ætla ekki að afsaka mig, ef það er það, sem þér eigið við.“ „Það gerist enginn afbrotamaður án þess að hafa ástæðu til þess og ég vil fá að heyra ástæðuna. Hafið þér ef til vill verið óheppinn í spilurn?" „Það er ekki ástæðan,“ ansaði Pétur skjálfraddaður af reiði. Síðan sagði hann honum frá móður sinni og heimilisástæðum. Hann lauk máli sínu með því að segja: „Ég bíð eftir dómi yðar.“ „Vitið þér, að þetta getur kostað yður margra ára fangeisi? Þér yrðuð að þola þá verstu hegningu, sem til er, að vera sviptur frelsinu." „Ég veit fullvel um líf fanganna, því að ég er fæddur og uppalinn í nágrenni Dartmoorfangelsins." „Dartmoor . . .?“ Hann leit spyrjandi á Pétur. „Já, faðir minn var bóndi skammt frá fangelsinu." „Dartmoor," endurtók Gaunt. „Það er ekki góður staður fyrir drengi að alast upp á.“ „Ég skildi eiginlega ekki hvað fangelsið var fyrr en ég var tíu til tólf ára gamall." „Þér voruð þá ekki hræddur við fangana?“ „Nei, ég var ekki hræddur við þá, en er það ætlun yðar að leika yður að mér eins og köttur að mús?“ Gaunt virtist annars nugar og í þögninni heyrðust hljómar kirkju- klukknanna, sem hringdu hátíðina í garð. „Merkilegt,“ sagði Gaunt að lokum. „Aðfangadagskvöld, - kirkjuklukkur. - Afsakið þér, Ruddock, að ég var annars hugar, en segið mér, er ekki mjög erfitt að strjúka úr Dartmoorfangelsinu?" „Mér vitanlega hefur aðeins ein- um manni tekist það, og það var nú eiginlega mér að þakka. Ég hélt að hann væri jólasveinninn og lét hann hafa föt af föður mínum. Ég var svo hýddur daginn eftir fyrir tiltækið." „Hvað segið þér . . .?“ sagði Gaunt, en svo var eins og hann átt- aði sig, þegar Pétur reis á fætur og sagði: „Ég hef reynt að sýnast rólegur á meðan ég hef beðið eftir dómi yðar, en nú get ég ekki meira. Hvað ætlið þér að gera við mig?“ „Ég get ekki dæmt. Við erum öll syndug. Þar að auki álít ég að það sé til verri hegning en fangelsi, slæm samviska." Augu Gaunts Ijómuðu. Hann tók úr skrifborðsskúffu sinni ávísana- hefti og skrifaði ávísun, sem hann svo fékk Pétri. „Það gleður mig að fá nú tækifæri til að greiða gamla skuld. Taktu þessa ávísun og farðu með móður þinni til Ítalíu. En segðu mér, hve há eru laun þín?“ „Tvö og hálft pund á viku,“ ans- aði Pétur undrandi. „Mér datt það í hug, því að það eru einmitt laun sem knýja menn til að vera óheiðarlegir. Hér eftir færðu tíu pund á viku.“ Gaunt lét bifrciðarstjóra sinn aka hinum hamingjusama unga manni heim. Sjálfur gekk hann að vand- lega læstum peningaskáp og opnaði hann. Út úr honum tók hann gaml- an og ryðgaðan sparibauk og virti fyrir sér. ú

x

Leo

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leo
https://timarit.is/publication/847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.