Leo - 01.12.1974, Blaðsíða 1

Leo - 01.12.1974, Blaðsíða 1
Auglýsingablað gefið út af Lionsklúbbnum HÆNG, Akureyri ARNI GUNNARSSON, fréttamaðui: ÁVARP Snorri Sigfússon, fyrruni námsstjóri, varð níræður 31. ágúst síðastliðinn. Um það lcyti afhenti Blaðamannafélag íslands Reykjavrkurdeild Rauða Kross íslands hinn umtalaða hjarta- bíl, eða neyðarbíl, sem reynst hefur framar öllum vonum. — Þegar börn Snorra fóru að hugleiða hvernig þau gætu glatt föður sinn á afmælisdaginn, sáu þau, að Blaðamannafélagið hafði gert grein fyrir þeim hugmyndum að safna fé til kaupa á hjartabíl fyrir Norðurland. — Hjartabíll Reykvíkinga var gefinn til minningar um Hauk Hauksson blaðamann, en hann var fyrsta barnabarn Snorra Sigfússonar, sem hafði á honum mikið dálæti. I framhaldi af þessu fékk Anna Snorradóttir, dóttir Snorra, þá hugmynd, að rétt væri að þau systkinin gæfu stofnframlag í söfnun til kaupa á hjartahíl fyrir Norðurland. Hún nefndi þessa hugmynd við föður sinn, sem ekki hafði áhuga á persónulegum gjöfum á afmælisdaginn. Snorri fagnaði þessari hugmynd mjög, og eftir að hafa heyrt hana fannst hon- um annað ekki koma til greina. Eftir að þau systkinin greindu frá þessari ákvörðun vaknaði mikill áhugi meðal vina og frændfólks Snorra á því að stofn framlagið yrði veglegt, og er það nú orðið um hálf milljón króna. Gjafir hafa borist víða að; stórar og smáar, og til gam- nas má geta þess, að ekkja Frey- móðs Jóhannssonar, málara, sem nú býr í Kaliforníu, og var nemandi Snorra, sendi fimmtíu dollara, er hún las um söfnunina í hlöðunum. Af þessari hálfu milljón hafa börn Snorra gefið 280 þúsund krónur. Svarfdæl- ingar gáfu ríflega fjárhæð. Fleiri, sem vildu þakka Snorra Sigfússyni, golt og gæfuríkt starf sendu fjárhæðir. Hjartabíll Norðurlands verð- ur því lengdur nafni Snorra Sig" fússonar og Hauks Haukssonar, barnabarns hans. Vart getur grundvöllur söfnunarinnar ver- ið belri. — Ekki þarf að kynna Snorra Sigfússon fyrir lesendum þessarar greinar. Hann fæddist 31. ágúst 1884 á Brekku í Svarf- aðardal. Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson, hóndi þar og á Grund í Svarfaðardal, og kona hans, Anna Sigríður Björnsdótt- ir. Snorri hlaul góða menntun og slundaði framhaldsnám í Danmörku, Noregi og Englandi. Hann var heimiliskennari á Ak- ureyri 1906 og 1907. Kennari var hann í Arnarneshreppi 1909 og 1910. — Hann hélt unglingaskóla í Svarfaðardals-, Arskógs- og Olafsfjarðarhreppi 1910 til 1912. Þá var hann skóla stjóri barnaskólans á Flateyri frá 1912 til 1929. Hann var kennari við barnaskólann á Ak- ureyri 1929 og ’30 og skólastjóri frá 1930 til ’47. Námsstjóri harnafræðslunnar á Norður- landi var hann 1941 til ’43 og aítur frá 1944 lil ’54. Árið 1954 kom hann á fót Sparifjársöfnun skólabarna á vegum Landsbank- ans og hafði þá forystu á hendi í fimm ár. — En það var fleira |***H*H*H*«**H*H**»*H*H*H^**H*H*H*H*4 *♦**♦**♦**«**V********* en skólamál, sem Snorri fékkst við. Hann var ráðsmaður á sumrum, síldarmatsmaður og yfirsíldarmatnsmaður var hann á Vestfjörðum 1916 til ’28. Hann var í hreppsnefnd Mos- vallahrepps og oddviti um tíma í þeim hreppi og síðar í Flateyr- arhreppi, þar sem hann var einn ig formaður sóknarnefndar. Þá var hann söngstjóri á Flateyri og í Hohskirkju og stofnandi og formaður Lestrarfélags Flateyr- inga í mörg ár. Hann var for- maður Kennarafélags Eyjafjarð ar frá stofnun 1931 til 1954 og þannig mætti lengi telja. Fyrir störf sín hefur liann hlotið marg víslega viðurkenningu. Snorri Sigfússon hefur ritað mikið um skóla- og menningarmál, og er óhætt að fullyrða að fáir menn hafa unnið skóla- og menningar málum landsins jafnmikið gagn og Snorri Sigfússon. Atorka hans og dugnaður eru annáluð, og má segja, að Norðlendingar eigi honum margt að þakka. Vonandi verða störf hans met in í tengslum við söfnun þá, sem nú er hafin fyrir hjartabíl Norð- lendinga. — Þessi bíll verður jafnvel ennþá fullkomnari en bíll sá, sem Reykvíkingar hafa eignast. Hann verður af gerð- inni Range Rover, með drifi á öllum hjólum og er því einkar hentugur til flutninga í ófærð og á slæmum vegum. — Grind bíls- ins verður lengd um rúman metra. A honum verður spil, sem hefur fjögurra tonna drátt- arkraft. Grindin verður sérstak- lega styrkt og tvöfalt rafkerfi verður í bílnum. Þetta verður fyrsti sjúkrabíllinn á Norður- löndum, sem búinn verður svo- Neyðarbíll, svipaður þeim, sem norðlendingar fá. nefndum hjarta-hljóðsendi, sem tengja má við síma eða talstöð. 1 hílnum verður auk þess hjarta. línurit, rafloststæki, slímsog- dæla, súrefnistæki, sjálfvirkur „súrefnisskammtari“, þrjár gerð ir af sjúkrabörum, vaskur, full- komin aðstaða fyrir lækni og sjúkraliða, sjálfvirkt hitakerfi og þannig mætti lengi telja. Ymis hjálpartæki verða auk þess í hílnum, sem geta komið að not um er alvarleg slys her að hönd- um. Á bílnum eru vinnuljós, sem beina má að slysstað, og er óhætt að fullyrða að engu hafi verið gleymt af nútíma tækni, sem getur gert sjúkruflutninga öruggari og eykur líkur á því að fleiri mannslífum verði bjarg- að. — í nóvember var áætlað verð á bílnum um fjórar milljón ir króna, og er þá reiknað með því að tollar og innflutnings- gjöld verði felld niður og takist að fá bílinn fluttan til landsins, án endurgjalds. — Þess er að vænta, að bíllinn verði tilbúinn í febrúar eða mars á næsta ári. Ljóst er, að mjög þarf að herða á söfnuninni til þess að nægilegt fjármagn safnist, og er það ein- læg von Blaðamannafélagsins að það takist. — Á þessum vett- vangi verður ekki um það rætt hvernig híllinn verður rekinn á Akureyri. — Skylt er að taka fram, að þær deilur, sem risu um hjartabíl Reykvíkinga stöf- uðu að miklu leyti af misskiln- ingi og hefur það mál verið leyst á farsælan hátt. — Þess má að lokum geta, að hjartabíll Reykvikinga hefur verið í stöð- ugri notkun og hann þegar hjargað mannslífum. — Þeir menn, sem hafa veg og vanda af rekstri bilsins segja hann full- komnasta farartæki, er þeir hafi notað og komi vart til greina en að framvegis verði aðeins slíkir bílar keyptir til landsins. Má því með réttu segja, að með kaupum þessa bíls hafi orðið tímamót í öllum sjúkraflutning- um. t * y y y y y y y y y y y y x i k X * y Verðlaunamyndagáta er á blaðsíðu 3—7 \ síðum 3—7 er myndagáta. Veitt verða verðlaun að upphæð kr. 25.000 fyrir retta lausn — Sérstakur seðill er á síðu 2 og skai úriausnin skrifuð á hann! — IJrlausnir sendist i posthólf 655 fyrir 20. desember nk. — Dregið verður úr réttum úrlausnum og verð- laun afhent þann 23. desember. I x * ? y I y :í t t x

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.