Neisti - 06.06.1931, Blaðsíða 2
2
NEISTI
Pað er ein slík tölumynd.sem að
Kommúnistar hafa látið frá sjer fara,
sem eg jeg vil sýna ykkur lesendur
góðir, og svo skuluð þið sjálfir
dæma, því það má bæði segja satt
og ósatt með tölunum.
Myndin er svona: I stefnuskrá
Kommúnista við kosningarnar 12
júní stendur á fyrstu síðu í 17. 18.
og 19. Iínu neðanfrá, „Aðeins á ár-
unum 1928 og 1929 nam gröði
reykvískra auðmanna á verkalýðn-
um 18 miljónir króna að þeirra eig-
in uppgjöf". Með öðrum orðum,
9 miljónir á ári, en í Verklýðsblað-
inu frá 20. maí 1931 stendur í 3.
dálki á 1. síðu í 26., 27. og 28.
línu neðanfrá: Árin 1926—1929
ukust eignir Reykvíkinga um 6 mil-
jónir á ári til jafnaðar, samkvæmt
framtali eigendanna sjálfra.
Lesendur góðir, þið munuð ekki
verða iengi að sjá mismuninn; í
stefnuskránni er 18 miljóna auður
að myndast á 2 árum 1928 og ’29,
en í Verklýðsblaðinu er 18 miljóna
auðurinn að myndast á 3 árum.
Petta eru töluð sem tala og sýna,
hvernig að Kommúnistar, sem eru
svo „stjettvísir“ fara með þær, 18
miljónir á auðsöfnunin að vera,
en þeim kemur bara ekki saman
-um hve mörg árin eiga að vera.
Pað lítur út fyrir að þeir hafi verið
í „tölustykki" eins og drengir svooft
gera, og að sá þeirra sem kom
miljóna auðnum yfir á 2 ár telji
sig hafa unnið. En sjeu allarþeirra
tölumyndir eftir þessu, þá verði
þeim að góðu, því þótt verkamenn
og verkakonur handleiki annað meir
en starðfræði, þá sjá þeir þó að
þessar tölur eru sjáifum sjer ekki
samkvæmar.
Og tnd ekki sama segja um Komm-
únistatfokkinn og tölurnar þeirra?
Erlendar lögskýringar
um
stjórnarskrárbrotið.
Peir ísl. lögfræðingar, er bestir
hafa verið. t. d. Páll Vídalín, hafa
barist á hæl og hnakka gegn því,
að erlendur rjettur eða erlendar
rjettarvenjur yrðu heimildarlaúst not-
aðar og innleiddar á Islandi.
Pað, að beita erlendum lögum
og erlendum rjettarvenjum á íslandi,
hefir, sem vonlegt er, hingað til
þótt hin verstu níðingsverk. En
það að beita hjer lögskýringum er-
lendra manna á erlendum lögum
sem gildandi íslenskum rjetti, minn-
ist jeg ekki að átt hafi sjer stað fyr
en nú.
Pað er sorglegur sannleiki, að
síðan stjórnarskrárbrotið var fram-
ið, hafa' blöð stjórnarinnar nálega
ekkert getað fært stjórnlagabrotinu
til varnar annað en erlend ódæmi
í stjórnlagabrotum og skýringar er-
lendra manna á erlendum lögum.
Ekkert sýnir betur en þetta, hversu
herfilegt það Iögbrot er, sem stjórn-
in hefir framið, því ef málstaður-
inn væri betri, mundi betra til um
varnir.
Ur ódæmasafni „Tímans“ hefir
fallið eitt erlent sýnishorn, sem gæti
talað málstað stjórnarinnar ekki síð-
ur en hin:
Sumarið 1920 hafði Kristján X.
Danakonungur við völd ráðuneyti,
er á ófriðarárurum hafði tekist að
halda landinu utan við eyðilegg-
ingu og viðurstygð heimsstyrjaldar-
innar og sem hafði fastan meiri-
hluta í þinginu. Af einhverjum á-
stæðum vildi konungur og sjálfsagt
fleiri nú breyta til. Konungur kall-
aði þá til sín nokkra menn utan
þings með málafærslumann einn i
broddi fylkingar og gerði þá að
ráðherrum sínum. Pannig leysti
konungur stjórnina, sem hafði meiri
hluta í þinginu, af og Ijet svo sína
nýju stjórn rjúfa þingið. Petta gat
gengið í Danmörku, þarsemþrælk-
un aðalsvalds og einveldis liggur
enn sem mara á hugsunarbætti
fólksins.
En ef það á að geta viðgengist
á Islandi, að konungsvaldið geti
rofið þing, án þess fjárlög sjeu áð-
ur samþykt, þá verða tæplegast
nein takmörk fyrir því, hvað hið
erlenda konungsvald getur boðið
þjóð og þingi á voru landi.
Pað eru, að því eg hefi sjeð, að
eíns skoðanir tveggja erlendra lög-
fræðinga, sem bloð núverandi stjórn-
ar hafa borið fram sjer til varnar,
Matzens og Berlins. Um báða
þessa menn er líkt að segja: Matzen
var alla sína lífstíð, og Berlin (læri-
sveinn hans) er enn svo samgróinn
einveldinu í hugsun, að hvorugur
þeirra henr náð að skilja þingið nema
sem eins konar rjettlítinn utan-
veltubesefa utan við hina eiginlegu
sljórn landsins, konunginn og ráðu-
neyti hans.
Matzen var hægrimaður og hœ^ri
hönd Estruþs, uttdirbjó og átti að
sögn einnig upphafið að einveldis-
stjórn Estrups og varði þetta athæfi
með lögum. Aldrei hefir nokkur
maður verið hataðri en hanr.. ís-
lendingar kyntust honum afvinstri-
mönnum í Danmörku en í mílli-
landanefndinni 1907 — 08.
„Tíminn“ ber því ekki fram
neitt sjerstakt lof um þetta átrúnað-
argoð sitt. Lofinu er öllu hlaðið á
Berlin: „Núverandi prófessor Dana
í stjórnlagafræði, Knud Berlin, sem
engin frýr vits og ekki er hægt að
gruna um græsku, er hann skrifar
um stjórnarskrá Danmerkur. . .“
Berlin er kennari minn i stjórn-
lagafræði og persónulega hefi jeg
ekki nema gott af honum að segja
jrá íteirri tiö. En þegar hann í fyr-
irlestrum veturinn 1918—19 kom
að kaflanum um Island, tárfeldi
hann. Hvorki var það græska nje
fagnaðartár yfir frelsi íslands. Hugs-
anagangur Estrups og Matzens geng-
ur ekki lengur í hægri flokknum í
Danmörku. Berlin er ekki heldur
danskur hægrimaður, heldur ein-
hver helzti forsprakki hinna svo-
kölluðu svartliöa í Danmörku, er
haldið hafa fundi, en eru fámennir
og lítið ber á. Pað er ekki grátt
eða græska, heldur svtirt i kolsvart.
Svona djúpt verður stjórnin að
leggjast til að finna nokkuð athæfi
sínu til varnar. Um þessar erlendu
lögskýringar er hið sama og sagt
var um myllnusteininn:
„Viljurðu vera af fari frjáls
þá festu hann aldrei þjer um háls.“
Pjóðin sker úr því viðþærkosn-
ingar, sem nú fara i hönd, hvort
skilningur BerlinsEstruþs og Matzens
á þingræði eigi að vera gildandi á
íslandi nú og framvegis.
Jón Dúasott.
Tímarnir breytast og
mennirnir með.
Fyrir nokkrum árum ritaði hr.
Jónas Jónsson, fyrverandi dóms-
málaráðherra, bók er hann kallaði
„Komandi ár“. í bók þessari heldur
hann fram pólitiskri trúarjátningu
Framsóknarflokksins, (ef svo mætti
að orði lcomast) og æltu því allir
sanntrúaðir Frams^knarmenn að
breyta eftir henni. í þeirri bók
heldur höfundur því fram, að rjett
sje að gjöra þá breytingu á kjör-
dæmaskipuninni, að sameina sýsl-
urnar í stærri kjördæmi, með fleiri
þingmönnum, og viðhafa hlutfalls-
kosningar.
En er það ekki einmitt slík breyt-