Neisti


Neisti - 18.02.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 18.02.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Alþingiskjörskrá fyrir Siglufjörð, í gildi frá 23. júní 1936 til 22. júní 1937, Kjörskrá í bæjar- og safnaðarmálum í Siglufirði 1936, og Ellistyrktarsjóðsskrá fyrir Siglufjörð 1936 liggja framrai almenningi til sýnis i sölubúð Kaupfélágs Siglflrðinga frá 15. þ. m. — Kærur séu afhentar á bæjarfógetaskrifstofuna innan lögmæts tíma. Skrifstofu Siglufjarðar, 14. febrúar 1935. G. Hannesson. HAPPDRÆTTI Háskóla Islands. Sala happdrættismiða er byrjuð. — Rétt til sömu númera hafa þeir, sem vitjað hafa fyrri númera sinna fyrir 25. þ. m. Jón Gíslason. dvelja eftir það f þýzkalandi um óákveðinn tima (sennilega til þess að kynna sér ofsóknaraðferðir Nazista á hendur frjálslyndum verkalýð og verk- lýðssinnum, með tilliti til fyrirhugaðr- ar útbreiðslu hér á landi). Óneitan- lega hefir Naz'stum tekist vel valið á manninum. Verkalýðsmál Verkamannafélagið Dagsbrún hefir nýlega samþykkt að láta fara fram allsherjar innanfélags atkvæðagreiðslu um stytting vinnudagsins niður í 8 klukkustundir með fullu dagkaupi. f*á hefir stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur ákveðið að láta fara fram samskonar atkvæðagreiðslu um hvort stofnaður skuli, innan Sjómannafé- lagsins, atvinnuleysissjóður, samkvæmt alþýðutryggingafrumvarpinu, sem sam- þykkt var á sfðasta þingi. Fréttir frá stjórnar- og trúnaðar- mannakosningum í verkalýðsfélögum um land allt herma, að allstaðar vinna Alþýðuflokksmennirnir sigur. Kommúnistar fá aðeins örfá atkvæði hér og þar og virðist „samfylkingar- brölt“ þeirra ætla að enda á sama veg og »réttlínlistefnan« á sínum tíma, þ. e. að menn yfirgefa þá í stórhópum og fylkja sér fast um merki Alþýðusambands íslands. Sýnir iniðv.dagskv. 19. febr. kl. 8i: Viva Villa Afar spennandi mynd í 12 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Vallace Bery o£ Fay Wray, Erlendar: Kosningarnar á Spáni. Spánska íhaldsstjórnin hélt nýl. lokaðan fund í tilefni af því að vinstri flokkarnir (jafnaðarmenn) hafa unnið stórkostlegan sigur. — Kosningaúrslitin hsfa að vísu ekki verið kunngjörð opinberlega ennþá, en talið er, að sigurinn nemi 250 þingsætum. Bæði einræðissinninn Rivera og hinn kaþólski Gil Robles hafa fallið. Ymsir leiðtogar jafnað- armanna, er hnepptir voru í fang- elsi eftir uppreisnina í október 1934 hafa náð kosningu. Flokkur róttækra gekk í gær upp að þing- húsinu í Madrid og söng jafnaðar- mannasönginn, en þegar lögreglan ætlaði að tvístra flokknum, skar9t mannfjöldinn í leikinn og urðu alvarlegar róstur. Sagt er að stjórn- inn hyggist að lýsa landið í hern- aðarástandi. Attlee, foringi jafnaðarmanna í Englandi ætlar lýsa vantrausti á enskustjórn- ina, vegna aðgerðarleysis hennar í atvinnuleysismálum. Paðhefir kom- ið í ljós, að dánartala í mestu at- vinnuleysishéruðunum í Englandi er um 18 prc. hærri fyrir karl- menn, 23 prc. hærri fyrir kven- menn og 30 prc. hærri fyrir börw í þessum héruðum heldur en anm ars staðar. Á norðurvígstöðvunum í Abessiníu hafa ítalir nú unnið töluverðan sigur og hrakið Abe9s- iníumenn á flótta. Telja þeir sig nú geta verið örugga með Makale. Abessiníumenn telja sigur ítala lítils virði. — Þeir segja ítali hafa varpað 50 sprengjum á rauðakross- stöð við Dessye. Frá París fréttist að Frakkland sé um það bil að taka40miljón sterlingspunda Ián í Englandi með 3 prc. rentum.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.