Neisti


Neisti - 25.02.1936, Page 2

Neisti - 25.02.1936, Page 2
2 NEISTI REYKIÐ J. GRUNO’S ágæta hollenzka reyktöbak, VERÐ: AROMATISCHER SHAG . . kostar kr. 1,05 i|20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15- Fæst í öllum verzlunum. Framsóknarflokksins, sem að Andrési Hafliðasyni undanskyldum, greiddu atkvæði með bæjarrekstri á bíó, skyldu greiða atkvæði á móti því, að bærinn fengi afgreiðslu Eimskipafélags Islands hér í sínar hendur, til stórtekna fyrir bæjar- sjóð, Álíta þessir menn að afgreiðslan sé bænum einkis virði sem tekju- stofn ? Geta þeir ekki verið mér sam- mála um, að hér sé jafnvel um ennþá meiri tekjur að ræða en af bíórekstrinum ? Geta þeir haft nokkra frambæri- lega ástæðu til að vera á móti því, að fyrirtæki sem nýtur mjög mikils styrks úr ríkissjóði, og segja má að borið sé á höndum þjóðarinnar, sé fremur starfrækt til hagsbóta fyrir fjöldann en einstaka menn ? Hversvegna láta þessir menn hagsmuni bæjarins ráða, þegar um bíórekstur og kolaverzlun er að ræða, en taka afstöðu á móti hagS' munum bæjarins, þegar afgreiðsla Eimskipafélagsins á í hlut? Hvernig stendur á því að hags- munir Hinriks Thorarensen og Ólafs Ragnars eru ekki jafn frið- helgir í augum þeirra eins og hagsmunir Pormóðs Eyólt'ssonar? Og þó mun það rétt vera, að af þessu þrennu eigi bærinn mestan rétt til afgreiðslunnar, að því ó- gleymdu, að til starfrækstu hennar þarf ekkert sérstakt fjármagn. Mér þykir ekki ósennilegt, að blað Framsóknarmanna, Einherji, muni reyna að læða því inn í hugi manna. að tillagan um afgreiðsluna sé persónuleg árás á Pormóð Ey- ólfsson. Ef þetta hefði verið eina tillagan sem flutt var, gat skeð að einhver hefði trúað því. En hvað um hinar tvær? Myndu þærþáekki líka teljast persónulegar áráslr? Og hvernig var afstaða Framsókn- armanna til þeirra? Pessi leið er því alveg ófær. Pað þarf að finna einhverja aðra og sennilegri. Pað verður ekki skilist við þetta mál án þess að minnast Sjálfstæð- ismanna að nokkru. Eins og að framan getur, lýsti einn af fulltrú- um þeirra yfir því, að nettó gróði afgreiðslunnar 1934 hafi verið kr. 25 þúsund. Og eg trúi ekki öðru — fyrr en þeir lýsa því gagnstæða yfir — en að þeir viðurkenni, að tekjur þessa fyrirtækis eigi fremur að fara til almenningsþarfa, en í vasa einstakra manna. Petta er svo augljós sannleiki, sem frekast getur verið- Pótt jafn sterk rök séu ekki fyrir hendi utn bæjarrekstur bíós og kolaverzlunar, þá eiga hagsmunir bæjarins einnig þar að sitja fyrir. Og að um hag sé ekki að ræða. að minnsta kosti hvað bíó við kemur, verður ekki um deilt. Sjálfstæðismenn hafa því með ráðnum hug greitt atkvæði á móti hagsmunum bæjarfélagsins. Er það stefnuskrá flokksins sem mælir svo fyrir? Eimskipafélag íslands hefir verið nefnt óskabarn þjóðarinnar. Pað er reynt af fremsta megni að efla hag félagsins með því að láta það sitja fyrir vöruflutningum, og fólksstraum- urinn með skipum þess er mikill, þrátt fyrir meiri tímaeyðslu og minni þægindi en annars staðar. Kjörorðið: „Allt með Eimskip" er smám saman að mótast skýrar í meðvitund þjóðarinnar. En sam- hliða því rís upp krafan um það, að hagsmunir fjöldans sitji fyrir hagsmunum einstaklinganna. Bæjarfélögin yfirleitt eru í meiri eða minni greiðsluvandræðum. Svo alvarlegt er þetta ástand, að síðasta Alþingi skipaði milliþinganefnd til þe9s að gera tillögur um tekjustofna bæjafélaga. Pað ætti ekki að vera móðgandi fyrirþessa hátivirtu nefnd þótt henni væri bent á þett þrennt til athugunar, sem tekjstofna fyrir bæjafélög: Eínkarekstur kvikmyndahúsa. Einkasölu á kolum. ' Og síðast en ekki sízt, að minnsta kosti hvað Siglufjörð snertir: Afgreiðslu Eimskipafélags íslands. J. F. G. Skjóttu örvum þínum þangað. Jón Jóhannesson skrifar í Sigl- firðing 15. þ. m. um gjaldeyrinn og áfengið. Greinin er athyglis- verð. Margt er vel um hana og og vill Neisti undirstrika hin slá- andi dæmi, sem greinarhöf. tekur um þá vitfirringu, er ríkir I þess- um efnum. Pað er aðein9 eitt atriði, sem gefur þessu blaði tilefni til at- hugasemdar. Höfundurinn beinir allri sinni rétt- látu gremju að núverandi lands- stjórn og telur hana eina eiga sök á því böli, sem af áfengisflóðinu leiðir. Hann gengur alveg framhjá þeim sannleika, sem honum sjálf- um hlýtur að vera mjög Ijós, að Sjálfstæðisflokkurinn, blöð han9 og flestir foringjar, bæði í Reykjavík og úti á landi, börðust allra manna mest fyrir afnámi bannsins. En til þess á það ófremdarástand, sem þjóðin á nú við að búa í áfengis- málum, rót sína að rekja. Sjálfstæð- isflokkurinn á flesta þá andbann-

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.