Neisti


Neisti - 25.02.1936, Qupperneq 3

Neisti - 25.02.1936, Qupperneq 3
NEISTI 3 rað er aðeins eitt íslenzkt líftryggingarfélag, LíftryÉgingardeild. og það býður betri kjör en nokkuð annað líftryggingarfélag starfandi hér á landi. Líftryggingardeild Sjóvátryggingarfél. Islands h.f. Umboð á Siglufirði hefir Pormóður Eyólfsson, konsúll. inga og drykkjurúta, sem opinber- lega beittu sér fyrir sigri Bakkusar 1. febrúar 1935. Pað skal játað, að sök ríkisstjórn- arinnar er nokkur. Hún er sú, að hafa ekki virt að vettugi þann veika og vafasama þjóðarvilja, sem flokks- bræður hins góða bindindismanns Jóns Jóhannessonar framkölluðu í bannmálinu. En hvers vegn» eru þeir bornir undan þnnga verka sinna, og reynt að koma honum á annara bök ? Hvað væri rétt að kalla það? Neista þykir mjög Hklegt, að stjórnin geti, með tilliti til áfengis- málanna, sagt einsog Páll forðum : „Það góða sem eg vil, gjöri eg ekki“. En Sjálfstæðisflokkurinn ætti að segja: Hið illa sem eg vil, það gjöri eg. Pað er í samræmi við stefnu hans í áfengis- og bann- málum fyrr og síðar. Sá er mun- urinn' Annars hlýtur það að vera leið- inlegt fyrir mann eins og Jón Jó- hannesson að eiga svo ákveðna pólitíska samleið með andbanninga- flokki, að virðingarverður áhugi fyrir banni og bindindi lúti þar í lægra baldi. * Aðalfundur Skíðafélags Siglufjarðar var haldinn að Hótel Siglufjörður 7. þ. m. í stjórn voru kosnir: Vilhjálmur Hjartarson, form. Sveinn Hjartarson, gjaldkeri. Sig. Ounnlaugsson, ritari. Meðstjórnendur: Björn Jónsson og Guðlaugur Gottskálksson. Endurskoðendur voru kosnir: Ólafur Vilhjálmsson og Sophus Árnason. í fjársöfnunarnefnd voru skipaðir: Jón Stefánsson, Sophns Árnason, Guðlaugur Gottskálksson. Óskar Sveinsson, Kristján Porkellsson. Er nefnd þessari ætlað að safna, rneðal annars, í slysatryggingasjóð fé- lagsins. Úr sjóði þessum á svo að veit3 til fátækra félagsmanna, er verða fyrir því að meiða sig við skíðaiðk- anir eða brjóta skfði sín. Samþykkt var á fundinum, að hafa skíðamót í vetur fyrir Siglfirðinga og veila verðlaun fyrir beztu afrekin. Á félagið skíðabikar, sem keppa á um í skíðastökki og göngu samanlögðu og fylgir honum nafnbótin „Skíða- kappi Siglufjarðar". í sambandi við þetta er rétt að benda mönnum á, að nú er ágætt skíðafæri til æfinga, og er þess fast- lega vænst, að allir þeir, sem hyggja á að taka þátt í fyrirhuguðu móti, leggi kapp á að æfa sig, svo að góð- ur árangur nái«st á mót nu. Pá hafði félagið á síðastliðnusumr komið sér upp myndarlegum skiða- skála fyrir fórnfýsi góðra lélagsmanna. Stendur skálinn framarlega á Saur- bæjarásnum í mynni Skútudals, og er ljómandi fallegt útsýni frá skálanum í allar áttir. — Ber skálinn nafnið »SkíðafelU, Hefir það þegar sýnt sig, að ungt fólk og áhugasamt metur að verðleik- um fórnfýsi þeirra manna, sem stóðu að þvf að skálinn var byggður, því að fjölmennt hefir verið að „Skíða- felli“ þegar færi og áslæður aðrar hafa leyft. Bitlinga-afstaða íhaldsins. Allt frá 1928 og fram til þessa dags, að undanskilinni stjórnartíð Ásgeirs, Briems og fhaldsins, hafa blöð hins svokallaða Sjálfstæðisflokks boið sig illa á margan hátt. Sú nýbreytni, að spyrja hvorki um ætt né auð, þegar valið er í stðður, virðist þó sækja tíðast og verst á hin sáru kaun. Sneplar „sjálfstæðismanna" víðsvegar um land, hafa talið sér skylt að hlíta forustu Morgunblaðsins og taka undir hræsnisfullt afbrýðis- væl þess um bita og bitlinga. Nú skal fúslega játað að gífurlegar bitlingahítir hafa verið aldar. Aðeins tvö dæmi af mýmérgum tilheyrandi sjálfstæðisflokknum, skulu tilfærð: Ja- kob Möller fékk 160.463,97 kr. af almanna fé í 10 ár, fyrir verra en ekki nokkurn skapaðan hlut. Annar sjálfstæðismaður, Pétur Magnússon, hefir haft yfir 35 þús. krónur á ári fyrir fjögur störf. Eitt þeirra kostaði 25 þúsund krónur. Petta er auðvitað langt frá þvf að vera líðaadi. En eru það svona bitlingar, sem íhaldið í landinu hefir á hornum sér? Nei, því fer mjög fjarri. Svoleiðis risabita minnist það ekki á. Það er þegar fátækir alþýðumenn komast að föstu

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.