Neisti


Neisti - 01.04.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 01.04.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 1. apríl 1936 10. tbl. Alþýðutryggingarnar. I dag koma lögin um þær til framkvæmda. í dag koma lil framkvætnda ein- stigið í réttlætis-, mannúðar- og menn- hver allra merkustu lög, er samþykkt ingaráttina, með islenzkri löggjóf. hafa verið á Alþingi Islendinga á síð- Fólksins, sem fyrst og fremst.nýtur ari árum. Eru það lögin um alþýðu- ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ Alþýðutrygginganna, er að sjá um það, að sem allra fyrst verði hægtað ganga lengra. Það er hægt með því að greiða veg þess flokks, sem ann þeim og hefir fullan hug á að vinna fyrir þær, en hefta gang þeirra manna, er aftur toga og í halda. Á næstunni mun lesendum þessa blaðs gefast kostur á að kynnast um- ræddum lögum að einhverju leyti. tryggingar, sem Alþýðuflokkurinn fékk samþykkt á síðasta haustþingi. Alþýðutryggingarnar eru mikill laga- bálkur í fjórum kðflum, sem fjalla um Slysatryggingar, Sjúkratryggingar, Elli- og örorkutryggíngar og síðast en ekki sízt Atvinnuleysistryggingar. Brynjólfur Stéfánsson, forstjóri Tryggingarskrifstofnunar ríkisins, flutti í gærkvöldi útvarpserindi um trygg- ingarnar og skýrði hina stórfelldu nyt- semi þcirra, eftir því, sem tími vannst til. Forstjórinn byrjaði og endaði mál sitt með þeirri ósk að allir, sem hlut ættu að rnáli, sýndu skilning og vel- vilja í sambandi við framkvæmd hinna nýju laga. Brynjólfur mun seinna flytja fleiri erindi um Alþýðutryggingarnar, og og fara þá nánar inn é hverja grein þeirra. . Þótt alþýðutryggingarnar í þessari fyrstu mynd sinni, séu langt frá því að vera eins og Alþýðuflokkurinn vill, og þörf er fyrir, eru þær eitt stærsta sporið, sem nokkurn tíma hefir verið Stofnfundurinn. Vonbrigði Framsóknar og í- haldsleiðtoganna voru ekki lítil, þegar þeir sáu það, að hinn eini árangur af sameiningu þeirra við kommana var sá, að opna augu verkamanna fyrir því, hver nauðsyn þeim er á sterkum sam- tökum. Undanfarnar vikur hafa verkamennirnir hópast inn í Prótt og standa nú þar sem einn maður. Hin „þríeina" samfylking fékk við ekkert ráðið. Peim fór að skiljast það þessum herrum, að það var ekki einhlýtt að hópast saman og samþykkja hitt og þetta, þegar áhrif samþykktanna urðu gagnstæð því sem til var ætlast. Pessvegna varð að finna upp einhverja aðra og betri bardagaaðferð. Og það tókst vonum fremur! Kristján nokkur Kjartansson, ritari Framsóknarfé- lagsins hér, og Pétur Á. Brekkan fyrverandi ritstjóri Siglfirðings og Pj'óðvarnar, voru sendir út af örk- inni til þess að undirbúa stofnun þriðja verkamannafélagsins, Átti það félag að heita „Fagfélag verk- smiðjumannna". Nafnið sást í Vetrarbrautinni þótt einkennilegt kunni að virðast. En hvað um það. Stofnfundur þessa merkilega félags var haldinn í Brúarfoss síð- astliðið miðvikudagskvöld. Fundar- stjóri var Guðjón Pórarinsson og ritari Guðlaugur Sigurðsson. Kristj- án Kjartansson hélt framsöguræð- una og kom víða við. Lagðihann alveg sérstaka áherslu á það. að með stofnun þessa félags væri stígið stórt spor í þá átt að tryggja hér karfavinslu í framtíðinni og sagði hann að félagið mundi krefj- ast þess að allar verksmiðjurnar hér yrðu settar ákarfaveiðar! Næst- ur talaði Jón Jóhannsson og benti rækilega á hver tilgangurinn væri með stofnun þessa félags. Varaði hann verkamenn við þessari klofn- ingstilraun. í lok ræðu sinnar lagði hann fram tillögu, þar sem þessari félagsstofnun var mótmælt og lýst vantrausti á þeim mönnum sem að henni stóðu, jafnframt því Framh. á 3. síðu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.