Neisti


Neisti - 01.04.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 01.04.1936, Blaðsíða 3
NKISTI 3 Tilboð óskast í að mála verkamannabústaðina hér, með og án efnis. Utboðs- lýsingar fyrirliggjandi lijá Jdh. F. Guðmundssyni. Tilboð sendist sama manni fyrir 7. þ. m. Áskilinn réttur til að hafna öllum tilboðum. K h. Byggin'gartélags Verkamanna. J. F. G. sem ennþá hafa ekki lagt sitt lið- sinni til eflingar sínum eigin málum. Áberandi staðreyndir þess — að starf einstaklinganna innan verka- lýðsfélaganna. starf einstakra verka- lýðsfélagra og starf heildarsamtak- anna, faerir öllum verkalýð jafnt bætt lífsskilyrði, — hafa opnað augu margra óskipulagðra fyrir því, að þeim ber að vera í verkalýðs- félagi. Réttlætiskennd þeirra hefir sagt þeim, að ekki aðeins skyld- urnar gagnvart sjálfum sér og sín- um krefðust þess, heldur og væri hér um siðferðisskyldu gagnvart fá- tækum stéttarbræðrum að ræða. Og á síðari árum hefir þeim far- ið sífjölgandi, sem styrkt hafa heild- arsamtökin með þátttöku sinni og fullnægt þannig bróðurskyldunni við náungann, því að hver nýr liðs- maður er aukinn möguleiki fyrir nýjum sigri heildarinnar. En þrátt fyrir ótrautt starf heild- arinnar og næstum ótakmarkað staðlyndi og fórnfýsi fjölmargra ein- staklinga, eru ennþá smáhópar verka- fólks hér og þar á landinu, sem standa utan við samtökin og njóta þá óhikað fenginna rétlarbóta, óverðskuldað. Ástæðurnar fyrir því, að svo er, eru án efa margarog m. a. Vilja- og skeytingarleysi verkafólksins sjálfs; afskiptaleysi verkalýðsfélaganna og harðvítug, og oft undirförul, and- staða þeirra, sem beint eða óbeint hafa hagnað af því, að verkalýðs- félögin, «éu sem allra máttar- minnst. Hér á Siglufirði mun vera ein- hver stærsti *hópurinn á landinu, sem ennþá stendur utan við verka- lýðesamtökin. Einkum hefir þetta verið áberandi með karlmeninna. Ástæðan fyrir þessu ófremdar- ástandi, sem hér rikir í þessum málum er aðallega sú, að hér eru tvö verkamannafélög og tvö verka- kvennafélög, Framh. Guðberg KristÍHSson. Stofnfundurinn. Framh. af 1. síðu. sem skorað var á alla verkamenn sem utan við samtökin standa að skipuleggja sig hið allra fyrsta. Einnig töluðu J, F. G. og Gunnar Jóhannsson. Spurði J. F. G. fund- arboðendur hvernig þeia hefðu hugsað sér að bæta kjör verk- smiðjumanna, og bver sambönd þeirra vatru út á við. Svaraði Kristján því, að félagið ætti að ganga inn í Alþýðusamband Islands eða Verkalýðssamband Norðurlands eða eitthvert annað baráttusamband. En þegar honum var bent á það, að bæði Alþýðusambandið og VSN myndu neita félaginu um upptöku, þar sem fyrir væru í bænum tvö félög, sitt í hvoru sambandi, sem settu taxta yfir verksmiðjuvinnu, þá átti félagið að verða deild í Þrótti eða Verkamannafélagi Siglu- fjarðar! Málið var þrauthugsað, það vantaði svo sem eKki! Pegar bera átti vantrausttillöguna undir atkvæði, lagði Kristján fram dagskrártillögu svohljóðandi. „í trausti þess að verkamenn sameinist um að stofna félag verksmiðjumanna tekur fundur- inn fyrir næsta mál á dagskrá". Á dagskrá var auðvitað ekkert annað en félagsstofnunin, en einn fundarmanna skaut því fram, að næsta mál mundi vera karfaveiðar! verksmiðjanna, og sagði Kristján svo vera. Með dagskrártillögunni voru tvö atkvæði (Kristján og Brekkan) en yfir 30 á móti. í*á sagði Kristján fundi slitið, en fund- arstjóri taldi það vera í sínum verkahring, bar upp vantraustillög- una og var hún samþykkt meðyfir 30 atkvæðum. Eftir það sagði hann fundi elitið. Kristján snarað- ist þá að borði fundarritara. þreif fundargerðina, reif hana í súndúr og stakk sneplunum í buxnavasann stjórnborðsmegin. msm nýja-bíó mm Sýnir fimtudagskv. 2. apríl kl. 8*: Hvenær rná ljúga? Pýzk tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika; Otto Wallburg, Maria Sol- veig og Ralp Arthur Roberts. Verkafólk! Gerist áskrifendur að Neista, — blaði verkalýðsins, — sem er eina blaðið er kemur út reglubundið vikulega. Fæst f sölubúð Kaupfélags Sigl- firðinga og hjá Guðbergi Kristinssyni Gránugötu 27. Pannig lauk þessum vel undir búna stofnfundi. F*að leikur ekki á tveim tungum, að Kristján og Pétur áttu ekki upp- tökin að þessari félagsstofnun, þótt þeir nú eftir að allt er komið í skömm séu þeir drengskaparmenn að taka allt á sínar herðar. Peir voru aðeins verkfæri, sett í breyf- ingu af öðrum fínni og hærra sett- um persónum. sem töldu hyggilegra að dveljast í skugganum að minsta kosti fyrst um sinn. Ef allt gengi vel, þá var alltaf hægt að koma fram á sjónarsviðið til þess að taka á móti lárviðarsveigunum. Pótt talsvert sterk öfl stæðu á bak við þessa tvo menn. stóðu þeir þó al- veg einir á fundinum. Og svo á eftir þegar allt hafði mistekist, byrj- uðu þessir drenglyndu húsbændur að hæðast að þeim og hlægja að því, hve grátt þeir voru íeiknir! En eagt er að húsbændurnir ætli sjálfir að mæta á næsta stofnfundi. Fundarmaður. Pað borgar sig bezt að au^lýsa i ÉEÍSTA.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.