Neisti


Neisti - 28.04.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 28.04.1936, Blaðsíða 2
4 NEISTI Líftryggingardeild. Pað er a0eins eitt íslenzkt líftryggingarfélag, og þa0 bý0ur betri kjör en nokku0 anna0 líftryggingarfélag starfandi hér á landi. Líf tryggi nga rdeild Sjóvátryggingarfél. íslands h.f. Umbo0 á Siglufirdi hefir Pormóður Eyólfsson, konsúll. F U N D U R veróur haldinn í Jafnaðarmannafélagi Siglufjarðar í kvöld kl. 8 í Kvennfélagshúsinu. Mörg mál til umræðu og þar að auki skemmtiatriði. Félagar! Fjölmennið á fundinn. Stjórnin. M á 1 n i n g olíurifin, nýkomin. Ennfremur Gólflakk, Innilakk, Japanlakk, Purk- efni, Terpentina, Fernisolía, Krít, Kítti. Löguð málning væntanleg fljótlega. Kaupfélag Siglfirðinga. engan verkamann heyrt mæla hon- um bót. Að lokum vil eg ráðleggja Kristj- áni að hleypa sér ekki á svona hundavað í annað sinn, hvort sem hann verður til kvattur eða ekki. Vita má hann það, að lltt mun að gagni verða skjaldsveinn sá, er hon- um fylgdi á Brúarfoss-fundinum, þótt vanari sé hann vopnaviðskift- um en þeir, sem Kristján kallar víkinga. Siglfirzkir verksmiðjumenn, svo og annar íslenzkur verkalýður mun bera vit og gæfu til þess, að sjá við veiðibrellum andstæðinga sinna. Hann mun við hverja árás fylkja sér fastar saman um samtök sín. Hann mun og kjósa sér forystu- menn úr sínum hóp og stjórna sín- um eigin málum sjálfur, ekki án tillits til sinna eigin prívat skoðana eins og Kristján og blaðsnefnan „Siglíirðingur" vilja hafa það, held- ur s a m k v æ m t sínum eigin prvat skoðunum. Jón Jóhannsson. Hin nafnlausa svívirðing. Hinn 24. þ. m. flytur Einherji stutta nafnlausa grein með yfirskrift- inni „Njósnir,,. Er þar talað um, að eg viti meira en góðu hófu gegn- ir um það sem gerist í bfamsókn- arféiaginu. Ástæðan er sú, að í Neista sem út kom 17. þ. m. skýrði eg all rækilega frá afstöðu Fram- sóknarfélagsins lil Vinnumiðlunar- skrifstofunnar. Pegar þe9s er gætt, að hér er að ræðaum mál, sem Alþýðu-og Fram- sóknarflokksmenn I bæjarstjórninni höfðu áður gert samning um, og Páskafundur Framsóknar var hald- inn fyrst og fremst til þess, að fá samþykki félagsins fyrir þeirri á kvörðun „valdhafanna", að svíkja þennan samning, þá er ekki ó- eðlilegt þótt einhverjir þeirra, ,sem standa vildu við gerðan samning skýrðu frá úrslitunum. Hitt er auð- vitað jafn augljóst, að samningsrof- arnir hefðu heldur kosið, að þeir hefðu, með þögninni, gerst samsekir. í seinni hluta njósnar-klausunnar, er það gefið í skyn, að ákveðin stúlka hjá landsimanum starfi þar sem njósnari fyrir mig eðaAlþýðu- flokkinn. Pessi ummæli eru hvor- tveggja í senn: atvinnurógur og ærumeiðingar. Hinn 20. marz s.I. ritaði eg all- rækilega í Neista um framkomu sumra Framsóknarmanr.a í sam- bandi við hinn fræga borgarafund. Pað er eftirtektarvert, að Einherji hefir ekki treyst sér til þess að svara þeirri grein, en í þess stað er nú ráðist með fáheyrðri ósvifni á eina af starfsstúlkum landssímans, og látið svo heita að greinin gefi tilefni til þess. Stúlkan hefir 'pó ekki unnið sér annað til óhelgis en það, að vera í tengdum við mann sem framarlega stendur í Alþýðu- flokknum. Að þessu sinni skal ekki farið frekar út í þetta mál vegna þess. að búið er að stefna ábyrgðarmanni Einherja fyrir ummælin. Að vísu telur hann sig ekki vera höfund þeirra, en mun þó svara til saka. Margir telja sig hafa hugþoð um undan hver* rifjum þessar svívirð- ingar eru runnar, enda mjög fáir í framsóknarfélaginu svo „beina“- sterkir, að líkur séu til að ritstjóri Einherja taki á sig avívirðingar þeirra vegna. J. F. G. „Neisti" kemur næst út 1. maí og kemur þá grein um Sólbakkadeiluna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. Slgluf jarðarprontsmiðja 1936-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.