Neisti


Neisti - 05.05.1936, Page 4

Neisti - 05.05.1936, Page 4
Kauptaxti Verkakvennafélags Siglufjarðar fyrir árið 1936. a. Almenn vinna. Almenn dagvinna kr. 1.00 á klst. — eftirvinna — 1,50 - — Ishús dagvinna — 1,10 - — — eftirvinna — 1,65 - — ÖIl helgidagavinna — 2,00 - — Helgidagavinna telst frá kl. 24 á laugardagskvöld til kl. 24 á sunnu- dagskvöld. Kvenfólki leyfist ekki að vinna í frystiklefum. Stúlkur skulu teknar út í tímavinnu við síld, eftir röð, eins og við söltun síldar. Tveir hálftímar á dag skulu stúlkum ætlaðar til kaffidrykkju án frádráttar á kaupi. r b. Akvæðisvinna. Fyrir að kverka og salta hverja tunnu síldar kr. 1,10 — — — — sykursalta — — — — 1,30 — — — — krydda — — — — 1,30 — — — — magadraga — — — — 2,00 — — — — tálkndraga — — — — 2,50 — — slóg- og tálkndraga — — — — 2,50 — — haussk.- og sykursalta — — — — 1,80 — — — — krydda — — — — 1,80 — — — — slógdraga — — — — 2,50 — — — — slægja — — — — 3,00 — — flaka og salta — — — — 8,00 — — rúmsalta — — — — 0,75 — — kverka og salta smásild — — — — 4,00 Ef síld er þvegin hækka verkunarlaunin um 10 aura á tunnu. Ef síld er flokkuð hækka verkunarlaunin um 50 aura á tunnu. Fyrir allar óþekktar verkunaraðferðir skal semja sérstaklega. Aðkomustúlkur skulu fá frítt brakka-pláss og í ferðapeninga: frá Reykjavík eða annarstaðar af suður- og suðvesturlandi kr. 15,00, frá Vestfjörðum eða vesturlandi kr. 10.00, frá Akureyri eða annarsstaðar af norðurlandi utan Siglufjarðar kr. 5.00, eða aðra ferðina fría. Sama gildir fyrir konur sem vinna við síld utan Siglufjarðar. Skylt sé saltenda eða atvinnuveitanda að láta stúlkur fá vinnunótur með útfærðum launum eftir hverja söltun eða unna tímavinnu. Verkakaup sé greitt vikulega. Falli íslenzka krónan í verði, skal taxti þessi hækka hlutfallslega. Kauptaxtanefnd Verkakvennafél. Siglufjarðar, Siglufirði. Dularfullt fyrirbrigði. í síðustu viku var ritstjóra Einherja stefnt fyrir sáttanefnd. Pegar á fund- inn kom var ekki iaust við pilsaþyt hjá öðrum fulltrúa sáttanefndarinnar, enda var þar kvennmaður á ferðinni. Er eigi ólíklegt, að kvennskörungur sá hafi viljað fylgjast með líðan rit- stjórans. Um þetta kveður s. m. í Einherja 1. maí: „Bak við pilsin bljúgur skreið — bleyðin gafst til kynna — þar, í sinni þungu neyð, þóttist hæli finna. Virðulegnr var ei þá veslings angurgapinn; forsmán hlaut ’ann fólki hjá fyrir ræfilskapinn". Neisti er s.m. alveg sammála um það, að ritstjóranum hafi þótt skjólið gott, og að hann muni ekki finna annan griðastoð notalegri en þennan á bak við pils sáttanefndarfulltrúans. Nú ætti Hannesi að hægjast. S.l. sunnudag var a. m. k. l.áfang- anum í hefndargöngu Pormóðs Eyj- ólfssonar gegn Guðberg Kristinssyni lokið. Vinnumenn Pormóðs í stjórn vinnumiðlunarskrifstofunnar kusu þann dag Porstein Hannesson Jónassonar, framsóknarfélagsformanns, forstöðu- mann stofunnar, Pessi atburður, þótt ekki sé stórvægilegur, er samt ofinn úr saurugum þáttum, sem allir vita hver hefur spunnið. Verður þetta mál tekið til nánari athugunar í næsta blaði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. SiglufjarðarprentsmiOje 1936. 1. maí hátíðisdags verkalýðsins. var minnst hér í Siglufirði með kröfu- göngu, útiræðum og tveimur inni- skemmtunum. Pvi miður tókst ekki að þessu sinni samvinna milli beggja arma verklýðsfélagsskaparins um hátíðahöldin, en vonandi stendur siglfirzkur verkalýður saman bæði með 1. maí og annað 1937. Hvaðanæfa af landinuhafa borist fregnir um hátíðahöld 1. maí. Jafn- vel sveitakauptún Iands vors hafa ekki farið varhluta af þeim hollu áhrifum, sem dagurinn hlýtur að vekja í vitund hvers hugsandi manna.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.