Neisti


Neisti - 18.06.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 18.06.1936, Blaðsíða 4
4 IvEISTI Klossar margsr stærðir, fóðraðir og ófóðraðir hjá FANNDAL. Nokkur orð til Á. A. Það gladdi mig mjög að Á A. hefir fallið frá því, sem í fyrri greio hans virtist aðalatriði, sem sé því, að hjálpa íhaldinu til að læða því inn hjá almenningi, að ritdeilan milli mín og ritstj. Siglfirðings hefði stað- ið um socialismann og framkvæmd hans. Hitt stendur enn óhrakið, þrátt fyrir orðmælgi hans, sem í aths. minni voru full rök færð fyrir, að auðsær tilgangur greinarinnar var að hjálpa íhaldinn gegn Alþýðuflokknum, enda hafa kommúnistar hér sýnt vilja sinn í því efni bæði fyr og síðar Má í því sambandi benda á samfylk- ingu þeirra við Sjálfstæðismenn í bæj- arstjórn árin 1931 —1933, sem aðal- lega beindust að því i fyrstunni að útiloka fulltrúa Alþýðuflokksins G. Sk. Á A. hefir ennþá eigi svarað því hvort haun teldi ástand atvinnumál- anna nú mundi betra ef Sjálfstæðis- menn hefðu stjórnað. Skágengur hann það efni eins og lika von er. Greinarhöfundur telur mig hafa haft uni sig „lítilsvirðandi“ nöfn. Eg kallaði hann „læring Aðalbjörns" og „undirlegáta" (eg vænti að hann skilji orðið legáti) Kommúnista. Efhonum finnst það lítilsvirðandi fyrir sig að vera lærlingur Aðalbjörns og meðlim. ur Kommúnistaflokksins, þá hann um það. Socialisti. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; NÝJA-BÍÓ Fimmtud. 18. júní kl. 8£: Casanova. Síðasta sinn! Föstud. 19. júní kl. 8£. Ný mynd. Nánar í Bíóbúðarglugg- anum. Drátiarvextir Pann 1. júlí n. k. falla 2 prc. dráttarvextir á fyrri hluta útsvara 1936, og síðan 1 prc. fyrir hvern mánuð. Siglufirði, 15. júní 1936. Bæjargjaldkerinn. AÐVÖRUN. Samkvæmt ákvörðun raf- veitunefndar og bæjarstjórn- ar verða allir þeir ralstraums- notendur, sem ekki eru skuldlausir við rafveituna þann 1. júlí n. k., teknir úr rafsambandi án frekari að- vörunar. Siglufirði, 15. júní 1936. Bæjargjaldkerinn. Kjötfars Pylsur Hangikjöt Nautakjöt Kindakjöt og margt fleira JON SIGURÐSSON. Siglufjnröarprentsmiðja 1996. hentugt og ljúffengt í sunnu- dagsmatinn. Kjötbúð Siglufj. I Einar Jónsson. I Þann 6. þ. m. lézt að heimili sínu hér í bæ, Einar Jónsson frá Svarfað- ardal. Hann var kvæntur Margiéti Björnsdóttur og lifir hún mann sinn. Höfðu þau hjónin verið gift í 40 ár og eignast alls 12 börn, en eru nú aðeins 5 þeirra á lífi. Einar sál. stundaði sjómennsku mestan hluta æfi sinnar og þótti at- orku- og dugnaðarmaður, meðan heils- an entist, en s.l. 11 ár heíir hann átt við megna vanheilsu að stríða, og verið lítt fær til vinnu, og var tím- unum saman alveg rúmfastur. Eg hald að allir þeir, sem kynnt- ust Einari sál. hafi hlotið að bera hlýjan hug til hans og við samstarfsmennirnir minnumst sérstak- lega hins áhugasama og ósérhlífna verkmanns. Veikindi sín bar hann með þolinmæði og þrautseigju, en erfið munu hafa verið honum síðustu árin og naut hann þó jafnan stuðnings og ágætrar umhyggju konu sinnar. Einar /ar 64 ára að aídri og hafði verið búsettur hér í 19 ár. Vertu sæll Einar og þökk fyrir samveruna. Vinur. Steypu- járnið er komið. Kaupfél. Si£lfirðin£a Olíuvélar og þvottabretti eru tekin upp í dag. Kuupjélag Sigljirðinga. Hjónaband, S.l. laugardag voru gefin saman í hjónaband þau Anna Jóhanns- dóttir, tollþjóns og Jón Stefánsson. Neisti óskar ungu hjónunum til hamingju.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.