Neisti


Neisti - 01.07.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 01.07.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Kristján Kjartansson enn í síðasta tölublað „Einherja“ heldur Kristján Kjartansson áfram vaðli sínum, sera raunar er ekki svara verður, en þar sem greinin á að vera svargrein við eiginhandarvottorðum þeim sem eg birti í 21. tölubl. „Neista" verður líklega ekki hjá því komist að eyða nokkrum línum til Kr. Kjartanssonar. Kristján segir að eg vilji vera með í því að níða sig og rógbera, þó hann hafi ekki á mig ráðist. Pessu skal svarað því: í fyrsta lagi neita eg því að hafa nítt eða rógbor- ið Kr, Kj. á nokkurn hátt. Pví þótt eg hafi birt sönn vottorð í máli er snerta Kr. Kj., þá er sökitt (rógburð- urinti og níðið) hatis sjálfs, en ekki mín, því ekki gaf eg tilefni til vott- orðanna. í öðru lagi verður Kristján Kj, að gera sér það ljóst, að þegar hann ræðst á forvígismenn Alþýðu- samtakanna (eins og t. d. Jón }óh.) út af því einu, að þeir vilja af ein- lægni sporna við því að verkalýður- inn hér sundriít meir en orðið er, — þá ræðst hann um leið á alla verka- menn, mig jafnt sem aðra. Kristján Kj. segir að Jón Jóh. hafi „verið á ferðinni hjá“ Porsteini Magn- ússyni. Porsteinn M. segir Jón hafa spurt sig eftir hvort hann hafi skrif- að undir vottorð Kr. Kj. Og vildi nú ekki Kr. Kj. reyna að gera sér ljóst að það er mikill munur þess, að spyrja menn hvort þeir hafi gjört eitt eða annað, eða leggja að þeim að ónýta það, sem þeir hafa áður gjört. hennar í þágu bindindisins megi eflast á komandi árum oghún beri gæfu til að leysa fjötra áfengisins af mönnum og vernda hina upp- vaxandi kynslóð gegn því að lenda í viðjum áfengisnautnarinnar. En ^þetta mun kosta baráttu og ef sú barátta er unnin í trú, von og kærleika, þá mun hún að lokum veita farsæld og blessunarríkan sigur. Pá segir Kr. Kj. í 11. tbl. Ein- herja: „Hinsvegar hefi eg aldrei haldið fram, að Jón verkstjóri hafi gengið á milli allra voltorðs- gefenda minna, heldur spyr eg, hvort honum hafi verið vísað frá af öllum, ber grein mín þette með sér. Er því vottorð það er Guðberg hefir látið skrifa undir um þetta efni algjörlega út í höft og efni þess hnekkir engu af því, sem eg hefi sagt . . .“ í 10. tölubl. Einherja segir þessi sami Kristján Kj.: „Jón Jóhannsson, verkstjóri, hefir gengið milli manna þeirra, er skrifuðu undir vottorð það, er gerði að engu allan hans blekk- ingavaðal, og reynt að fá þá til að ganga frá nöfnum sínum. Hefir hann verið gerður aftur- reka með ómjúkum orðum af öllum vottorðsgefendum nema Karli Stefánssyni, sem hefir látið Jón fá sig til að skrifa undir ósanna yfirfýsingu". Spurningarmerkið hans Kristjáns Kj. sem átti að vera á eftir málsgreininni fyrirfinnst ekki. Vottorðin voru því og eru f fullu gildi og ekki er það mín sök að Kr. Kj. fer svo illa með sinn eigin málstað, sem raun er á. Pað mun nefnilega vera einsdæmi að lýsa sjálfan sig fyrirfram ósanninda- mann. Þá segir Kr. Kj. í grein sinni að deilumál hana og okkar Alþýðu- flokksmanna (sem hann kallar svart- krata), hafi verið svik okkar Alþýðu- fokksmanna við Framsáknarmenn, vinnuúthlutun í Síldarverksmiðjum rík- isins og stjórn hinna daglegu starfa Sfldarverksmiðjanna hina sfðustu mán- uði. Hér fer Kr. Kjartansson vfsvitandi með rangt mál. Pað sem um var deilt, var, hvort rétt væri að stofna hér félag verksmiðjumanna, svo og hverjar undirtektir það fékk hjá verka- mönnum á hinum fr.æga fundi Kr„ Kj. í vetur í Brúarfoss. Hinsvegar hefir Kristján Kjartans- son sífellt réynt að draga ný og ný mál inn í skrif sín, mál, sem hafa verið alóskyld, og sem Kr. Kj. hefði betur látið óhreyfð. T. d. svik Al- þýðuflokksmanna hér við Framsókn- armenn. Pau svik eru nefnilega hvergi til nema í höfði Kr, Kjartanssonar og það er alveg ósatt mál að Alþýðu- flokksmenn hér hafi svikið gerða samninga við Framsóknarmenn. Aftur á móti verður slíkt ekki sagt um suma Framsóknarmenn hér. Fví árið 1935 gerðu Framsóknarmenn í bæjarutjórn- inni samning við Alþýðuflokksmenn til 4 ára út af Vinnumiðlunarskrifstof- unni, sá samningur var svikinn eftir eitt ár. Pormóður Eyjólfsson gerði fyrir hönd Framsóknarmanna í bæjarstjórn árið 1935 kosningabandalag við annan fulltrúa Jafnaðarmanna um kosningu á stjórnarmanni og endur- skoðanda í Sparisjóð Siglufjarðar, það var svikið á sama fundinum. Eg hefi ekki ástæðu til að hafa þetta öllu lengra. Pví hvað Síldrr- verksmiðjum rfkisins viðkemur, sem K . Kj. er að þvæla um í síðustu grein sinni, þá er það mér gjörsam- lega óviðkomandi mál og mun eg þvf láta þann vaðalinn hans afskifta- lausann en vildi hinsvegar benda Kr, Kj. á það, að hann á flokksbróðir í Rfkisverksmiðjustjórninni, væri ekki rétti vettvangurinn þar fyrir þau mál, er Ríkisverksm. snerta ? Persónulegum skætingi Kristjáns til míu svara eg ekki, því ef hann getur aukið á stærð sína með þvf að skrifa persónulegar skammir um mig, þá verður hann að eignast þann vafa sama heiður sem af því hlýzt. Guðberg KristinsScn. Stungu- salt- og sements- S k ófl u r, .HJ ennfremur ?íldargafflar hjá SIG. FANNDAL.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.