Neisti


Neisti - 04.09.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 04.09.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, föstudaginn 4. sept. 1936 32. tbl. Hvað verða má aukningar og um Nú er byrjað að vinna i karfa í Nýju verksmiðjunni og hafa verið fengnir til veiðanna sex togarar, fjórir frá Kveldúlfi, „Garðar" frá Hafnaríirði og „Ólafur" frá Alliance. Búast má við, þegar þetra margir íogarar hafa verið fengnir til veið- anna, að óslitin vinna verði við karfann, ef tíð verður góð, ætti að mega gera ráð fyrir að einn togari komi til löndunar á dag aðjafnaði. Með þessu er stórt spor stígið í rétta átt til atvinnuaukningar í bæ- inn. mun ekki of í lagt, að karfa- vinnslan hér í haust, komi til með að skapa stvinnu, íyrir um 100— 120 þús. krónur í landi, og munar Siglufjörð það allmiklu, þó langt sé frá, að nægilega sé séð fyrir at- vinnu. Eitt stórt atvinnutæki, sem ætti að vera stór liður í því að útrýma atvinnuleysinu, er látið ónotað, er þar átt við tunnuverksmiðjuna. Hver er meiningin með þvi, að láta dýr hús og dýrar véiar standa aðgerðarlaust, þegar skilyrði eru til og þau góð, að koma þarna á stað þjóðþrifa atvinnurekstri, sem veita mundi mörgu siglrirzku heimili auknar tekjur, og þar að auk þjóð- inni stórkostlega sparaðanngjaldeyri. Stjórnendur þessa fyrirtækis og bæjarstjórn, verða í sameiningu að hrinda á stað framvæmdum. Parna eru möguleikar fyrir hendi, til að skapa atvinnu fyrir fjölda manna að vetrinum, og væri ólíkt sæmra og mannlegra fyrir forráðamenn bæjarins, — í stað þess að fara dýrar ferðir til Reykjavíkur, væl- andi þar og ákallandi á hjálp — til atvinnu- leið til þjóðþrifa. að ganga vel fram í því, að allir atvinnumöguleikar sem til eru fyrir hendi Iiér heima fyrir séu notaðir. Sé ekkert aðgert í haust, til þess að tunnusmíði geti hafist verða verkamennirnir, félagsmenn sjálfir, að taka í taumana og gefa þeim mönnum frí úr stjórninni, sem vilja aðeins hafa tunnuverksmiðjuna fyrir augnagaman. Hér í blaðinu, Alþýðublaðinu og víðar bafa verið gerðar tillögur um viðbótarþrær við ríkisverksmiðjurn- ar, sem tekið gætu 55—60 mál aíld- ar. Pað er vitanlegt að þrær þess- ar verður að byggja fyrir næsta veiðitímabil, allir sjá nauðsynina á því að þetta sé gert. Pað hefur verið bent á hentugt lóðarpláss fyr- ir þrærnar og því ekki að byrja nú strax á byggingu þeirra ? Ef þrærnar eiga að veratilbúnar fyrir síldveiði næsta sumar verður undirbúningur að hefjast nú þegar. Undanfarin vor hefir það verið svo hér á Siglufirði, að snjóa hefur tek- ið seint upp og illt við steypu að eiga. Ef ekkert yrði unnið að þessu nauðsynlega verki fyr en í vor, er ábyggilegt að þrærnar komu ekki til notkunar fyrr en seint á sumr- inu og þá þeirra að líkindum lítil þörf. Eins og áður er sagt, þarf að grafa nú þegar, eða alveg á næstunni, hafa allt sem sagt tilbúið undir steypu áður en frost og snjóar Frh. á 4. síðu. Hvað er hægt að gera til að afstýra áfengisbölinu og afleiðingum þess? Pað eru ískyggilegar fréttir sem berast af áfengisneyslu hér á Siglu- firði og væri ástæða til að at- huga það mál nánar og finna úf- ræði til að draga úr slíkri eyðslu, og þá er fyrst að leita eftir hverjir eru þeir sem hafa forgöngu í þess- ari óhóflegu eyðslu, og hvernig er hægt að opna augu þeirra fyrir þessum voða. Fleslir flokkar og félög vilja bera það af meðlimum sínum að þeir séu óreglumenn, en út frá því mun ganga að" óreglumennirnir eru úr öllum stéttum og flokkum, en þeir sem mest ber á eða hefir mest borið á að drykkju hér i sumar eru sjómenn og verkamenn, enda hafa þeir lakastan aðbúnað til að dvelja á heimilum 6lnum eða öðr- um húsakynnum þegar þeir hafa áfengisneyslu um hönd og er þá gatan eða göturnar sem þeir sjást oftast ranglandi um undir þessum kringumstæðum, og oft endar gleð- skapurinn í fangahúsi bæjarins. Svo að segja undantekningarlaust eru þessir menn, þeir sem allra síst hafa ráð á að eyða tíma og peningum \ til áfengiskaupa, því tekjur þessara manna þó vel væri varið hrökkva sjaldnast fyrir nauðsynlegustu út- gjölduro, en um leið er aðbúð þess- ara manna á þann veg, að skiljan-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.