Neisti


Neisti - 04.09.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 04.09.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI le£t er að þá langi til að gleyma um stund, öllu sínu andstreymi en svo vakna þeir aftur til sömu ernð- leikanna og því miður endurtekur þetta sig alltof oft og heilbrigð hugs- un kemst ekki að, en þeir serní drekka í heimahúsum en sjaldan sjást undir áhrifum víns á manna- mótum eru líka afar margir, en erfitt er og oft ómögulegt að vita hverjir neyta víns á þann hátt. Pað sem reynandi væri til að draga menn út úr þessu hugsunar og menningarleysi er að skapa þeim aðstöðu til að eyða frístundum sín- um á hagkvæmari hátt, þá helst með lesstofum í svipuðum stíl og Nnrðmenn hafa hér. Pað munu allir þeir sem dvalið hafa hér nokkur ár að drykkjuskap- ur meðal Norðmanna var mikill hér fyrir fáum árum, en nú sjást þeir sjaldan undir áhrifum víns og vil eg að miklu leyti þakka það starfsemi norska sjómannaheimilis- ins hér. Petta getum við reynt en til þess þarf töluvert fé og forgöngu góðra manna. Leiðandi menn pólitískra flokka og allra annara félaga eru sjálfsagðir til að taka þetta mál til rækilegrar athugunar, og ríkisstjórn- inni og bæjarfélaginu ber skylda til að styrkja alla þá viðleitni sem miðar að því að stemma stigu fyrir menningarleysi því, sem skapast af óhóflegri neyzlu áfengis og væri ekki illa varið tekjum Afengisversl- ar ríkisins ef þær væru notaðar til að bæta fyrir ómenningu þá er sú stofnun leiðir yfir land og lýð, en æskilegast væri þó að sú stofnun væri lögð niður að öllu leyti a.m.k. hér í þessum bæ, en ekki hefir þýtt að fara þess á leit til þessa tíma. Kostnaður við starfrækslu lesstofu hér, yrði aðeins lítið brot af fjár- munum þeim sem-eytt er hér í á- fengi árlega. Oll blöð og tímarit sem gefin eru út hér á landi myndu fást ókeypis og eg tel víst að mikið gæfist af bókum. Umsjónarmanni þyrfti áð greiða og til þess starfa þyrfti að velja góðan mann. Hús- næði yrði dýrast og viðhald þess, en mér er kunnugt um, að oft eru gefnar háar upphæðir til slíkra fyrirtækja, og myndi svo verða hér, ef reynt yrði að framkvæma þessa hugmynd. Auglýsingar myndu kosta mikið, því endilega þyrfti að nota útvarpið til þeinar starfsemi, allflest skip hafa móttökutæki og einnig þeir sem í landi dvelja, og allvíða er aðgangur að fréttum og auglýsingar útvarpsir.s mikið not- aðar. Par þyrfti ninnig að birta skýrslu um áfengiskaup, áfengisaf- brot og aðsókn að lesstofunni, og gera yfirleitt allt sem hægt væri til þess að draga úr áfengiskaupunum og efla menningu og siðgæði meðal almennings. A síðastliðnu hausti voru skip- aðar áfengisvarnarnefndir um allt land og þótti sem þær ættu og gætu mikið gert, en reynslan er að sýna, að þessar nefndir geta lítið gert. Tillögur þessara nefnda eru að íitlu eða engu hafðar, störf þeirra mega helst ekkert kosta og drykkjumannahælið, sem reisa átti, er enn ekki til og enginn staður til þar sem hægt er að koma drykkju- mönnum til dvalar, nema ef vera kynni á Litla-Hrauni, innan um glæpamenn þjóðarinnar og virðist það ekki geta komið til mála. Verður því útkoman sú, að nefnd- ir þessar geta ekkert aðhafst og vandræðamennirnir eru látnir af- skiftalausir að mestu leyti, nema hvað Templarar reyna að ná þeim í félagsskap sinn, og tekst þeim oft að bjarga þeim úr viðjum ó- reglunnar um lengri eða skemmri tíma, en það sýnir sig, að ef vel á að fara, þá þurfa fleiri en Templ- arar að hjálpa til, að bjarga því sem aflaga er farið. Heilu bæjarfélögin og heilu sveit- irnar þurfa og eiga að rísa sem einn maður á móti áfengisböliriu og gera herferð á hendur launsala og bruggara og láta almennings- álitið dæma þá sínum þyngsta dómi, því lítið gagnar þótt slík ómenni séu dæmd eftir landslögum, enda eiga þau engin refsiákvæði sem hæfa slíku fólki. Eg hefi nú rætt þessi mál á víð og dreif og það er ósk mín og von að ekki verði jafnhljótt um þan héreftir og hingað til. því nú er annatíminn að mestu liðinn hjá í þetta sinn, og hafa menn því góðan tíma til að hugsa ráð sitt og búa sig sem best undir framtíðina. Eg skal í sambandi við framan- ritað geta þess, að stúkan Framsókn nr. 187 hér, á til byggingarlóð á hentugum stað og uppdrátt af húsi, sem myndi fullnægja þeim kröf- um. sem gera þyrfti til slíkra húsa- kynna, og nauðsynl. væru til reksturs lesstofu og hælis fyrir aðkomu- og heimafólk hér, en féleysi og fá- menni srúkunnar veldur því, að ekkert er hægt að aðhafast. En það þykist eg mega fullyrða fyrir hönd Templara hér, að þeir eru fúsir eftir getu að ljá þessu máli liðsinni sitt á hverjum tíma. 27. ágúst 1936. P. Knattspyrnukeppni Síldarverk- smiðja ríkisins, sem getið var hér f líðasta blaði, lauk ».l. miðvikudag með þvf að SRN vann SR’30 með 4 gegn 2 mörkum. Úrslit keppninnar urðu því þau, að SRN fékk 4 stig, SR’30 2 ogSRPO. Knattspyrnuflokkur SRN vann þ«r raeð bikarinn, sem um var keppt og hlaut til viðbótar nafnbótina „Bezti knattipyrnufiokkur Síldarverkimiðja rfk- isins“. Leikurinn milii SRN og SR’30 var á köflura harður og akemmtilegur, þð varð þafl tii þesi að skemma þennan úrslitaleik, að þegar 13 mínútur voru liðnar af síðari háltleik eprakk knött- urinn og enginn var til vara. Var þar um að kenna óforsjálni og traíia- mennsku knattspyrnunefndar og má slíkt aldrei koma fyrir aftur. í þetta sinn var knöttur sóttur niður í bæ. en kalsaveður var og nærri óverjandi að Uta knattipyrnumennina bíða heita og rennblauta á meðan, enda fóru tveir úr liði SR’30 heim og apilaði það lið með 9 mftnnum, það sem eftir var af síðari hálfleik. Sá hluti leikiins var þó beztur, skerpan, sam- spilið og „upphlaupin" meit og á- kveðnust. Pafl verður seanilega dóm- ur fieitra, aem á leikana horfðu, að lið SR’30 sé jafnleikaait og bizt, Frh. á 4. síðu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.