Neisti


Neisti - 12.11.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 12.11.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI Örþr ifar' áðíri. Peir sem fylgst hafa með bar- dagaaðferðum Sjálfstæðismanna, það sem af er kjörtímabilinu, ganga þess ekki duldir, að þar eru ör- þrifaráðin í hávegum höfð, þó fáir hafi búist við því, að stærsti stjórn- málaflokkur landsins mundi hegða sér jafn asnalega og raun ber vitni. En hvað liggur fyrir þeim flokki, sem tapað hefir trúnni á málstað- inn og hefir þar að auki „Vitlausa manninn í skutnum" fyrir le;ðtoga? Er nokkrum það undrunarefni, þótt slíkur flokkur grípi til örþrifaráða á öllum sviðum ? En þegar svo er komið er öll heilbrigð skynsemi bannfærð, öll starfsemin neikvæð— eyðileggjandi. Aðeins tvö dæmi af mörgum skulu hér tilfærð: Kjötverðið var hækkað til tekju- aukningar bændum. Sjálfstæðismenn risu upp á afturfótunum og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að eyðileggja þernan bændagróða. Nasistinn á Álafossi skrifaði langar greinar í Morgunblaðið og Vísir um skaðsemi kjötneyltíu og annað álíka viturlegt. En þrátt fyrir allan gauraganginn fengu bændurnir verð- hækkunina, en Sjálfstæðismenn urðu að láta sér nægja skömmina. Yfirráð mjólkursölunnar í Reykja- vík og Hafnarfirði voru tekin úr höndum „ávísanasérfræðingsins*4 og „Korpúlf8Staðamannsins“. Sjálfstæð- ismenn gerðu neytendaverkfall í bróðurlegri sameiningu við Komm- únista. Mun það nær einsdæmi, að tveir flokkar sameinist með svo gjörólík sjónarmið. Sjálfstæðismenn vildu drepa í fæðingunni al'ar um- bætur í mjólkurmálunum, en Komm- únistar vildu fá ódýrari mjólk. Hjá þeim gat neytendaverkfall verið af- sakanlegt, ef þeir hefðu ekki geng- ið alveg fram hjá því, að sigur verkfallsmanna hlaut að flytja yfir- ráð mjólkurmálanna aftur í hendur Petta er svo auðskilið mál, að óþarft virðist að leggja fram marga ónýta „keðjuspotta" því til sönnunar. „Verkamanninum“ ætti því að vera óhætt að halda áfram að und- irbúa vistaskiftin. „ávísanasérfræðingsins“ og „vitlausa mannsins í skutnum“, til stór tjóns bæði fyrir framleiðendur og neyt- endur. í þann tíð var mikið unnið á skrifstofum Sjálfstæðisblaðanna í Reykjavík, enda voru ráðin, sem húsmæðrum voru gefin til þess að losna við mjólkurkaupin, bæði mörg og góð. En alþýðan vildi ekki þiggja hin góðu ráð og neytti því mjólkur eftir sem áður, eftir því sem efni leyfðu. Regar þessi mál voru svo rædd á stjórnmálafund- um úti um sveitir landsins og í út- varpinu. afneituðu Sjálfstæðismenn Morgunblaðinu og Vísis sem ákaf- ast. En skömmina geta þeir aldrei af sér þvegið. F r á bæjarstjórn. Bæjarstjórnarfundur var haldinn 24. f. mán. Fyrst var tekin til um- ræðu fundargerð hafnarnefndar frá 17. okt, um skurðinn á grandanum og framkvæmd þess verks. Verktaki Flóvent Jóhannsson telst eiga eftir hjá hafnarsjóði kr. 300,00 en sökum þess, hve verkið er ílla unnið sam- þykkti hafnarnefndin, eftir tillögu frá J. F. G., að neita frekari greiðsl- um. Um þetta urðu talsverðar um- ræður. Hertervig flutti tillögu svo- hljóðandi: „Bæjarstjórnin samþykkir að fresta að taka ákvörðun um málið, og láta meta það verk sem Flóvent hefir unnið og hann að því loknu fái 90 prc. af matsverði, sem hann svo ávísi til greiðslu vinnulaun#". Pegar tillögumaður var spurður eftir þvi, hvort hann ætlaðist til að við matið yrði haft til hliðsjón- ar hið umsamda verð fyrir ákvæð- isvinnuna, kvað hann nei við. Pormóður Eyólfsson lagði fram tillögu svohljóðandi: „Bæjarstjórnin samþykkir að krefjast þess að Flóvent Jóhanrisson gangi frá steypu og byggingu skurðs- ins eins og lagt var fyrir hann í fyrstu. Að öðrum kosti verði Flóvent Jóhannsson látinn sæta ábyrgð fyrir vanrækslu á starfinu". G. Hannesson kom með tiilögu svohljóðandi: „Gegn því að greiðslan gangi til vinnulauna samþykkir bæjarstjórn- in að fela bæjargjaldkyra að greiða enn 300 kr. sem fullnaðargreiðslu fyrir verkið”, Tillaga G. Hannesson felld með engu atkvæði. Tillaga Pormóðs samþykkt með 4:1 atkv. (F. og K, með). Samkvæmt lögum nr. 81 frá 1936 hefir G. H. mist atkvæðisrétt í bæj- arstjórninni, var því kosinn einn maður í hverja nefnd sem hann hefir verið í. Kosnir voru : í fjárhagsnefnd A. Schiöth, hafnarnefnd P. Eyjólfsson, framfærslunefnd P. Eyjólfsson, raf- veitunefnd A. Hafliðason, bygging- arnefnd Ó. Hertervig, vatnsveitu- nefnd Ó. Hertervig, sjúkrahúsnefnd A. Hafliðason, bjargráðantfnd G. Hannesson utan bæjarstjórnar, bruna- málanefnd kosningu frestað. Pá var einnig samþykkt, Bð G. Hannesson sæti áfram sem aukamaður í öllum þeim nefndum, sem hann hafði áður í verið. Svohljóðandi tillaga kom frá Gunnari Jóhannssyni: „Bæjarstjórn samþykkir að fela barnaverndarnefnd að finna heppi- legan stað fyrir börn til sleðaferða yfir yeturinn. Sé staðurinn valinn í samráði við yfirlögregluþjón bæj- arins“. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Pá var tekin fyrir 3. liður dag- skrárinnar — tunnuverksmiðjan. Svohljóðandi tillaga kom frá J. F. G.: „Bæjarstjórnin samþykkir að kaupa tunnuverksmiðjuna, ef aðgengilegir greinsluskilmálar fást“. Pormóður talaði einna mest, var hógvær og prúður að vanda og snéri máli sínu aðallega til fram- kvæmdarstjóra tunnuverksmiðjunnar P. P. Clementz, persónulega. Komm- únistar vildu gefa Clementz tækfæri til að þakka fyrir alla kurteisina og fiuttu því tillögu um það að hald- inn væri borgarafundur um málið,

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.