Neisti


Neisti - 11.05.1940, Blaðsíða 3

Neisti - 11.05.1940, Blaðsíða 3
»Hallast tekur á hesti mínum, ríða verð eg þó«. Það ber eigi all-sjaldan við, að forsmáðir menn og fyrirlitnir gangi í bræðralag. Þeirra göfugasta mark- mið er þá að jafnaði það, að láta sem mest og illt af sér leiða. Ekkert er það til, sem getur hvatt þá betur til fólskuverka sinna, en velgengni og vaxandi fylgi bjartsýnismannanna og láta þeir þá einskis Ófreistað til þess að spilla fyrir hinu góða málefni, með fölskvaríkri tungu sinni og lævíSri undirferli. Eins og öllum er kunnugf, er Þormóður fyrirlitinn og forsmáður vegna pólitískrar framkomu sinnar gagnvart Siglufjarðarkaupstað, og þá um leið gagnvart siglfirzkum verkamönnum, sem ekki hvað sízt urðu fyrir barðinu á honum, vegna afskipta hans af Rauðkumálinu. Allir vita um velvilja kommún- ista og þeirra göfuga! tilgangs i þágu Sovét-skipulagsins, um friðsamlega úrlausn vandamálanna (sbr. innrásin í Finnland). Engum, sem lesið hefir blöð kommúnista og séð uppivöðslu og sviksemi óaldarseggja réttlætta og talda sem sjálfsagða varúðarráð- stöfun, — dylzt, að þar hefir sann- leika og sómatilfinningu verið þok- að burt, sem þó aðeins hrakmenni af aumustu tegund, leyfa sér. Þormóður og frú Guðrún kona hans, með Friðleif tetrið á milli sín annarsvegar, og kommúnista hinsvegar, gera nú með sér bandalag, sem endar með þeim árangri, að Aðalbjörn er kosinn í stjórn Kaupfélagsins með 113atkv., en Jón Kjartansson til vara með 111 atkv. Ekkert talar skýrar en þessar tvær tölur — 113 og 111. — Engum getur dulist, að sam- vinna Framsóknar og kommún- ista hefur verið skipulögð — skipu- lögð af þeim mönnum i Fram- sóknar- og Kommúnistaflokknum, sem verst hafa talað hvor í annars garð og auðvirðilegastir eru í aug- um alls almennings. ' Þetta vináttubandalag Fram- •sóknar og kommúnista, er eins og skopleikur í tveim þáttum; þarsem fyrri þátturinn gerist heima hjá' frúnni, þar sem hin raunverulega kosning fer fram; en hin síðari á NEISTI Kaupfélagsfundinum, þar sem úr- slitinn voru lesin upp. Hvern skildi hafa órað fyrir því að frú Gúðrún skyldi verða til þess að lyfta kommúnistum á hné sér og hossa þeim með lipurð og ástúð inn í trúnaðarstöður, á sama tíma sem hinn heilagi-faðir Hvís- ling (þ. e. J.) flytur þingsályktun- artillögu þess efnis, að svipta alla kommúnista trúnaðarstörfum hjá opinberum fyrirtækjum. Er þetta ekki brot á Jónasar- guðspjallinu frú mín góð? Jú, vissulega. »Siglfirðingur«, blað Sjálfstæðis- manna, flytur grein þar sem minnst er á þetta vináttubandalag og slá þau skrif á viðkvæman streng í brjósti hinnar æruverðugu frúar, svo innst í hugskoti sínu heyrir hún hljóma kafla úr gamalli þulu: »HaIlast tekur á hesti mínum, ríða verð eg þó«. Nú talar hún við hinn heilaga föður Hvísling, sem skipar henni afdráttarlaust að kannast aldrei við vináttusmninginn og neita opinberlega allri samvinnu við kommúnista. »Einherja« i allri sinni andlegu nekt, er mokað út meðal fólksins, þar sem Sjálfstæðismönnum er kennt um »kosningamistökin« og fullyrt beinlínis að þeir hafi kosið Aðalbjörn í stjórnina. Frú Guðrún afneitar þar samvinnu sinni við kommúnista og Hvísl- ingur fórnar höndum, blessar og hrópar: »Axarsköft þín eru þér fyrirgef- in, af þínu afkvæmi! skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta«. Enginn vafi virðist leika á þvi, að Hvíslingur hafi lagt blessunyf- ir gerðir þessarar konu og hennar manna, og hugsað sem svo, að þykjast láta framlagið til Skarðs- vegarins vera í ríflegra lagi, svo Framsóknarflokkurinn á Siglufirði gæti að minnsta kosti »slegið sér upp« á einhverju, eftir alla þá auðmýkt og tafarlausu hlýðni, sem forráðamenn hans höfðu sýnt í hvívetna, sínum æðsta valdamanni. Þó þessir menn mæli fagurt, þá hyggja þeir flátt. Þess ber að minnast að: 1. Enginn hefir ráðistá Kommún- ista og starfsemi þeirra af jafn- mikilli ósvífni, eins og Fram- sóknarmenn hér á Siglufirði. 3 2. Enginn hefir Iítilsvirt Fram- sóknarflokkinn og forráðamenn hans jafn auðvirðilega og kommúnistar hér á Siglufirði. 3. Engir hafa faðmast, vegna and- legrar frændsemi, af innilegri ástúð og jafnmikilli nautn eins ogKommúnistar og Framsókn- arm. á kaupfélagsfundinum. Góðir lesendur! Eins og ykkur hlýtur að vera ljóst, gerðu þessir tveir útskúfuðu flokkar með sér kosningabandalag, þó þeir hvor i sínu lagi skammist sín fyrir að viðurkenna samvinnuna, og neiti því opinberlega í blöðum sinum, þá vita allir, að það sem þar stendur, kosningabandalagi þessu til hylmingar, eru ósannindi, — og að hatrammar árásir forráðamanna Framsóknarflokksins á hendur kommúnistum, eru ekkert annað en blekkingar og yfirskinsvandlæt- ing á starfsaðferðum kommúnista. Forráðamenn þessara flQkka berast á banaspjótum í ræðu og riti — en í forsælu andstyggilegr- ar lítilmennsku þrýsta þeir hönd hvors annars. Orri. Englend- ingar taka *• Island her- skildi. Samkvæmt fréttum að sunnan hafa nú Englendingar komið hing- að með allmikinn her og bar mest á því í Reykjavik, þar sem her- mannaflokkar voru fluttir á land um kl. 3 nóttina 10. maí, komu nokkur brezk herskip inn á Reykja- víkurhöfn og gengu hermenn þeg- ar á land, umkringdu bústað þýzka ræðism. og tóku hann, starfsfólk hans og aðra Þjóðverja búsetta i Reykjavík og fluttu það um borð í herskipin. Ennfremur tóku þeir póst, síma og útvarp í sínar hend- ur. Jafnframt hafa þeir tekið í vinnu flestar vörubifreiðar í Reykja- vík, til keyrslu á hernaðartækjuni o. fl. austur að Sandskeiði, þar

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.