Neisti


Neisti - 11.05.1940, Qupperneq 5

Neisti - 11.05.1940, Qupperneq 5
I NEISTI 5 Frh. af 2. síðu. sem ráðist er á okkur Gunnlaug vegna slæmrar samvinnu (!!) við kaupfélagsstjórann, en þar með, segir blaðið, er ekki verið að ráð- ast á Alþýðuflokkinn !! Minnir þetta ékki óneitanlega mikið á aðferð Rússanna, þegar þeir voru að bjarga finnsku þjóðinni með loftárásum og vélbyssuskothríð á varnarlausar konur og börn, og rússnesku blöðin og útvarpið birtu hverja svívirðinguna á fætur ann- ari á þá Ryti, Tanner og Erko, og bættu við, að með þessu væru þeir ekki að ráðast á finnsku þjóðina. VIII. Eg gat þess í upphafi greinar minnar, að Aðalbjörn hefði hlotið að treysta á manndómsleysi og drengskaparskort kaupfélagsstjóra, er hann birti þenna ósanninda- vaðal sinn. Skal eg nú rökstyðja þetta nokkru nánar. Svo sem að líkum lætur, var enginn, að mér undanteknum, sem vissi eins vel um kolakaupin, tilboðið og enda- lok þessa máls, eins og kaupfé- lagsstjórinn, þó að hann hafi — eins og hann segir sjálfur — týnt tilboðinu um kolin, hlýtur hannþó að muna aðalefni símskeytisins og var honum skylt að leiðrétta mis- sögnina um það. Þá var honum einnig skylt að bera blak af hinum erlenda viðskiptavini, sem Aðalbjörn, alveg að óverðskulduðu, ber svik á brýn. Þó að Aðalbjörn hafi, þegar hann ritaði grein sína í Mjölni, gert ráð fyrir að Hitler og Stalin væru í félagi búnir að ganga svo frá þessu firma, að lengur væri engin hætta á ferðum úr þeirri átt, hversu ósvífinn áburð- ur sem á það væri borinn, gat kaupfélagsstjórinn og mátti ekki gera sig sekan um slíkan hugs- unarhátt. Honum bar þvi að b,era blak af þeim sem órétti var beittur, en til þessa þurfti meiri manndóm, en þessi kjarklitli en gæflyndi maður á yfir að ráða, enda erfiðara eftir áralanga hlýðn- isafstöðu og undirgefni við komm- únista að hrista af sér slenið og okið, sem byrjaði með yfirtöku Kaupfélags Verkamanna, rambandi á gjaldþrotsbarmi. — Á sínum tíma var það afsakað með því, að margir nýir félagar hefðu bæst í KFS, og þá um leið viðskiptavinir. Reyndar má hér á móti segja eins og Aðalbjörn sagði s.l. sumar þegar rætt var um að yfirtaka Samvinnufél. Fljótamanna og þar til fært, að nýjir viðskiftamenn bættust við: Félagið fer bráðum á hausinn og þá koma þeir hvort sem er. — Kaupfélagsstjórinn kaus að þegja og með þögninni að gera sögusögn Aðalbjörns að sinni. Þá tel eg það skort á drenglyndi að mótmæla ekki kröftuglega og op- berlega þessari sögusögn, ekki síst þar sem kaupfélagsstjóri ásamt flokki sínum (í beinu áframhaldi af þingsál.tillögu formanns flokks- ins!!) hafði ákveðið að gera póli- tískt samkomulag víð kommúnista til þess að koma mér úr stjórn- inni. Ef að það nú þar að auki er satt sem »Mjölnir* segir, að sam- starf mitt og kaupfélagsstjóra hafi hafi verið slæmt, var þá ekki drengskaparlegra af honum að láta mig njóta sannmælis og möt- mæla stærstu skrökum Aðalbjörns? Annars mun eg ekki í þessari grein gera samstarf mitt og kaup- félagsstjóra eða stjórnar að um- talsefni. Hitt er vitað, að mjög óhönduglega tókst til í byrjun öfriðar, þegar margir sem aðstöðu höfðu til birgðu sigupp að vörum á kostnað annara. Er slíkt ekki óeðlilegt þó fyrirfinnist menn, sem til þess hafa löngun og getu, þeg- ar tekið er tillit til þess að til eru menn ekki allfáir, sem eiga stórar fjárfúlgur ánúmeruðum sparisjóðs- bókum og með allsk. gerfinöfnum til þess eins að geta þótst fátækari og sleppa við að greiða lögmæt gjöld til ríkis og bæjar. Maura- púkaeðlið og óhreinlyndið leynist ekki til lengdar, þó að takist að dylja það um tíma. IX. Eftir að málum þessum hefir verið lýst og þau athuguð, hlýtur manni ósjálfrátt að detta i hug hvernig á því stendur að Aðal- björnog bergmál hans, kaupfélags- stjórinn, ekki vildu tryggja KFS þessi umræddu 4000 kolatonn. Til ályktunar kemur aðeins Aðalbjörn- Bergmál er aldrei annað en berg- mál. — Til þess að fá fulla skýr- ingu þessa, verður það að vera kunnugt og upplýst, að Aðalbjörn hefir áður fengist við verzlun og gert -stóra* pöntun, sem hann ekki — sagt honum til verðugs hróss — vildi brenna sig á aftur. Fyrir nokkrum árum var hann skrautgripasali á Akureyri og og gerði þar »stóra« pöntun af allsk. glysvarningi, sem nægt hefði til þess að selja öllum glysgjörnum íslendingum um fjölda ára, ef fylgt hefði verið því verði sem með þurfti til þess að eigandinn fengi allt sitt og Aðalbjörn hæfileg ómakslaun. Þessi »stóra« pöntun fékk leiðinleg endalok með all- miklu tapi fjárhagslegu, ekki fyrir Aðalbjörn, heldur hinn erlenda trúgjarna skartgripasala, sem trúði Aðalbirni fyrir þessum munum. — Ýmsar glysgjarnar konur og ungl- ingar á Akureyri og í nágrenni gátu um næstu ár og sennilega enn, skreytt sig með ódýrum • steinum* frá Aðalbirni en ekki á kostnað hans. Það er sjálfsagt þessi reynsla Aðalbj., sem hefirgertþað aðverk- um, að hann s.I. sumar var hrædd- ur við að kaupa mikið af hinum »svörtu steinum« og þá ekki var- ast það, að með því hefði hann gert bæði KFS og viðskiftamönn- um þess mikið gott og stóran greiða. Heldur ekki hefir hann at- hugað það, að slíkur greiði hefði ekki, eins og greiðinn sem hann gerði hinu glysgjarna fólki á Ak- ureyri fyrir nokkrum árum, orðið á kostnað þess sem vöruna lét af hendi, heldur öllum til góðs. Eg vænti svo þess að lokum, að Aðalbjörn megi í framtíðinnni uppskera af þessari kolahistoríu sinni eins og til hennar er sáð. Reykjavík, í apríl 1940. Erl, Þorsteinsson. Brauðbúðir vorar verða opnar um hátíðirnar sem hér segir: Hvítasunnudag kl. 10—12 f.h. Annan Hvítasunnud.— 10 f. h. til 7 e. h. Félagsbakaríið h.f. Hertervigsbakarí.

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.