Neisti


Neisti - 27.11.1941, Blaðsíða 3

Neisti - 27.11.1941, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Alþýðaílokkurinn fer ekki fram á annað en það, sem sanngjarnast er og eitt sæmir hverjum þegni þjóðfélagsins. Þess vegna eiga tillögun hans í dýrtíðarmálunum að verða samþykktar af Alþingi, eða aðrar en fyllri. Kjörskrá Síðan grein þessi var skrifuð hefur viðhorfið breyzí Þjóðstjórnin hefur sezt aftur að völdum, þing- inu hefur verið slitið í hvelli og vandamálin að mestu óleyst. Al- þýðan verður að fylgjast vel með því, sem gjörist i þessum málum fram að næsta þingi, sem kemur saman i febrúar n. k. og láta þá til skarar skríða. Lengur er ekki hægt uð bíða. Þá verður að fylgja þessum tillögum fram eða öðrum betri. Stjórnin verður að gjöra eitthvað í dýrtíðarmálunum nú á næstunni eða láta kosningar fara fram svo þjóðin geti sýnt vilja sinn. til bæjarstjórnarkosninga, er gildir fyrir tímabilið 24. jan. 1942 til 23. jan. 1943, liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofum bæjarins frá og með 25. nóv. næstkomandi. Bæjarstjórinn á Siglufirði, 21. nóv. 1941 Áki Jakobsson. S krá yfir útsvör við aukaniður- jöfnun á Siglufirði 1941. Kr. Ásg. Pétursson útgm. 10.000.oo Ásg. Pétursson & Co. h/f. 5.000.oo Barði Barðason skípstjóri Lækjargata 10.000.oo Egill Ragnars Túngata 500.oo Ingvar Guðjónsson 30.000.00 Jón Gíslason Hafnarfirði 1.500.oo Njörður H. f. Akureyri 3.000.oo Ólöf Karvelsdóttir skrifstofumær Siglufirði lOO.oo Óskar Halldórsson H. f. co. Ó Halldórsson 8.OOO.00 Sigfús Baldvinsson útgerðarm. Akureyri 1.250.ooo Síldarverksmiðjur ríkisins Siglufirði 3.500.OO Söltunarst. »Sunna« 4.000.oo í niðurjöfnunarnefnd Siglufjarðar 6. nóvember 1941. Álci Jakobsson (sign) Friðbjörn Nielsson (sign) ineð fyrirvara. Þóroddur Guðmundson (sign) með fyrirvara. Vilhjálmur Hjartarsson (sign) Su. Sigfússon (sign) með fyrirvara. Þessi • útsvarsskrá er nú ekki lengri, það eru 12 gjaldendur, og þeim er gjört að greiða kr. 76.850.oo. Um það útaf fyrir sig er heldur ekkert að segja en það er annað, sem hún verður eflaust frœg fyrir, og það er það að meirihlut- inn skrifar undir með fyriruara. Hvernig hugsar nefndin sér að vinna traust samborgara sinna og réttlætiskend skattgreiðenda, ef hún getur ekki staðið samábyrg gjörða sinna. Hefur hún engar reglur að fara eftir? Eru öll henn- ar störf duttlungar, sem velta á samhug ernhverra þriggja innan nefndarinnar í það og það sinnið? Þessi útsvarsskrá bendir ótvírætt í þá átt, og slík eiga störf nefnd- arinnar alls ekki að vera. Hún á að starfa svo að allir gjaldendur geti borið fiillt traust til réttmæti gjörða hennar, en það gjörir hún ekki með því að auglýsa það ábyrgðarleysi, sem virðist hafa rikt innan nefndarinnar í þetta sinn. >Með fyriruara« getur ekki þýtt annað hjá nefndarmönnunum, en að þeir geti sagt við hæstvirta út- svarsgreiðendur *það er ekki mér að kenna, hann — hínn vildi hafa það svona*. Þetta uerður að uita og má al- drei koma fyrir aftur, Hér kemur fram sem alltaf áður, að fulltrúar Alþýðuflokksin, eru sér fyllilega meðvitandi, þeirra ábyrgð- ar, sem á þeim hvílir, við hvern þann starfa, sem þeim er falin, enda reynir Vilhjálmur Hjartarson fulltrúi Alþýðuflokksins í nefndinni ekki að skjóta sér á bakvið «vígið« »með fyrirvara«!!! Það eru fulltrúar Sjálfstæðis- manna og kommúnista, sem aug- lýsa fyrir alþjóð ábyrgðarleysi sitt í störfum nefndarinnar. — Þetta œttu siglfirzkir kjósendur að muna lengur en daginn í dag. Nýkomið: L í f s t y k k i á kr. 12.75 og 14.00. Mjaðmabelti á kr. 8.25. Teygjubelti frá kr. 7.50. Verzlun Jónínu Tömasdóttur. Vegna burtfarar Baldvin Þ. Kristjánssonar, verður Kristján Sigurðsson, Eyrargötu 6, umboðsmaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu framvegis. Félagar eru beðnir að minnast þessa.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.