Neisti - 26.02.1943, Page 3
NEISTI
3
firðingar. hafi gleymt stjórnar-
tímabilinu 1934—1938, þegar fast-
ir starfsmenn bæjarins urðu að
,,selja“ kaupið sitt, ávísanir frá
bænum, í ýmsum verzlunum með
afföllum, eða biðja kunningja sína
að gera sér þann greiða að kaupa
þær upp í útsvarsgreiðslu næsta
ár. Man hann ekki kreppusjóðs-
lánið, sem heldur öllum eignum
bæjarins, þar á meðal vatnsveit-
unni og ,,Rauðku,“ svo föstum að
ekkert er hægt að gera. Man ekki
ritstjórinn Schevings-lánið, se,m
tekið var með 10 % afföllum og
6% vöxtum og munnlegu loforði
um greiðslu í erlendum gjaldeyri,
sem lántakendur vitanlega ekki
gátu staðið við. Fjárhagslegur
samanburður Siglufjarðar og
Hafnarfjarðar og ísafjarðar hins-
vegar, er því síður en svo Siglu-
firoi hagstæður. Þá er hin fullyrð-
i'ngin, að á ógæfuhliðina hafi síg-
ið fyrir Siglufirði 1938—’42 pg það
sé A-listamönnum að kenna,
Neisti vill fúslega viðurkenna, að
það hefði verið, með djörfum á-
tökum, hægt að gera meira í fram-
fara- og atvinnumálum bæjarins á
þessu tímabili en gert var. Rit-
stjórinn. skyldi þó minnast þess,
að myndarlegasta tilraunin sem
gerð var til þess að koma hér upp
stóratvinnutæki, strandaði á
flokksmönnum hans í bæjarstjórn
og ríkisstjórn. Síldarverksmiðjur
ríkisins hafa grætt milljónir á
þessu tímabili, og það er vitanlegt
að nýtízku verksmiðja á Rauðku-
lóðinni hefði ekki síður haft að-
stöðu til þess.
Þá skyldi ritstjórinn líka minn-
ast þess, að það var Framsóknar-
og Sjálfstæðismeirihlutinn 1934—
’38, sem leigði Gránu með þeim ár-
angri, að bærinn verður sennilega
að borga með henni þessi ár, og
leigði Rauðku fyrir lágt verð, en
A-listamennirnir, sem ráku
,,Rauðku“ með þeim árangri,
að hún hefir grætt um 200
þúsund krónur umfram þá leigu,
sem þeir Framsóknarmenn höfðu
ákveðið.
Að seinustu- sýnir ritstjórinn of-
urlítið „innan í sig“ með fyrir-
spurninni um það, hver hafi skrif-
að umrædda ,,Neista“-grein. Sú
grein var alveg laus við persónu-
lega áreitni. Einungis rætt um
málin sem fyrir lágu, og vorkunn-
arlaust fyrir hvern sem var, að
ræða þau án nokkurs tillits til höf-
undar. Jóh. Þorvaldsson hefir
nokkuð komið við opinber mál, en
lang oftast með útúrsnúningi og
persónulegum ýtingi. Með þessari
fyrirspurn sýnir hann ljóslega að
honum er ósýnt um að ræða mál-
in án tillits til þess, hver ræðir
þau við hann, þá á hann óhægra
með að beita persónulegum skæt-
ingi. Neisti vill segja ritstjóra Ein-
herja það, að hann mun engan á-
kvörðunarrétt hafa um það, hvort
Dýrtíðar-
frumvörpin.
Ríkisstjórnin hefir nú loksins
lagt fram dýrtíðarfrumvörp sín.
Fremur virðist þar anda kalt til
verkalýðsins og launastéttanna,
þar sem ætlast er til stórkostlegr-
ar skerðingár á dýrtíðaruppbót
þessara stétta, án þess að séð verði
að nokkrar bætur komi fyrir. Sjón-
armið Morgunblaðsins virðist hafa
ráðið, en það var jafn viturlegt og
við mátti búast úr þeirri átt, eða
það að með verðbólgunni hefði ver-
ið framkvæmd auðjöfnun!! Nú
vita allir að launastéttirnar hafa
einungis fengið bætta dýrtíðina og
þó laklega með vísitöluuppbót. Eítt
af því sem Ólafur Thors lofaði, var
að endurskoða vísitöluna, sem
reyndar aldrei var gert. Bendir það
á að eitthvað hafi verið athuga-
vert við hana. Ekki er enn séð
hvaða undirtektir frumvarp þetta
fær. I því eru að vísu nýtilegar og
sjálfsagðar tillögur, t. d. um eigna-
aukningarskatt, en heldur virðist
hann lítiil Þá má að sjálfsögðu at-
huga um skyldusparnað, en ein-
ungis af þeim tekjum, sem eru af-
lögufærar. Ekki hefur frétzt hvort
ríkisstjórnin gerir frumvarp þetta
að fráfararatriði. Hitt mætti þó
fremur ætla, að hún legði það fram
sem tiiraun til samkomulags, enda
þarf það gagngerðra breytinga við
ef það á að verða að gagni, og
ekki eingöngu tilraun til þess, enn
á ný, að skerða mest hlut þeirra
fátækustu í þjóðfélaginu, laun-
þega og fátækra smábænda.
Hitt frumvarpið er um ríkara
eftirlit með skattaframtölum og
mun varla af veita. Margar skatta-
nefndir eru þannig settar á ýms-
um smærri stöðum að vegna per-
sónulegs kunningsskapar geta
nefndarmenn ekki beitt þeim
myndugleik, sem með þarf til þess
að fá fram rétt framtöl. Hinsvegar
væri ekki vanþörf á því að eftir-
litið beindist meira að þeim stærri,
en verið hefir til þessa, og minna
að þvi að elta upp nokkrar krónur
hjá verkamönnum og öðrum laun-
þegum, en láta stórlaxana sleppa
gegnum glufurnar, annaðhvort
með því að gefa ekki upp, eða þá
með því að gefa fyrst upp, sækja
síðan framtölin sín til nefndanna
og skila þeim aldrei aftur.
greinar birtast nafnlausar í Neista
eða ekki. Það mun verða staðið
við þær og málefni þau, sem þær
kunna að flytja, eftir því sem með
þarf á hverjum tíma.
Vísitulan í febrúarmánuði er 2G2
stig, einu stigi lægri en í febrúar.
BÆJARFRÉTTIR
Nýlátiiui er Ólafur Bjargmann,
verkamaður liér í bæ. Ólafur koin mjög
við sögu verkalýðslireyfingarinnar. I
fjölda mörg ár stóð hann í fylkingar-
brjósli vcrkamanna i Hrísey og álti
ofl i vök að verjast. l>að var á þeim
tíma er verkalýðssamtökin voru veik
og atvinnurekcndur þorðu að beita for
svarsmcnn þeirra atvinnukúgun og
örðum slikum aðferðum. Ólafur lél
hvergi hlut sinn, enda þótt hann setti
lengst af við rnikla örðugleika að.etja
og þröngan kosl að húa. Verkanfenn
í Hrísey eiga sjálfsagt engum einum
manni eins mikið að þakka sæmileg-
an árangur í þeim málum eins og
Ólafi. líin síðari ár var Ólafur tek-
inn mjög að lýjast.’en áhugi hans fyr-
ir málum verkalýðssléttarinnar var
mikill og óskertur til hins síðasta.
Með Ólafi er fallinn frá einn af fúlltrú-
uni stéttarinnar, sem stóð í harðri Irar-
áttu á þrengingartímum, en gat þó
glaðst að lokum yfir unnum sigrum.
Neisli þakkar Ólafi fyrir vel unnið
æfistarf i þágu verkalýðshreyfingar-
innar og vottar eftirlifandi vanda-
mönnum lians sannið sina.
Ógœftir og óstöðug veðrátta hefir
- verið nú um langan tíma. Ekki hefir
gefið á sjó vikum saman. Er því lítil
vinna í bænum. Tvö eða þrjú færey-
isk fiskiskip eru hér um þessar mund-
ir til þess að kaupa f'isk. Er því mið-
ur allt útlit fyrir að þau verði vegna
ógæfta að fara við svó búið. Er illt
til slíks að vitá, þar sem fjölmargir
eiga afkomu sína undir því að vel tak-
ist með aflabrögð og sölu fiskjarins.
Snjórinn og ,,knæpurnar“: Snjórinn
liefir haft mikil áhril' á bæjartífið, og
sem betur fer, tit hinná mestu bóta.
Snjórinn liefir seitt fjölda unglinga
út í náttúruna á skíði og burtu frá
götulífinu, kaffilnisunum og ölknæp-
unum. En einmitl þessar knæpur, sem
sprottið hafa upp í seinni tíð, liafa
sett ómenningarbrag á bæinn. Þarna
sitja unglingar og einstaka fullorðnir
inenn að öldrykkju langt fram á kvöld.
Þó að veitt sé óáfengt öl, er það ekki
ósjaldan að menn gerast ölvaðir þarna
inni, sem þá sennilega stafar af ein-
hverri hlöndun, sem þar fer fram.
Hópar unglinga og jafnvel barna, safn-
ast svo saman til þess að horfa á
drykkjulæti og annað slark, sem því
fylgir. Má nærri geta hversu holltþað
er uppvaxandi æsku bæjarins að sitja
þarna við tóbakssvælu og vínangan.
Lítið eftirlit virðist með þessum knæp-
um, nema þá lielzt að lokað sé á rétt-
um tírna. Lögreglan sézt sjaldan, og
helzt virðast það vera einstaka nefnd-
armenn barnaverhdarnefndar, sem
líta eftir og hanna unglingum veru á
þessum stöðum. Það er fullkomin á-
stæða fyrir bæjarstjórn að endurskoða
afstöðu sína til veitingaleyfa, sem
hún á sínum tíma kann að hafa veitt
til þessara staða. Það er hæjarskömm
að hafa þessar bjórstofur opnar til
Útsalan
enn í fullum gangi.
Athugið aðeins tveir
dagar eftir.
VERZLÚNIN
HALLDÓR JÓNASSON
B-deild.
Raísuðu-
plötur
.11
fæst hjá
Jóhanni Jóhannessyni
rafvirkja.
Undirföt
Náttkjólar*
Náttjakkar
Drengjabuxur
nýkomið.
Vöruhús Siglufjarðar
Stanley-
Járnheflar
Hjólsveifar
Brjóstborar
Hamrar
Skrúfstykki
Lamir
Draglokur
Lásliespur
Hilluvinklar
Verzlun Sig. Fanndal.
miðnættis og engan veginn vansálaust
það eftirlitsleysi, sem er með starf-
semi þessara staða.