Neisti


Neisti - 25.11.1943, Page 1

Neisti - 25.11.1943, Page 1
 ÚTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 11. árgangur. • Fimmtudaginn 25. nóvember 1943 Kaupið AIþýðublaðið fæst hjá Sigurði Árnasyni Suðurgötu. 19. tölublað „SJOMANKAHEIMIU AB SUMRINU" Vlm ÆSKUNNAR AU VEIMNUM" 11 - \ Siglufjörður hefur um langan tíma fengið harða dóma og slæmt álit annarra landsbúa fyrir slark og ömurlegan bæjarbrag. Án efa hafa aðkomumenn á sumri hverju sett sinn svip á bæinn. Þeir gátu hvergi dvalið í landi nema á kaffi- húsum og veitingakrám. En slíkir dvalarstaðir eru lítt til þess fallnir að framkalla fagra siði eða góða háttu. Úr þessu var bætt með stofnun Sjómanna- og gestaheim- ilisins og hverjum aðkomumanni vorkunnarlaust að finna hæfilegan stað til tómstundaiðkana. Sjómannaheimilið hefur starfað í örfá ár, en þegar hlotið viður- kenningu þeirra, sem til þekkja og notið velvildar og stuðnings fjölmargra landsmanna. Forgöngumenn og stjórnendur hafa unnið mikið og þarft verk. En vinsældir sínar á stofnunin ekki hvað sízt að þakka starfs- fólkinu, sem frá byrjun hefur sýnt hið mesta hreinlæti í allri um- gengni og lipurð og vinsemd í framkomu og afgreiðslu. Má án efa telja Sjómanna- og gestheim- ilið eina helztu menningarstofnun bæjarins. Háværar raddir heyrast nú oft um æskuna, stefnuleysi hennar og rótleysi, skemmtanasókn og sið- leysi, flótta frá alvöru og störfum — í glaum og gleði. Þeir sama- staðir, sem æskunni hefir hér boð- izt hafa á engan hátt verið fallnir til gifusamlegra áhrifa og því síður henni samboðnir. Mikið hef- ir verið rætt um skemmtistað, þar sem foreldrar og aðrir unnendur ungmennanna mættu treysa að verstu óvinir ungmennanna — áfengi og tóbak, gætu ekki unnið þeim tjón. Skemmtistað, þar sem æska bæjarins eigi þess kost að njóta hollra og góðra skemmtana, algáð og í hreinu lofti. Varpað hefir verið fram spurningu, hvort ekki ætti að gera templarahúsið að skemmtisað æskunnar að vetrinum „Sjómannaheimili að sumrinu“ „Vígi æskunnar að vetrinum.“ Það á að gefa æskunni kost á því að geta sótt skemmtanir, þar sem hvorki áfengi né tóbak fær inngöngu í veizlusalinn. Vitanlega sjáum við öll hið góða sem kemur í stað þess, sem nú skal fjarlægja. Það dylst engum, og þrifnanður vex og hreinlæti eykst í allri umgengni, en þetta tvennt skapar svo í sinni röð mennilegri framkomu og heiðarþ blæ, en oftast vill ríkja á óþrifa- knæpum þeim, sem hafa dregið ískyggilega marga unglinga og fullorðna til sín flest eða öll kvöld hverrar viku. Enginn vafi getur leikið um það, að skemmtisamkomustaður undanþeginn yfirtroðslu áfengis og tóbaks og undir góðri stjórn dugandi fólks, myndi valda straum hvörfum. Slíkur staður hlyti að bjóða upp á verðmæti í stað fá- fengis, nytsemi í stað skaðsemi og jafnvel tjóns. Hugsjónin um réttnefndan fyrir- myndar samkomu- og skemmti- stað er að verða að veruleika. Það er drengilegur og fríður flokkur, sem stendur að því að byggja slíkt ,,vígi“ fyrir æsku bæjarins. Með st. Framsókn í broddi fylk- ingar, hafa Skíðafélögin og Knatt- spyrnufélag Siglufjarðar, ákveðið að efna til kvöldvakna annan hvorn fimmtudag í vetur í Sjó- mannaheimilinu. Beztu- og skenimtilegustu skemmtikraftar bæjarins koma þar fram. Neyzla áfengis og tóbaks er þar strang- lega bönnuð, nema reykingar eru leyfðar í sérstökum sal í húsinu. Sérstök áherzla verður lögð á stundvísi og húsinu því lokað kl. 2ii5 (916). Vegna takmarkaðs húsnæðis verða aðeins seldir 100 —120 aðgöngumiðar að hverri kvöldvöku. Verð miðanna er fimm krónur og veroa þeir seldir í verzl- unarfélaginu. Hlutverk bæjarbúa ætti nú að vera að hlúa sem bezt að þessum nýgræðingi. Það geta þeir á margvíslegan hátt. Foreldrar og aðrir unnendur ungmennenna ættu að hvetja þá til að sækja þessar kvöldvökur. því að hollari og betri skemmtanir verður ekki hægt að fá. Fyrsta kvöldvakan sýndi að þetta fyrirkoumlag á miklum vin- sældum að fagna. Á örsuttum tíma seldust allir aðgöngumiðar upp. Enda fór skemmtunin fram með miklum ágætum. Framkvæmdar- nefndin á miklar þakkir skilið fyrir dugnað sinn og allan undir- búing. Þörfin fyrir hreytingar á skrifstofuhaldi hæjarins. Það heyrast nú orðið allsterkar óánægjuraddir, bæði í ræðu og riti um fyrirkomulag og afgreiðslu á skrifstofu bæjarins, sérstaklega hvað viðkemur útborgun vinnu- launa og ýmsra annarra reikninga Það er mjög eðlilegt að slíkar raddir eða aðfinnslur komi fram, því það fyrirkomulag, sem nú er á þessum málum er orðið óhafandi. Útborgun fer fram tvo daga vikunnar frá kl. 4—6 eða í 4 tíma í viku. Það liggur íaugum uppi, að þetta er engan veginn nægur tími til útborgunar á vinnulaunum, elli, og örorkubótafé, og greiðslu allra annárra reikninga, sem bær- inn verður að greiða. Þetta þarf að lagast. Þetta fyrirkomulag mun að mín- um dómi eiga rót sína að rekja til annríkis gjaldkerans. Hann mun nú svo hlaðinn störfum, sem gjaldkeri og bæjarstjóri heilu tím- ana ásamt fleiri störfum, að hann mun tæplega geta varið meiri tíma til afgreiðslu reikninga og útborg- ana en þetta. 1 18. tbl. Neista er grein um þessi efni, þar sem greinarhöfund- ur varpar fram svohljóðandi spurn ingu: „Er ekki kominn tími til að aðgreina rafveitusjóð frá hafnar- og bæjarsjóð? Verkalýðsmál. Þróttarfundurinn síðastliðinn föstudag var mjög fjölmennur. Þar voru rædd ýms mál. Meðal annars var samþykkt upptaka vél- stjóranna við hraðfrystihúsin hér í bænum. Þeir hafa áður verið ó- félagsbundnir, en á slíkum tímum sem nú eru, er það hin mesta fá- sinna að stofna atvinnu sinni í öryggisleysi með því að standa utan samakanna. Æskilegast væri að allir starfandi vélstjórar hér á staðnum gengju nú þegar í Þrótt og stofnuðu þar deild og gætu þeir þá rætt og tekið ákvarðanir um sín áhugamál án tilhlutunar frá Þrótti, nema að því leyti að þeir tryggðu sér aðstoð hans til fram- gangs þeim málum, er þeir vildu koma fram. Á fundinum var einnig ákveðið • að stofna málfundafélag innan Þr^ttar. Það er nú svo í Þrótti, eins og í mörgum öðrum félögum, að í umræðunum um hin ýmsu mál taka aðeins þátt fáir menn. Þetta . gerir félagslífið daufara og fábrotn ara. Þetta má ekki svo til ganga. Félagar! Ykkur er farið að leiðast að hlusta á þá sömu ár eftir ár. Marga ykkar vantar ekkert annað en áræðið til að koma skoðunum ykkar á framfæri. Með því að vera þátttakendur í málfundafélaginu gefst ykkur tækifæri til að túlka skoðanir ykkar í þrengri hring. Þar verða einnig gefnar leiðbein- ingar um fundarstjórn og efnis- niðurröðun. í fundarlok flutti Guðbrandur Magnússon, kennari fróðlegt og skemmtilegt erindi um alþýðu- menntun á Islandi og las upp lausa vísur og kvæði eftir ýms alþýðu- skáld. Indriði Friðbjamarson söng gamanvísur. Á fundinum var á annað hundrað manns. G. S. Þessari spurningu vil ég svara játandi. Það er kominn tími til þess, en það þarf að gera meira. Það þarf að taka bæði rafveitusjóð og hafnarsjóð út úr skrifstofu- kerfinu, sem nú er, og láta bæði þessi fyrirtæki hafa sér skrif- Framhald á 2. síðu I

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.