Neisti - 25.11.1943, Síða 2
2
N E I S T 1
*
Mannfjöldinn á íslandi árið 1942.
Fólksfækkun varð í sveitum og f jölgun
í kaupstöðum landsins.
1 Reykjavík var íbúatalan
40,902 en á öllu landinu alls 123,
979.
Nýútkomin Hagtíðindi birta
yfirlit yfir mannf jölda á Islandi í
árslok 1942. Samkvæmt þessu
yfirliti voru Islendingar búsettir
hér á landi þá alls 123,979 að tölu.
Þar af bjuggu 63,480 í kaupstöð-
um, en í sýslufélögum, kauptún-
inu fjölgað í kaupstöðum um
um og sveitum 60,499. Hafði á ár-
3,533, en fækkað í sýslufélögun-
um mn 2,639.
Hér fer á eftir yfirlit Hagstof-
unnar:
„Eftirfarandi yfirlit sýnir
mannf jöldann á öllu landinu í árs-
lok 1942. Er þar farið eftir mann-
tali prestanna, nema í Reykjavík,
Hafnarfirði og Vestmannaeyjum
þar er farið eftir bæjarmanntölum,
1,3%. Er það meiri fjölgun heldur
en árið á undan en hún var 1217
manns eða 1,0%, er hins vegar
minni heldur en 1940, en hún var
1,6%
Samkvæmt skýrslunni hér að
framan hefur fólki í kaupstöðun-
um fjölgað árið 1942 um 3633
mans. Þetta stafar fyrst og fremst
af því, að 1 ársbyrjun 1942 var
Akranes tekið í tölu kaupstaða, en
í hinum kaupstöðunum er fjölg-
unin 1704 manns eða 2,8%. En í
sýslunum, að Akranesi frátöldu,
hefir fólkinu fækkað um 191
manns eða um 0,3 %
I Reykjavík hefir fólki fjölgað
um 1163 manns eða 2,9% I flest-
um öðrum kaupstöðum hefir líka
fólki fjölgað töluvert. I tveimur
kaupstöðum hefir þó orðið nokkuð
fækkun (Siglufirði og Seyðisfirði)
sem tekin eru af bæjarstjómun-
um í október- eða nóvembermán-
uði. Til samanburðar er settur
mannfjöldinn eftir tilsvarandi
manntölum næsta ár á undan í
sviga.
Kaupstaðir:
Reykjavík 40902 (39739)
Hafnarfjörður 3873 (3718)
Akranes 1,929 (----)
Isafjörður 2897 (2826)
Siglufjörður 2790 (2833)
Akureyri 5644 (5357)
Seyðisfjörður 850 (882)
Neskaupstaður 1802 (1082)
Vestmannaeyjar 3513 (3410)
Samtals 63480 (59847)
Sýslur:
Gullbringu- og Kjósarsýsla 5569
(5427)
Borgarfjarðarsýsla 1244 (3115)
Mýrarsýsla 1785 (1820)
Snæfellsnessýsla 3435 (3430)
Dalasýsla 1415 (1427)
Barðastrandasýsla 3040 (3072)
Isafjarðarsýsla 4924 (5031)
Strandasýsla 2105 (2099)
Húnavatnssýsla 3548 (3649)
Skagafjarðarsýsla 3908 (3947)
Eyjafjarðarsýsla 5401 (5400)
Þingeyjarsýsla 6038 (6062)
Norður-Múlasýsla 2694 (2706)
Suður-Múlasýsla 4316 (4303)
Austur-Skaptafellssýsla 1168
(1172)
Vestur-Skaptafellssýsla 1578
(1588)
Rangárvallasýsla 3287 (3316)
Árnessýsla 5050 (4974)
Samtals 60499 (62338)
Alls á öllu landinu 123,979
(122385)
Þegar borið eru saman ársmann-
tölin 1941 og 1942, þá sézt, að
mannfjölgun á öllu landinu árið
1942 hefir verið 1594 manns eða
og Neskaupstaður hefir staðið al-
veg í stað.
Mannfjöldinn í kauptúnum og
þorpum með fleirum en 300 íbúum
hefir verið sem hér segir:
Keflavík 1444 (1372)
Akranes — (1148)
Borgames 635 (630)
Sandur 421 (425)
Ólafsvík 463 (461)
Stykkishólmur 662 (654)
Patreksfjörður 767 (751)
Bíldudalur 389 (357)
Þingeyri við Dýrafjörð 350 (367)
Flatyri í Önundarfirði 409 (426)
Suðureyri í Súgandafirði 355 (349)
Bolungarvík 623 (616)
Hnífsdalur 304 (291)
Hólmavík 323 (314)
Blönduóss 376 (391)
Sauðárkrókur 949 (921)
Ólafsfjörður 767 (761)
Dalvík 303 (297)
Hrísey 335 (341)
Gleráþorp 420 (425)
Húsavík 1034 (1030)
Þórshöfn 313 264)
Eskifjörður 708 (703)
Búðareyri í Reyðarfirði 365 (352)
Búðir í Fáskrúðsfirði 583 (550)
Stokkseyri 477 (478)
Eyrarbakki 577 (585)
Skrifstofur bæjarins.
Framhald af 1. síðu.
stofur, og skal það nú rökstutt
nokkuð.
Það mun að einhverju leyti vera
meiri seinagangur á innheimtu hjá
þessum fyrirtækjum en ætti að
vera, sem kemur til að því að
starfslið það, sem við þau vinnur
hefur ekki frið til að sinna þeim
eins og þarf. Innheimtumaður raf-
veitunnar telur að nokkuð sé ábóta
vant um innheimtu rafveitunnar,
sem komi til af því, að fyrirkomu-
lagið á skrifstofunni sé þannig, að
sá eða sú, sem annast bókhald
hennar, sé tekinn til annarra
starfa, svo rafveitan verði af þeim
sökum höfð að nokkru leyti í hjá-
verkum. Hann telur algengt að
yfirlit, sem nauðsynlegt er að fá
fyrir 15 hvers mánaðar sé ekki
tilbúið fyrr en um mánaðarmót,
en þá sé næsti aflestur að hefjast.
Innheimtumaður telur, að af
þessu fyrirkomulagi hljótist það,
að innheimtan sé ekki ætíð í jafn
góðu lagi og ætti vera. Hann þarf
nú að skrifa alla reiljninga mánaðr
lega, og færa allar greiðslur inn í
höfuðbók, og þegar þess er gætt,
að nú eru orðnir á áttunda hundr-
að ljósanotendur í bænum, og á
fimmtánda hundrað mælar í not-
kun, þá liggur það í augum uppi,
að tími hans til innheimtunnar fer
að verða af skornum skammti.
Hann mun hafa kvartað yfir
þessu fyrirkomulagi við bæjar-
stjóra og sagt honum, að sér væri
ekki kleyft að hafa innheimtuna í
lagi ef svona ætti að ganga áfram.
Þessu hefur þó ekki verið gaumur
gefinn.
Sömu söguna mun mega segja
um hafnarsjóð. Maður, sá, sem
hefur hann á sinni könnu, er lát-
inn sinna ýmsum öðrum störfum,
svo sem vélritun fundargjörða, af-
greiðslu skömmtunarseðla, og fl.,
sem verður til þess að innheimtan
gengur ekki eins greitt og ætti að
vera. Til dæmis voru reikningar
hafnarsjóðs ekki til fyrr en í ágúst
lok í sumar fyrir árið 1942.
Á þessu verður ekki ráðin bót
með öðru en því, að þessi fyrir-
tæki hafi sínar sérskrifstofur, þar
sem starfslið þeirra hafi nægan
vinnufrið. I flestum eða öllum
kaupstöðum landsins hafa þessi
fyrirtæki sínar sérskrifstofur, og
væri því ekkert einsdæmi þó horf-
ið yrði að þessu ráði hér.
Kostnaðarhliðin, sem að þessu
máli snýr, þyrfti ekki að verða
neitt voðaleg. Bærinn á skrifstofur
sem ekkert eru notaðar handa
báðum þessum fyrirtækjum og þar
sem bærinn tekur nú 20 þús. krón-
ur frá hvoru þessu fyrirtæki til
skrifstofuhalds, þá myndu ekki
aukast útgjöld þeirra við breyt-
inguna, þar sem gera má ráð fyrir,
að þeir starfskraftar, sem nú eru
taldir við þessi fyrirtæki, myndu
fullkomlega nægja, þegar þeir yrðu
algjörlega helgaðir þeim, og fullur
vinnufriður fenginn. Aðalkostnað-
urinn yrði þá sá, að ráða þyrfti
mann eða stúlku á bæjarskrifstof-
una til annast vélritun og ýmis-
konar afgreiðslu, eða störf, sem
nú eru lögð á starfslið rafveitu- og
hafnarsjóðs, og veldur þeim erfið-
leikum, sem um er talað.
Á móti þessum kostnaði kæmi
aftur það, að innheimta rafveitu
og hafnarsjóðs kæmist í gott lag,
Nýr bátur á sjó.
Hið nýja skip, sem verður í
förum milli Akureyrar, Sigluf jarð-
ar og Sauðárkróksí var hleypt af
stokkunum föstudaginn 12. þ. m.
á Akranesi. Hlaut það nafnið
,,Víðir“ og er eign H/f. Víðir á
Akranesi. Byrjað var á byggingu
skipsins í marz mánuði 1942, en
miklar tafir urðu á byggingunni,
bæði fyrir annir smiðanna við við-
gerðir annarra skipa en þó aðal-
lega fyrir það hversu lengi stóð á
því, að gangvélin kæmi til lands-
ins.
Stærð skipsins er 103,6 rúm-
lestir. Lengd 25,6 m. breidd 5,7 m.
dýpt 3 m.. Vélin er Dieselvél frá
firmanu R. A. Lister, Englandi
Skipið var upphaflega teiknað
320 h. k.
Skipið var upphaflega teiknað
og byggt sem fiskiskip, enda búizt
við, að það stundi fiskiveiðar er
frá líður, en fyrst um sinn verður
skipið leigt af Skipaútgerð ríkisins
til að hafa á hendi farþega flutn-
ing milli fyrrnefndra staða, var
innréttingu og yfirbyggingu, að
nokkru breytt með tilliti til þessa.
Skipið er allt hitað upp með raf-
magni. 1 framstafni og aftur í
skipinu eru svefnklefar skipverja.
Einnig er í framstafni skipsins og
miðskips farþegarúm. Eru þau í
alla staði hin ákjósanlegustu,
bólstraðir bekkir með öllum veggj-
um og eru farþegaklefarnir hit-
aðir upp með rafmagnsofnum.
Skipið er talið með fegurstu skip-
um af svipaðri gerð. Það er byggt
úr eik og mjög sterkviða, byrðing-
ur gerður úr 8 cm. og innsúð
einnig úr eik úr 6,5 cm. þykkum
plönkum. Bönd tvöföld 13. cm.
þykk. Fyllsta áherzla var lögð á
að gera skipið svo fullkomið sem
kostur var.
Skipið er væntanlegt hingað næstu
daga.
og bæjargjaldkerinn losnaði við
sjóði þessara fyrirtækja, og létt-
ust þar með störf hans. Þegar svo
væri málum komið væri engin goð-
gá að krefjast þess, að útborgun-
artímum í viku hverri væri fjölg-
að, og öll afgreiðsla á bæjarskrif-
stofunni ætti þá að geta gengið
hraðar og betur en nú er, við þau
skilyrði, sem fyrir hendi eru.
Bæjarstjórn ætti nú þegar að
taka þessi mál til alvarlegrar
íhugunar og framkvæmda, því að
afgreiðsla á bæjárskrifstofunni
nú, sem heyrir undir gjaldkera,
og innheimta rafveitu- og hafnar-
sjóðs, eru í því ástandi, sem eng-
inn getur unað við framvegis, ef
allt á ekki að fljóta sofandi að
feigðarósi.
★
♦
1
T
X
V
<;